Öll mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlega dramatík í Madrid og London Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 10:01 Leikmenn Tottenham voru í sárum eftir að dómarinn Danny Makkelie tilkynnti að mark þeirra í uppbótartíma fengi ekki að standa. Getty/Marc Atkins Liverpool á enn möguleika á að enda í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 útisigur gegn Ajax í gærkvöld en allt er í hnút í riðli Tottenham, D-riðli, eftir dramatíska jafnteflið gegn Sporting. Öll mörk kvöldsins má nú sjá á Vísi. Rosaleg dramatík var í Madrid þar sem Atlético Madrid kastaði frá sér möguleikanum á að komast í 16-liða úrslitin, og Barcelona er einnig úr leik eftir gærdaginn svo að aðeins Real Madrid verður þá enn fulltrúi Spánar í keppninni. Ljóst er hvaða lið komast upp úr A-, B- og C-riðli en í D-riðli geta enn öll fjögur liðin komist í 16-liða úrslitin, í lokaumferðinni í næstu viku. Tottenham er efst með 8 stig en Sporting og Frankfurt eru með 7 stig og Marseille 6. Marseille tekur á móti Tottenham í lokaumferðinni en Sporting og Frankfurt mætast í Portúgal. Í A-riðli gerði Liverpool út um vonir Ajax og tryggði sig áfram með 3-0 sigri í Hollandi. Mohamed Salah, Darwin Núnez og Harvey Elliott skoruðu mörkin. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Ajax 0-3 Liverpool Napoli vann einnig 3-0 gegn Rangers í sama riðli, þar sem Giovanni Simeone skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu og Norðmaðurinn Leo Skiri Östigård innsiglaði sigurinn. Þar með endar Napoli fyrir ofan Liverpool nema að Liverpool takist að vinna fjögurra marka sigur gegn Napoli á Anfield í lokaumferðinni. Klippa: Napoli - Rangers Club Brugge og Porto fara áfram úr B-riðli en Atlético Madrid og Leverkusen berjast um 3. sætið og að komast þannig í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Brugge tapaði sínum fyrsta leik í gærkvöld þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Porto, 4-0, þar sem Íraninn Mehdi Taremi skoraði tvö mörk. Klippa: Club Brugge - Porto Atlético Madrid og Leverkusen gerðu 2-2 jafntefli en þar ætlaði allt um koll að keyra í leikslok. Dómarinn hafði flautað af en skoðaði svo atvik á myndbandi og dæmdi hendi og víti á Leverkusen. Finninn Lukas Hradecky varði hins vegar vítaspyrnu Yannick Carrasco, Saúl átti svo skalla í þverslána og skot Reinildi náði ekki að marki. Klippa: Atlético Madrid - Leverkusen Í C-riðli tryggði Inter sér 2. sæti með öruggum 4-0 sigri gegn Plzen og Barcelona var því úr leik áður en liðið mætti Bayern á Camp Nou og tapaði 3-0. Henrikh Mkhitaryan, Edin Dzeko (2) og Romelu Lukaku skoruðu mörk Inter en Sadio Mané, Eric Maxim Choupo-Moting og Benjamin Pavard fyrir Bayern. Klippa: Inter - Plzen Klippa: Barcelona - Bayern Í D-riðli gerðu Tottenham og Sporting 1-1 jafntefli í Lundúnum þar sem mark var dæmt af Harry Kane í uppbótartíma vegna rangstöðu, eftir myndbandsskoðun. Antonio Conte, stjóri Tottenham, fékk rautt spjald vegna mótmæla. Marcus Edwards hafði komið Sporting yfir en Rodrigo Bentancur jafnað á 80. mínútu. Klippa: Tottenham - Sporting Frankfurt vann svo 2-1 sigur gegn Marseille í Þýskalandi þar sem öll mörkin komu á fyrsta hálftíma leiksins. Klippa: Frankfurt - Marseille Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Rosaleg dramatík var í Madrid þar sem Atlético Madrid kastaði frá sér möguleikanum á að komast í 16-liða úrslitin, og Barcelona er einnig úr leik eftir gærdaginn svo að aðeins Real Madrid verður þá enn fulltrúi Spánar í keppninni. Ljóst er hvaða lið komast upp úr A-, B- og C-riðli en í D-riðli geta enn öll fjögur liðin komist í 16-liða úrslitin, í lokaumferðinni í næstu viku. Tottenham er efst með 8 stig en Sporting og Frankfurt eru með 7 stig og Marseille 6. Marseille tekur á móti Tottenham í lokaumferðinni en Sporting og Frankfurt mætast í Portúgal. Í A-riðli gerði Liverpool út um vonir Ajax og tryggði sig áfram með 3-0 sigri í Hollandi. Mohamed Salah, Darwin Núnez og Harvey Elliott skoruðu mörkin. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Ajax 0-3 Liverpool Napoli vann einnig 3-0 gegn Rangers í sama riðli, þar sem Giovanni Simeone skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu og Norðmaðurinn Leo Skiri Östigård innsiglaði sigurinn. Þar með endar Napoli fyrir ofan Liverpool nema að Liverpool takist að vinna fjögurra marka sigur gegn Napoli á Anfield í lokaumferðinni. Klippa: Napoli - Rangers Club Brugge og Porto fara áfram úr B-riðli en Atlético Madrid og Leverkusen berjast um 3. sætið og að komast þannig í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Brugge tapaði sínum fyrsta leik í gærkvöld þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Porto, 4-0, þar sem Íraninn Mehdi Taremi skoraði tvö mörk. Klippa: Club Brugge - Porto Atlético Madrid og Leverkusen gerðu 2-2 jafntefli en þar ætlaði allt um koll að keyra í leikslok. Dómarinn hafði flautað af en skoðaði svo atvik á myndbandi og dæmdi hendi og víti á Leverkusen. Finninn Lukas Hradecky varði hins vegar vítaspyrnu Yannick Carrasco, Saúl átti svo skalla í þverslána og skot Reinildi náði ekki að marki. Klippa: Atlético Madrid - Leverkusen Í C-riðli tryggði Inter sér 2. sæti með öruggum 4-0 sigri gegn Plzen og Barcelona var því úr leik áður en liðið mætti Bayern á Camp Nou og tapaði 3-0. Henrikh Mkhitaryan, Edin Dzeko (2) og Romelu Lukaku skoruðu mörk Inter en Sadio Mané, Eric Maxim Choupo-Moting og Benjamin Pavard fyrir Bayern. Klippa: Inter - Plzen Klippa: Barcelona - Bayern Í D-riðli gerðu Tottenham og Sporting 1-1 jafntefli í Lundúnum þar sem mark var dæmt af Harry Kane í uppbótartíma vegna rangstöðu, eftir myndbandsskoðun. Antonio Conte, stjóri Tottenham, fékk rautt spjald vegna mótmæla. Marcus Edwards hafði komið Sporting yfir en Rodrigo Bentancur jafnað á 80. mínútu. Klippa: Tottenham - Sporting Frankfurt vann svo 2-1 sigur gegn Marseille í Þýskalandi þar sem öll mörkin komu á fyrsta hálftíma leiksins. Klippa: Frankfurt - Marseille Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira