Júlíus kemur inn fyrir Guðlaug Victor Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2022 11:01 Júlíus Magnússon gæti spilað A-landsleik númer tvö og þrjú í næsta mánuði. Vísir/Hulda Margrét Ein breyting hefur verið gerð á leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir vináttuleiki liðsins gegn Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu. Júlíus Magnússon, fyrirliði bikarmeistara Víkings, kemur inn fyrir Guðlaug Victor Pálsson, leikmann DC United í Bandaríkjunum. Íslenska karlalandsliðið mætir Sádi-Arabíu og Suður-Kóreru í vináttuleikjum ytra þann 6. og 11. nóvember næstkomandi. Hópurinn var tilkynntur þann 21. október en athygli vakti að Júlíus var hvorki í hópnum sem var valinn né hluti af þeim fimm leikmönnum sem voru á „varalista.“ Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-2 jafntefli Víkings og KR í Bestu deildinni greindi hinn 24 ára gamli Júlíus frá því að hann hefði verið meiddur þegar hópurinn var valinn og hafi því ekki gefið kost á sér. Hann hefur nú náð sér af meiðslunum og er nú orðinn hluti af hópnum þar sem Guðlaugur Victor hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Breyting hefur verið gerð á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir komandi nóvember-verkefni. Guðlaugur Victor Pálsson verður ekki með í leikjunum við Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu vegna meiðsla og í hans stað kemur Júlíus Magnússon úr Víkingi. pic.twitter.com/XymUC09mp4— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2022 Júlíus á að baki einn A-landsleik en hann spilaði nokkrar mínútur í 1-0 sigri á San Marínó í vináttuleik fyrr á þessu ári. Miðjumaðurinn knái lék á sínum tíma 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af 15 fyrir U-21 árs landsliðið. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sjö úr meistaraliði Blika í nóvemberhópi íslenska landsliðsins: Tíu nýliðar Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna hóp fyrir vináttuleiki í nóvember og að auki eru fimm leikmenn til vara. 21. október 2022 15:05 Landsliðið úr Bestu deildinni fer líka til Kóreu Nú er orðið ljóst hvaða tveir leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í næsta mánuði en KSÍ tilkynnti í dag að seinni leikurinn yrði við Suður-Kóreu í Hwaseong, í nágrenni Seúl. 25. október 2022 09:19 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Sádi-Arabíu og Suður-Kóreru í vináttuleikjum ytra þann 6. og 11. nóvember næstkomandi. Hópurinn var tilkynntur þann 21. október en athygli vakti að Júlíus var hvorki í hópnum sem var valinn né hluti af þeim fimm leikmönnum sem voru á „varalista.“ Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-2 jafntefli Víkings og KR í Bestu deildinni greindi hinn 24 ára gamli Júlíus frá því að hann hefði verið meiddur þegar hópurinn var valinn og hafi því ekki gefið kost á sér. Hann hefur nú náð sér af meiðslunum og er nú orðinn hluti af hópnum þar sem Guðlaugur Victor hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Breyting hefur verið gerð á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir komandi nóvember-verkefni. Guðlaugur Victor Pálsson verður ekki með í leikjunum við Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu vegna meiðsla og í hans stað kemur Júlíus Magnússon úr Víkingi. pic.twitter.com/XymUC09mp4— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2022 Júlíus á að baki einn A-landsleik en hann spilaði nokkrar mínútur í 1-0 sigri á San Marínó í vináttuleik fyrr á þessu ári. Miðjumaðurinn knái lék á sínum tíma 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af 15 fyrir U-21 árs landsliðið.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sjö úr meistaraliði Blika í nóvemberhópi íslenska landsliðsins: Tíu nýliðar Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna hóp fyrir vináttuleiki í nóvember og að auki eru fimm leikmenn til vara. 21. október 2022 15:05 Landsliðið úr Bestu deildinni fer líka til Kóreu Nú er orðið ljóst hvaða tveir leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í næsta mánuði en KSÍ tilkynnti í dag að seinni leikurinn yrði við Suður-Kóreu í Hwaseong, í nágrenni Seúl. 25. október 2022 09:19 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Sjö úr meistaraliði Blika í nóvemberhópi íslenska landsliðsins: Tíu nýliðar Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna hóp fyrir vináttuleiki í nóvember og að auki eru fimm leikmenn til vara. 21. október 2022 15:05
Landsliðið úr Bestu deildinni fer líka til Kóreu Nú er orðið ljóst hvaða tveir leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í næsta mánuði en KSÍ tilkynnti í dag að seinni leikurinn yrði við Suður-Kóreu í Hwaseong, í nágrenni Seúl. 25. október 2022 09:19