Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2022 16:31 Horft yfir Ármúla í Reykjavík. Hámarkshraði þar verður nú 30 km/klst í stað 50 km/klst áður. Vísir/Vilhelm Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. Með breytingunni verður hámarkshraði í götunum ýmist þrjátíu eða fjörutíu kílómetrar á klukkustund í stað fimmtíu km/klst áður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að ákveðið hafi verið að flýta því að ráðast í þennan hluta hámarkshraðaáætlunarinnar vegna skólastarfsemi í Ármúla þar sem grunnskólanemendur séu mikið á ferðinni á svæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður í Ármúla, Selmúla, Síðumúla, Vegmúla, Fellsmúla, Hallarmúla og Háaleitisbraut. Breytingin verður auglýst í Stjórnartíðindum og tekur gildi þegar umferðarmerkjum hefur verið breytt. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður það á næstu vikum. Yfirlýst markmið borgaryfirvalda er að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum innan borgarinnar. „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir. Sé ætlunin að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni þar sem ólíkir ferðamátar mætast verður blöndun ólíkra ferðamáta að vera á forsendum gangandi og hjólandi vegfarenda. Eitt skref í þá átt er að stuðla að lágum umferðarhraða við þær aðstæður,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Breytingarnar á hámarkshraða eru eftirfarandi: Háaleitisbraut, frá Kringlumýrarbraut að Ármúla, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Miklubraut norður fyrir Safamýri að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Ármúla að núverandi 30 km/klst svæði,hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Lágmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Hallarmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Ármúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Selmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Síðumúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Vegmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Fellsmúli, frá Grensásvegi að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Umferðaröryggi Umferð Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14. apríl 2022 14:02 Hafa lækkað hámarkshraða á þessum götum borgarinnar Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp. 9. desember 2021 14:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Með breytingunni verður hámarkshraði í götunum ýmist þrjátíu eða fjörutíu kílómetrar á klukkustund í stað fimmtíu km/klst áður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að ákveðið hafi verið að flýta því að ráðast í þennan hluta hámarkshraðaáætlunarinnar vegna skólastarfsemi í Ármúla þar sem grunnskólanemendur séu mikið á ferðinni á svæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður í Ármúla, Selmúla, Síðumúla, Vegmúla, Fellsmúla, Hallarmúla og Háaleitisbraut. Breytingin verður auglýst í Stjórnartíðindum og tekur gildi þegar umferðarmerkjum hefur verið breytt. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður það á næstu vikum. Yfirlýst markmið borgaryfirvalda er að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum innan borgarinnar. „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir. Sé ætlunin að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni þar sem ólíkir ferðamátar mætast verður blöndun ólíkra ferðamáta að vera á forsendum gangandi og hjólandi vegfarenda. Eitt skref í þá átt er að stuðla að lágum umferðarhraða við þær aðstæður,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Breytingarnar á hámarkshraða eru eftirfarandi: Háaleitisbraut, frá Kringlumýrarbraut að Ármúla, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Miklubraut norður fyrir Safamýri að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Ármúla að núverandi 30 km/klst svæði,hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Lágmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Hallarmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Ármúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Selmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Síðumúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Vegmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Fellsmúli, frá Grensásvegi að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.
Umferðaröryggi Umferð Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14. apríl 2022 14:02 Hafa lækkað hámarkshraða á þessum götum borgarinnar Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp. 9. desember 2021 14:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14. apríl 2022 14:02
Hafa lækkað hámarkshraða á þessum götum borgarinnar Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp. 9. desember 2021 14:22