Skutu á mótmælendur við leiði Amini Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2022 15:16 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir öryggissveitir undirbúa aðgerðir gegn mótmælendum í Íran. AP Vitni segja öryggissveitir í Íran hafa skotið á syrgjendur sem komið höfðu saman við gröf Masha Jina Amini í dag. Þar hafði fólk komið saman vegna þess að fjörutíu dagar eru liðnir síðan hún dó í haldi lögreglunnar. Fjölmiðlar í Íran segja að um tíu þúsund manns hafi safnast saman við kirkjugarðinn í bænum Saqez og að til átaka hafi komið við lögregluþjóna sem mættu búnir fyrir óeirðir. Reuters hefur eftir vitnum að lögreglan hafi skotið á fólk sem var komið saman og handtekið tugi þeirra. Mannréttindasamtök segja að fjölskylda Amini hafi verið vöruð við því að halda nokkurskonar minningarathöfn og hafi þeim verið hótað því að bróðir hennar yrði handtekinn. Amini, sem er Kúrdi, var handtekin af siðgæðislögregluþjónum vegna þess að hún þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan um höfuðið. Hún lést svo í haldi lögreglu en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta og hafa þau ekki fengið að sjá lík hennar. Lögreglan segir hina 22 ára gömlu konu hafa fengið hjartaáfall. Frá mótmælum í Íran í dag. I am a free woman!Students are throwing their scarves up Tehran, 26th October#MahsaAmini pic.twitter.com/l8vxF8CVj5— Pouria Zeraati (@pouriazeraati) October 26, 2022 Síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað víða um Íran þar sem mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir því að klerkastjórn Írans fari frá völdum. Mótmælum þessum hefur verið mætt af mikilli hörku og er talið að minnst 250 hafi látið lífið og þúsundir hafa verið handteknir. Sjá einnig: Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Yfirvöld létu loka öllum skólum í Kúrdistan-héraði Írans í dag og segja það hafa verið gert vegna inflúensu. Nemendur og stúdentar hafa leitt mótmælin en umfang þeirra er sagt hafa komið klerkastjórninni á óvart. Mótmælendum hefur verið lýst í ríkismiðlum Írans sem landráðamönnum, hræsnurum og óþokkum. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23. október 2022 16:40 Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Fjölmiðlar í Íran segja að um tíu þúsund manns hafi safnast saman við kirkjugarðinn í bænum Saqez og að til átaka hafi komið við lögregluþjóna sem mættu búnir fyrir óeirðir. Reuters hefur eftir vitnum að lögreglan hafi skotið á fólk sem var komið saman og handtekið tugi þeirra. Mannréttindasamtök segja að fjölskylda Amini hafi verið vöruð við því að halda nokkurskonar minningarathöfn og hafi þeim verið hótað því að bróðir hennar yrði handtekinn. Amini, sem er Kúrdi, var handtekin af siðgæðislögregluþjónum vegna þess að hún þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan um höfuðið. Hún lést svo í haldi lögreglu en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta og hafa þau ekki fengið að sjá lík hennar. Lögreglan segir hina 22 ára gömlu konu hafa fengið hjartaáfall. Frá mótmælum í Íran í dag. I am a free woman!Students are throwing their scarves up Tehran, 26th October#MahsaAmini pic.twitter.com/l8vxF8CVj5— Pouria Zeraati (@pouriazeraati) October 26, 2022 Síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað víða um Íran þar sem mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir því að klerkastjórn Írans fari frá völdum. Mótmælum þessum hefur verið mætt af mikilli hörku og er talið að minnst 250 hafi látið lífið og þúsundir hafa verið handteknir. Sjá einnig: Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Yfirvöld létu loka öllum skólum í Kúrdistan-héraði Írans í dag og segja það hafa verið gert vegna inflúensu. Nemendur og stúdentar hafa leitt mótmælin en umfang þeirra er sagt hafa komið klerkastjórninni á óvart. Mótmælendum hefur verið lýst í ríkismiðlum Írans sem landráðamönnum, hræsnurum og óþokkum.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23. október 2022 16:40 Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23. október 2022 16:40
Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20
Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17