Samsung-erfinginn formlega orðinn forstjóri Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 07:42 Lee Jae-yong hefur í raun stýrt Samsung frá árinu 2014. EPA Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur formlega skipað Lee Jae-yong, sem hefur áður hlotið dóm fyrir mútur og fjársvik, í embætti forstjóra fyrirtækisins. Lee hefur um árabil verið æðsti stjórnandi fyrirtækisins á bakvið tjöldin. Má segja að skipunin sé táknræn þar sem með því að setjast formlega í stól forstjóra mun hann taka við þeirri stöðu sem bæði faðir hans og afi hafa áður gegnt. Afi Lee, Lee Byung-Chull, stofnaði Samsung í Seúl árið 1969. Samsung er nú stærsti farsímaframleiðandi heims. Lee var dæmdur fyrir mútur og fjársvik árið 2017. Var hann dæmdur til fangelsisvistar í tvígang fyrir að hafa mútað fyrrverandi forsetum landsins. Lee fékk reynslulausn úr fangelsi í ágúst á síðasta ári eftir að hafa afplánað 207 daga í fangelsi. Moon Jae-in, þáverandi forseti, sagði af því tilefni að lausn Lee væri í þágu þjóðarhagsmuna og óskaði hann jafnframt eftir skilningi almennings. Yoon Suk-yeol, núverandi forseti, náðaði svo Lee í ágúst síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, þar sem tilkynnt er um skipun hins 54 ára Lee, er rætt um óvissu á alþjóðlegum mörkuðum og þörfinni fyrir ábyrgð innan fyrirtækisins og stöðugleika. Með skipuninni verður Lee formlega æðsti stjórnandi tæknirisans, en hann hefur í raun gegnt slíkri stöðu síðan 2014 þegar hann tók við af föður sínum Lee Kun-hee þegar sá veiktist. Hann lést árið 2020. Suður-Kórea Samsung Tengdar fréttir Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58 Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Lee hefur um árabil verið æðsti stjórnandi fyrirtækisins á bakvið tjöldin. Má segja að skipunin sé táknræn þar sem með því að setjast formlega í stól forstjóra mun hann taka við þeirri stöðu sem bæði faðir hans og afi hafa áður gegnt. Afi Lee, Lee Byung-Chull, stofnaði Samsung í Seúl árið 1969. Samsung er nú stærsti farsímaframleiðandi heims. Lee var dæmdur fyrir mútur og fjársvik árið 2017. Var hann dæmdur til fangelsisvistar í tvígang fyrir að hafa mútað fyrrverandi forsetum landsins. Lee fékk reynslulausn úr fangelsi í ágúst á síðasta ári eftir að hafa afplánað 207 daga í fangelsi. Moon Jae-in, þáverandi forseti, sagði af því tilefni að lausn Lee væri í þágu þjóðarhagsmuna og óskaði hann jafnframt eftir skilningi almennings. Yoon Suk-yeol, núverandi forseti, náðaði svo Lee í ágúst síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, þar sem tilkynnt er um skipun hins 54 ára Lee, er rætt um óvissu á alþjóðlegum mörkuðum og þörfinni fyrir ábyrgð innan fyrirtækisins og stöðugleika. Með skipuninni verður Lee formlega æðsti stjórnandi tæknirisans, en hann hefur í raun gegnt slíkri stöðu síðan 2014 þegar hann tók við af föður sínum Lee Kun-hee þegar sá veiktist. Hann lést árið 2020.
Suður-Kórea Samsung Tengdar fréttir Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58 Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58
Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01