Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 14:05 Karl Kári Másson, Eva Dögg Jóhannesdóttir, Garðar Sigþórsson, Jóhannes Gíslason og Eyþór Helgason. Aðsend Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. Í tilkynningu segir að nýju starfsmennirnir komi til með að sinna margs konar verkefnum tengdum uppbyggingu félagsins. Fiskeldisstöðin og tengdar byggingar séu meðal stærstu framkvæmda sem einkaaðili hefur ráðist í á Íslandi. „Eva Dögg Jóhannesdóttir hóf störf snemma í haust og gegnir starfi gæða- og umhverfisstjóra fyrirtækisins. Hún er sjávarlíffræðingur en hefur einnig numið fiskeldisfræði. Hún hefur margþætta reynslu af rannsóknum sem tengjast umhverfisáhrifum fiskeldis en starfaði síðast að leyfamálum og rannsóknum hjá Arctic Fish. Eyþór Helgason hóf einnig störf snemma hausts sem tæknistjóri félagsins. Hann er tæknifræðingur og vélstjóri og hefur víðtæka reynslu af hönnun og rekstri flókinna tæknilegra kerfa. Hann mun stýra verkefnum er snúa að vélbúnaði og uppbyggingu mannvirkja. Karl Kári Másson hóf störf á dögunum sem fjármálastjóri Geo Salmo (CFO). Hann er viðskiptafræðingur með MBA gráðu og hefur m.a. starfað í ýmsum stöðum hjá Landsbankanum og Kviku, og nú síðast í fyrirtækjaráðgjöf Kviku í 5 ár. Garðar Sigþórsson hóf einnig nýverið störf sem yfirmaður seiðaeldis. Hann er fiskeldisfræðingur og hefur yfir 20 ára reynslu í fiskeldi á landi, hjá Stofnfiski, Arnarlaxi og Löxum fiskeldi. Hann mun koma að öllu seiðaeldi fyrirtækisins, m.a. endurbyggingu seiðastöðvar félagsins í Landsveit og uppbyggingu nýrrar seiðastöðvar í Ölfusi. Jóhannes Gíslason mun að lokum hefja störf á næstu misserum, en hann hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Geo Salmo. Jóhannes er viðskiptafræðingur með sterka reynslu af sölu fiskafurða, þ.á.m. síðastliðin 6 ár hjá Arnarlaxi. Hann mun byggja upp sölukerfi og markaðsstaðsetningu fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdir á næsta ári Þá segir að félagið sé langt komið með undirbúning vegna uppbyggingar fiskeldisstöðvar sinnar í Ölfusi, við Þorlákshöfn. „Áætlað er að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta næsta árs. Geo Salmo stefnir á eldi á umhverfisvænum hágæðalaxi í lokuðu fiskeldiskerfi á landi. Norska fyrirtækið Artec Aqua hefur verið fengið til þess að hanna eldisstöðina og stýra uppbyggingu hennar,“ segir í tilkynningunni. Jens Þórðarson er framkvæmdastjóri Geo Salmo og eru starfsmenn fyrirtækisins nú fjórtán. Vistaskipti Fiskeldi Ölfus Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Í tilkynningu segir að nýju starfsmennirnir komi til með að sinna margs konar verkefnum tengdum uppbyggingu félagsins. Fiskeldisstöðin og tengdar byggingar séu meðal stærstu framkvæmda sem einkaaðili hefur ráðist í á Íslandi. „Eva Dögg Jóhannesdóttir hóf störf snemma í haust og gegnir starfi gæða- og umhverfisstjóra fyrirtækisins. Hún er sjávarlíffræðingur en hefur einnig numið fiskeldisfræði. Hún hefur margþætta reynslu af rannsóknum sem tengjast umhverfisáhrifum fiskeldis en starfaði síðast að leyfamálum og rannsóknum hjá Arctic Fish. Eyþór Helgason hóf einnig störf snemma hausts sem tæknistjóri félagsins. Hann er tæknifræðingur og vélstjóri og hefur víðtæka reynslu af hönnun og rekstri flókinna tæknilegra kerfa. Hann mun stýra verkefnum er snúa að vélbúnaði og uppbyggingu mannvirkja. Karl Kári Másson hóf störf á dögunum sem fjármálastjóri Geo Salmo (CFO). Hann er viðskiptafræðingur með MBA gráðu og hefur m.a. starfað í ýmsum stöðum hjá Landsbankanum og Kviku, og nú síðast í fyrirtækjaráðgjöf Kviku í 5 ár. Garðar Sigþórsson hóf einnig nýverið störf sem yfirmaður seiðaeldis. Hann er fiskeldisfræðingur og hefur yfir 20 ára reynslu í fiskeldi á landi, hjá Stofnfiski, Arnarlaxi og Löxum fiskeldi. Hann mun koma að öllu seiðaeldi fyrirtækisins, m.a. endurbyggingu seiðastöðvar félagsins í Landsveit og uppbyggingu nýrrar seiðastöðvar í Ölfusi. Jóhannes Gíslason mun að lokum hefja störf á næstu misserum, en hann hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Geo Salmo. Jóhannes er viðskiptafræðingur með sterka reynslu af sölu fiskafurða, þ.á.m. síðastliðin 6 ár hjá Arnarlaxi. Hann mun byggja upp sölukerfi og markaðsstaðsetningu fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdir á næsta ári Þá segir að félagið sé langt komið með undirbúning vegna uppbyggingar fiskeldisstöðvar sinnar í Ölfusi, við Þorlákshöfn. „Áætlað er að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta næsta árs. Geo Salmo stefnir á eldi á umhverfisvænum hágæðalaxi í lokuðu fiskeldiskerfi á landi. Norska fyrirtækið Artec Aqua hefur verið fengið til þess að hanna eldisstöðina og stýra uppbyggingu hennar,“ segir í tilkynningunni. Jens Þórðarson er framkvæmdastjóri Geo Salmo og eru starfsmenn fyrirtækisins nú fjórtán.
Vistaskipti Fiskeldi Ölfus Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira