Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 18:45 Leikmenn Inter höfðu margar ástæður til að fagna í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. Fyrir leik Brugge og Porto var búist við hörkuleik en um var að ræða liðin í efstu tveimur sætum B-riðils. Það kom hins vegar annað á daginn þar sem gestirnir reyndust mun sterkari aðilinn. Mehdi Taremi kom gestunum yfir eftir rúmlega hálftíma og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Tvö mörk með stuttu millibili þegar tæp klukkustund var liðin gerðu svo endanlega út um leikinn. Evanilson skoraði fyrra og Stephen Eustáquio það síðara. Taremi bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Porto þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri urðu þó mörkin ekki og Porto vann öruggan 4-0 útisigur. Brugge er sem stendur með tíu stig og mætir Bayer Leverkusen í lokaumferðinni. Porto er með níu stig og mætir Atlético Madríd í lokaumferðinni. Atl. Madríd og Leverkusen mætast í kvöld en fyrrnefnda liðið er með fjögur stig á meðan Þjóðverjarnir reka lestina með þrjú stig. RESULTS Inter qualify for round of 16 in style Porto through if Atlético don't win tonight...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Leikurinn í Mílanó var ekki beint spennandi en Plzeň var á botni riðilsins og hefur ekki sýnt mikið það sem af er keppni. Það tók heimamenn 35 mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Henrik Mkhitaryan og skömmu síðar var staðan orðin 2-0. Markahrókurinn Edin Džeko með markið og heimamenn með tveggja marka forystu í hálfleik. Džeko bætti við öðru marki sínu áður en varamaðurinn Romelu Lukaku fullkomnaði 4-0 sigur Inter undir lok leiks. Sem stendur er Bayern München á toppi C-riðils með 12 stig að loknum fjórum leikjum. Þar á eftir kemur Inter með tíu stig á meðan Barcelona situr í 3. sæti með aðeins fjögur stig og er á leiðina í Evrópudeildina annað tímabilið í röð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Sjá meira
Fyrir leik Brugge og Porto var búist við hörkuleik en um var að ræða liðin í efstu tveimur sætum B-riðils. Það kom hins vegar annað á daginn þar sem gestirnir reyndust mun sterkari aðilinn. Mehdi Taremi kom gestunum yfir eftir rúmlega hálftíma og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Tvö mörk með stuttu millibili þegar tæp klukkustund var liðin gerðu svo endanlega út um leikinn. Evanilson skoraði fyrra og Stephen Eustáquio það síðara. Taremi bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Porto þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri urðu þó mörkin ekki og Porto vann öruggan 4-0 útisigur. Brugge er sem stendur með tíu stig og mætir Bayer Leverkusen í lokaumferðinni. Porto er með níu stig og mætir Atlético Madríd í lokaumferðinni. Atl. Madríd og Leverkusen mætast í kvöld en fyrrnefnda liðið er með fjögur stig á meðan Þjóðverjarnir reka lestina með þrjú stig. RESULTS Inter qualify for round of 16 in style Porto through if Atlético don't win tonight...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Leikurinn í Mílanó var ekki beint spennandi en Plzeň var á botni riðilsins og hefur ekki sýnt mikið það sem af er keppni. Það tók heimamenn 35 mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Henrik Mkhitaryan og skömmu síðar var staðan orðin 2-0. Markahrókurinn Edin Džeko með markið og heimamenn með tveggja marka forystu í hálfleik. Džeko bætti við öðru marki sínu áður en varamaðurinn Romelu Lukaku fullkomnaði 4-0 sigur Inter undir lok leiks. Sem stendur er Bayern München á toppi C-riðils með 12 stig að loknum fjórum leikjum. Þar á eftir kemur Inter með tíu stig á meðan Barcelona situr í 3. sæti með aðeins fjögur stig og er á leiðina í Evrópudeildina annað tímabilið í röð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Sjá meira