Varað við eldgosi á stærstu eyju Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 08:07 Hraunspýjur í eldgosinu í Mauna Loa árið 1984. Gosið hefur 33 sinnum í fjallinu frá 1843 en þeim fylgja oft mikið hraunflæði. AP/Ken Love Yfirvöld á bandarísku Kyrrahafseyjunni Havaí vara íbúa við að Mauna Loa, stærsta virka eldfjall eyjanna, gæti verið við það að gjósa. Jarðskjálftavirkni við tind fjallsins hefur aukist að undanförnu en Mauna Loa gaus síðast fyrir tæpum fjörutíu árum. Mauna Loa á Havaíeyju er rétt rúmur helmingur af heildarlandmassa eyjunnar og því gæti stórt svæði orðið fyrir áhrifum ef gos hefst þar. Síðast gaus þar árið 1984 en síðan hefur íbúafjöldinn meira en tvöfaldast. Fjöldi þeirra um 200.000 manns sem búa á eyjunni upplifðu því ekki gosið fyrir 38 árum. Almannavarnir á eyjunum halda nú fræðslufundi fyrir íbúa um hvernig þeir geti undirbúið sig. Sérfræðingar telja að hraun gæti náð þeim húsum sem standa næst gosgígum á aðeins örfáum klukkustundum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraun um tuttugu og fjögurra kílómetra leið að sjó á innan við þremur klukkustundum. Það gos stóð yfir í 23 daga og nam hraunrennslið um þúsund rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar er talið að rennslið í eldgosinu í Fagradalsfjalli í fyrra hafi numið um tólf rúmmetrum á sekúndu. Vísindamenn rekja aukna jarðvirkni í fjallinu til kvikusöfnunar. Allt að fjörutíu til fimmtíu jarðskjálftar hafa mælst á dag á svæðinu undanfarið. Ekki er þó enn talið að eldgos sé yfirvofandi. Um sjö hundruð heimili eyðilögðust þegar gaus í Kilauea-eldfjallinu á Havaíeyju sem er mun minna árið 2018. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fengu hraunmola í gegnum þakið Tuttugu og þrír farþegar slösuðust þegar stærðarinnar hraunklumpur hafnaði á ferðaþjónustubát á Havaí. 17. júlí 2018 06:16 Maður slasaðist alvarlega af völdum hraunspýju á Havaí Spýja úr rennandi hrauni lenti á sköflungi manns sem sat á svölum á þriðju hæð húss. Þetta eru fyrstu meiðslin á fólki sem vitað er um í eldgosinu í Kilauea. 20. maí 2018 17:52 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Mauna Loa á Havaíeyju er rétt rúmur helmingur af heildarlandmassa eyjunnar og því gæti stórt svæði orðið fyrir áhrifum ef gos hefst þar. Síðast gaus þar árið 1984 en síðan hefur íbúafjöldinn meira en tvöfaldast. Fjöldi þeirra um 200.000 manns sem búa á eyjunni upplifðu því ekki gosið fyrir 38 árum. Almannavarnir á eyjunum halda nú fræðslufundi fyrir íbúa um hvernig þeir geti undirbúið sig. Sérfræðingar telja að hraun gæti náð þeim húsum sem standa næst gosgígum á aðeins örfáum klukkustundum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraun um tuttugu og fjögurra kílómetra leið að sjó á innan við þremur klukkustundum. Það gos stóð yfir í 23 daga og nam hraunrennslið um þúsund rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar er talið að rennslið í eldgosinu í Fagradalsfjalli í fyrra hafi numið um tólf rúmmetrum á sekúndu. Vísindamenn rekja aukna jarðvirkni í fjallinu til kvikusöfnunar. Allt að fjörutíu til fimmtíu jarðskjálftar hafa mælst á dag á svæðinu undanfarið. Ekki er þó enn talið að eldgos sé yfirvofandi. Um sjö hundruð heimili eyðilögðust þegar gaus í Kilauea-eldfjallinu á Havaíeyju sem er mun minna árið 2018.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fengu hraunmola í gegnum þakið Tuttugu og þrír farþegar slösuðust þegar stærðarinnar hraunklumpur hafnaði á ferðaþjónustubát á Havaí. 17. júlí 2018 06:16 Maður slasaðist alvarlega af völdum hraunspýju á Havaí Spýja úr rennandi hrauni lenti á sköflungi manns sem sat á svölum á þriðju hæð húss. Þetta eru fyrstu meiðslin á fólki sem vitað er um í eldgosinu í Kilauea. 20. maí 2018 17:52 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Fengu hraunmola í gegnum þakið Tuttugu og þrír farþegar slösuðust þegar stærðarinnar hraunklumpur hafnaði á ferðaþjónustubát á Havaí. 17. júlí 2018 06:16
Maður slasaðist alvarlega af völdum hraunspýju á Havaí Spýja úr rennandi hrauni lenti á sköflungi manns sem sat á svölum á þriðju hæð húss. Þetta eru fyrstu meiðslin á fólki sem vitað er um í eldgosinu í Kilauea. 20. maí 2018 17:52