Aldrei fleiri táningar verið í einu og sama byrjunarliðinu í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 18:01 Hákon Arnar Haraldsson var einn sex táninga í byrjunarliði FCK gegn Sevilla. EPA-EFE/Julio Munoz Ferð Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar til Andalúsíu var ekki til fjár en liðið tapaði 3-0 fyrir Sevilla og situr sem fastast á botni G-riðils Meistaradeildar Evrópu. Gestirnir frá Danmörku skráðu sig hins vegar á spjöld sögunnar þar sem alls voru sex táningar í byrjunarliðinu, þar af tveir frá Íslandi. Mikil meiðsli herja á leikmannahóp Danmerkurmeistaranna þessa dagana og sást það bersýnilega á byrjunarliði liðsins gegn Sevilla sem og varamannabekk þess. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, báðir fæddir 2003, hafa spilað nokkuð stóra rullu á þessari leiktíð en þeir eru langt frá því einu táningarnir sem spila með liðinu. Alls voru sex táningar í byrjunarliði FCK gegn Sevilla en aldrei hafa fleiri táningar verið í byrjunarliði í Meistaradeildinni. Metið átti Arsenal en liðið stillti upp fimm táningum í leik árið 2009. VORES DRENGE #fcklive #ucl #copenhagen pic.twitter.com/InV8ctMeRu— F.C. København (@FCKobenhavn) October 25, 2022 Ásamt þeim Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni voru þeir William Clem [2004], Elias Jelert [2003], Valdemar Lund [2003] og Victor Kristiansen [2002] í byrjunarliði FCK gegn Sevilla. Einnig komu tveir táningar inn af bekknum í leik gærkvöldsins. Framherjinn Orri Steinn Óskarsson (2004) fékk sínar fyrstu mínútur í Meistaradeildinni og þá kom ungstirnið Roony Bardghji (2005) einnig inn af bekknum. Rætt verður við Orra Stein í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann er yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu. Lengri útgáfa af viðtalinu verður svo aðgengileg á Vísi síðar í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðið úr leik eftir tap á Spáni Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld. 25. október 2022 18:52 Ísak Bergmann og Hákon byrja báðir í fyrsta sinn í Meistaradeildinni Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru báðir í byrjunarliði danska félagsins FCK í Meistaradeildinni í kvöld. 25. október 2022 15:51 Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. 26. október 2022 09:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Mikil meiðsli herja á leikmannahóp Danmerkurmeistaranna þessa dagana og sást það bersýnilega á byrjunarliði liðsins gegn Sevilla sem og varamannabekk þess. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, báðir fæddir 2003, hafa spilað nokkuð stóra rullu á þessari leiktíð en þeir eru langt frá því einu táningarnir sem spila með liðinu. Alls voru sex táningar í byrjunarliði FCK gegn Sevilla en aldrei hafa fleiri táningar verið í byrjunarliði í Meistaradeildinni. Metið átti Arsenal en liðið stillti upp fimm táningum í leik árið 2009. VORES DRENGE #fcklive #ucl #copenhagen pic.twitter.com/InV8ctMeRu— F.C. København (@FCKobenhavn) October 25, 2022 Ásamt þeim Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni voru þeir William Clem [2004], Elias Jelert [2003], Valdemar Lund [2003] og Victor Kristiansen [2002] í byrjunarliði FCK gegn Sevilla. Einnig komu tveir táningar inn af bekknum í leik gærkvöldsins. Framherjinn Orri Steinn Óskarsson (2004) fékk sínar fyrstu mínútur í Meistaradeildinni og þá kom ungstirnið Roony Bardghji (2005) einnig inn af bekknum. Rætt verður við Orra Stein í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann er yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu. Lengri útgáfa af viðtalinu verður svo aðgengileg á Vísi síðar í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðið úr leik eftir tap á Spáni Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld. 25. október 2022 18:52 Ísak Bergmann og Hákon byrja báðir í fyrsta sinn í Meistaradeildinni Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru báðir í byrjunarliði danska félagsins FCK í Meistaradeildinni í kvöld. 25. október 2022 15:51 Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. 26. október 2022 09:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Íslendingaliðið úr leik eftir tap á Spáni Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld. 25. október 2022 18:52
Ísak Bergmann og Hákon byrja báðir í fyrsta sinn í Meistaradeildinni Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru báðir í byrjunarliði danska félagsins FCK í Meistaradeildinni í kvöld. 25. október 2022 15:51
Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. 26. október 2022 09:00
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn