Vogum á Vatnsleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 18:21 Persóna Jodie Foster þarf að vara sig á elgum og vísundum. Getty/Aðsend Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. Að sögn Gunnars Axels Axelssonar, bæjarstjóra Voga, kom fjölmennt tökulið í bæinn á dögunum, um það bil tvö til fjögur hundruð manns. Þess má geta að íbúar Voga eru aðeins 1400 og því er ljóst að fjöldi viðstaddra jókst mikið. Gunnar Axel segir að umfang verkefnisins hafi verið ótrúlega mikið en það hafi gengið mjög vel. „Þetta tók ótrúlega fljótt af. Þeir komu hérna í skjóli nætur að setja upp og tökur stóðu yfir í allan gærdag og síðan er upptökuteymið farið af svæðinu,“ segir hann í samtali við Vísi Græja þurfti bílnúmer að amerískum sið.Vísir/Vilhelm Hann segir íbúa Voga hafa sýnt tökuliðinu nauðsynlega tillitssemi. Tilkynnt var um tökurnar á vef sveitarfélagsins í gær og þeir beðnir um að sýna sérstaka aðgát og tillitssemi á meðan tökum stóð. Jodie Foster frægasti gestur Voga Hann segist ekki vita til þess að önnur stór kvikmyndatökuverkefni hafi farið fram í Vogum á Vatnsleysuströnd. Tökur á True Detective eru stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar en umfang þeirra verður um tíu milljarðar króna. Þá segir Gunnar Axel að sennilega hafi aldrei komið frægari gestur í Voga en stjarna nýjustu seríu True detective, óskarsverðlaunaleikkonan Jodie Foster. Varað við elgum og ljósastaurum breytt Meðal þess sem gera þurfti í undirbúningi fyrir tökurnar var að breyta ásýnd Voga og láta þá líta út fyrir að vera bær í Alaska í Bandaríkjunum. Skipta þurfti út miklum fjölda skilta í bænum og við sveitabæi á Vatnsleysuströnd, þar sem þorri takanna fór fram. Skilti voru sett upp sem vara við dýralífi Alaska, elgum og hreindýrum, og umferðarskiltum var breytt. Skiltum í Vogum var snarað yfir á ensku.Vísir/Vilhelm Kvikmyndagerð á Íslandi Vogar Hollywood Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Bandaríkin Tökur á True Detective á Íslandi Tengdar fréttir Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. 14. október 2022 15:26 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Að sögn Gunnars Axels Axelssonar, bæjarstjóra Voga, kom fjölmennt tökulið í bæinn á dögunum, um það bil tvö til fjögur hundruð manns. Þess má geta að íbúar Voga eru aðeins 1400 og því er ljóst að fjöldi viðstaddra jókst mikið. Gunnar Axel segir að umfang verkefnisins hafi verið ótrúlega mikið en það hafi gengið mjög vel. „Þetta tók ótrúlega fljótt af. Þeir komu hérna í skjóli nætur að setja upp og tökur stóðu yfir í allan gærdag og síðan er upptökuteymið farið af svæðinu,“ segir hann í samtali við Vísi Græja þurfti bílnúmer að amerískum sið.Vísir/Vilhelm Hann segir íbúa Voga hafa sýnt tökuliðinu nauðsynlega tillitssemi. Tilkynnt var um tökurnar á vef sveitarfélagsins í gær og þeir beðnir um að sýna sérstaka aðgát og tillitssemi á meðan tökum stóð. Jodie Foster frægasti gestur Voga Hann segist ekki vita til þess að önnur stór kvikmyndatökuverkefni hafi farið fram í Vogum á Vatnsleysuströnd. Tökur á True Detective eru stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar en umfang þeirra verður um tíu milljarðar króna. Þá segir Gunnar Axel að sennilega hafi aldrei komið frægari gestur í Voga en stjarna nýjustu seríu True detective, óskarsverðlaunaleikkonan Jodie Foster. Varað við elgum og ljósastaurum breytt Meðal þess sem gera þurfti í undirbúningi fyrir tökurnar var að breyta ásýnd Voga og láta þá líta út fyrir að vera bær í Alaska í Bandaríkjunum. Skipta þurfti út miklum fjölda skilta í bænum og við sveitabæi á Vatnsleysuströnd, þar sem þorri takanna fór fram. Skilti voru sett upp sem vara við dýralífi Alaska, elgum og hreindýrum, og umferðarskiltum var breytt. Skiltum í Vogum var snarað yfir á ensku.Vísir/Vilhelm
Kvikmyndagerð á Íslandi Vogar Hollywood Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Bandaríkin Tökur á True Detective á Íslandi Tengdar fréttir Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. 14. október 2022 15:26 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. 14. október 2022 15:26