Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðum slökkviliðsins í dag.
Mariusz Cezary Michalek, verkstjóri hjá Terra á Akranesi, segir að starfsmenn frá Málmaendurvinnslu hafi verið að vinna í að brjóta niður bílhræ á gámasvæði Nova Terra. Fjarlægja kúta, batterí, olíu og eldsneyti.
![](https://www.visir.is/i/FB558F43F17B760ADC644D43ADCD01A4769170AF28632E72EAB7D2DBAF133756_713x0.jpg)
Kviknað hafi í einu bílhræinu og ekki náðst að slökkva eldinn í tæka tíð. Kviknað hafi í haug af bílhræjum sem gróft metið telji líklega um hundrað bíla.
Slökkviliðsmenn séu á svæðinu að gera hvað þeir geti til að slökkva eldinn. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir enga beiðni hafa borist um aðstoð vegna eldsins.
Tilkynning frá Lögreglunni á Vesturlandi
Eldur kviknaði í ónýtum bifreiðum á sorphirðusvæði Terra við Akranes fyrr í dag. Mikinn reyk leggur frá svæðinu og er íbúum á Akranesi og í nærliggjandi sveitum ráðlagt að loka gluggum á meðan eldurinn geysar. Hægt gengur að ráða niðurlögum eldsins og ef vindátt breytist kann reyk að leggja yfir bæinn.
Högni Auðunsson, framkvæmdastjóri Málma, var á leiðinni upp á Akranes þegar blaðamaður náði af honum tali á fjórða tímanum. Hann sagðist vilja hitta sitt fólk á staðnum og ræða við það áður en hann svaraði blaðamönnum, til að hafa allt sitt á hreinu í svörum.
Að neðan má sjá fjölda mynda af eldsvoðanum.
![](https://www.visir.is/i/95D3E70D5B591F53435B8659C94224389C4CA376CD5E1D7812A964889F3A8565_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/1483AE7FA8A146899E513F5C0B9B5C2483E6BC8F4693154EBA38F10D3116DE69_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/6D714B8E6056EFF7B53E4932F6DACC445146DEC6161838584B0EA7D00590B954_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/636138CF8A5EBCDCBDFE2F1BC2EE1C8F066E1ADAF7AA86660B4DC8E20EAA67E6_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/6A2DE8FECD246D0817D55237159F04C798B65AB5E6D3765C65C42817B93AD29F_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/BD0CD1AF693E0E6CDCCDFE5BC22C342F18FF12E898C203F1F502D96B551E6511_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/6AA36E62C68FE9D03EA749947200AAB7A718BF20F178AC9DDEDDFCFA7FAC0689_713x0.jpg)