Varað við eldgosi á stærstu eyju Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 08:07 Hraunspýjur í eldgosinu í Mauna Loa árið 1984. Gosið hefur 33 sinnum í fjallinu frá 1843 en þeim fylgja oft mikið hraunflæði. AP/Ken Love Yfirvöld á bandarísku Kyrrahafseyjunni Havaí vara íbúa við að Mauna Loa, stærsta virka eldfjall eyjanna, gæti verið við það að gjósa. Jarðskjálftavirkni við tind fjallsins hefur aukist að undanförnu en Mauna Loa gaus síðast fyrir tæpum fjörutíu árum. Mauna Loa á Havaíeyju er rétt rúmur helmingur af heildarlandmassa eyjunnar og því gæti stórt svæði orðið fyrir áhrifum ef gos hefst þar. Síðast gaus þar árið 1984 en síðan hefur íbúafjöldinn meira en tvöfaldast. Fjöldi þeirra um 200.000 manns sem búa á eyjunni upplifðu því ekki gosið fyrir 38 árum. Almannavarnir á eyjunum halda nú fræðslufundi fyrir íbúa um hvernig þeir geti undirbúið sig. Sérfræðingar telja að hraun gæti náð þeim húsum sem standa næst gosgígum á aðeins örfáum klukkustundum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraun um tuttugu og fjögurra kílómetra leið að sjó á innan við þremur klukkustundum. Það gos stóð yfir í 23 daga og nam hraunrennslið um þúsund rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar er talið að rennslið í eldgosinu í Fagradalsfjalli í fyrra hafi numið um tólf rúmmetrum á sekúndu. Vísindamenn rekja aukna jarðvirkni í fjallinu til kvikusöfnunar. Allt að fjörutíu til fimmtíu jarðskjálftar hafa mælst á dag á svæðinu undanfarið. Ekki er þó enn talið að eldgos sé yfirvofandi. Um sjö hundruð heimili eyðilögðust þegar gaus í Kilauea-eldfjallinu á Havaíeyju sem er mun minna árið 2018. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fengu hraunmola í gegnum þakið Tuttugu og þrír farþegar slösuðust þegar stærðarinnar hraunklumpur hafnaði á ferðaþjónustubát á Havaí. 17. júlí 2018 06:16 Maður slasaðist alvarlega af völdum hraunspýju á Havaí Spýja úr rennandi hrauni lenti á sköflungi manns sem sat á svölum á þriðju hæð húss. Þetta eru fyrstu meiðslin á fólki sem vitað er um í eldgosinu í Kilauea. 20. maí 2018 17:52 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Mauna Loa á Havaíeyju er rétt rúmur helmingur af heildarlandmassa eyjunnar og því gæti stórt svæði orðið fyrir áhrifum ef gos hefst þar. Síðast gaus þar árið 1984 en síðan hefur íbúafjöldinn meira en tvöfaldast. Fjöldi þeirra um 200.000 manns sem búa á eyjunni upplifðu því ekki gosið fyrir 38 árum. Almannavarnir á eyjunum halda nú fræðslufundi fyrir íbúa um hvernig þeir geti undirbúið sig. Sérfræðingar telja að hraun gæti náð þeim húsum sem standa næst gosgígum á aðeins örfáum klukkustundum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraun um tuttugu og fjögurra kílómetra leið að sjó á innan við þremur klukkustundum. Það gos stóð yfir í 23 daga og nam hraunrennslið um þúsund rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar er talið að rennslið í eldgosinu í Fagradalsfjalli í fyrra hafi numið um tólf rúmmetrum á sekúndu. Vísindamenn rekja aukna jarðvirkni í fjallinu til kvikusöfnunar. Allt að fjörutíu til fimmtíu jarðskjálftar hafa mælst á dag á svæðinu undanfarið. Ekki er þó enn talið að eldgos sé yfirvofandi. Um sjö hundruð heimili eyðilögðust þegar gaus í Kilauea-eldfjallinu á Havaíeyju sem er mun minna árið 2018.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fengu hraunmola í gegnum þakið Tuttugu og þrír farþegar slösuðust þegar stærðarinnar hraunklumpur hafnaði á ferðaþjónustubát á Havaí. 17. júlí 2018 06:16 Maður slasaðist alvarlega af völdum hraunspýju á Havaí Spýja úr rennandi hrauni lenti á sköflungi manns sem sat á svölum á þriðju hæð húss. Þetta eru fyrstu meiðslin á fólki sem vitað er um í eldgosinu í Kilauea. 20. maí 2018 17:52 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Fengu hraunmola í gegnum þakið Tuttugu og þrír farþegar slösuðust þegar stærðarinnar hraunklumpur hafnaði á ferðaþjónustubát á Havaí. 17. júlí 2018 06:16
Maður slasaðist alvarlega af völdum hraunspýju á Havaí Spýja úr rennandi hrauni lenti á sköflungi manns sem sat á svölum á þriðju hæð húss. Þetta eru fyrstu meiðslin á fólki sem vitað er um í eldgosinu í Kilauea. 20. maí 2018 17:52