Er barnið þitt eitt af þeim heppnu? Ellen Alma Tryggvadóttir skrifar 26. október 2022 12:00 Þá er veturinn formlega hafinn og honum fylgir skammdegið. Þá er lítið um sólarljós... ekki að það hafi verið rosalega mikið um sól í sumar heldur. Án sólarinnar myndast ekki D-vítamín í líkamanum okkar. Það er því afar mikilvægt að taka inn D-vítamín fæðubótarefni, því það er lítið um það í fæðunni. D-vítamín er eina fæðubótarefnið sem okkur Íslendingum er ráðlagt að taka reglulega, því önnur vítamín, stein- og snefilefni ættum við að geta fengið úr fjölbreyttu fæði. D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir kalkbúskap líkamans og þar af leiðandi mikilvægt fyrir beinmyndun. Fjöldi nýlegra rannsókna benda þó til þess að D-vítamín gegni fleiri mikilvægum hlutverkum í líkamanum, eins og til dæmis í ónæmiskerfinu. Dagleg neysla D-vítamíns virðist sem dæmi geta dregið úr sýkingum í öndunarfærum. Skortur á D-vítamíni hefur verið tengdur við auknar líkur á ýmsum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og sykursýki I og II. Hvernig er það, tekur þú lýsi eða D-vítamín? Samkvæmt niðurstöðum nýjustu Landskönnunar á mataræði fullorðinna Íslendinga, tóku um 40% þátttakenda ekki D-vítamín. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, eins og að kannski hafa sumir aldrei vanið sig á það, fólk áttar sig kannski ekki á mikilvægi þess, aðrir hafa takmarkað heilsulæsi eða hafa hreinlega ekki efni á því. Á endanum ákveður fullorðið fólk sjálft hvort það taki inn þetta mikilvæga fæðubótarefni. En hvað með börnin? Lítil börn eru sem betur fer heppin og fá lýsi eða D-vítamín hjá dagmömmum og í leikskólanum. En þegar þau komast á skólaaldur, geta aðstandendur ekki gert ráð fyrir að börnunum sé boðið upp á það lengur. Börn eru upp á aðra komin varðandi inntöku á D-vítamín bætiefni og því eru það væntanlega bara heppnu börnin sem fá D-vítamín. Ef foreldri eða ábyrgðaraðili hefur ekki tök á að bjóða barni upp á reglulega inntöku D-vítamíns, hefur barnið engin önnur úrræði til þess. Þar sem afar stórt hlutfall fullorðinna á Íslandi virðist ekki taka inn D-vítamín bætiefni, er líklegt að börnum viðkomandi sé ekki boðið upp á það heldur.Nýleg íslensk rannsókn kannaði D-vítamínstöðu barna í grunnskólum Reykjavíkur. Mælingar voru gerðar hjá úrtaki barna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Styrkur D-vítamíns í blóði var skilgreindur sem ófullnægjandi (<50 nmól/L) í 60% tilvika. Þessi börn gætu talist óheppin, því rannsóknir erlendis, þar sem meðalstyrkur D-vítamíns var þó hærri en hér, hafa bent til þess að með því að hækka styrk D-vítamíns megi draga úr tíðni ýmissa sjúkdóma og þannig minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Í aðgerðaáætlun Lýðheilsustefnu ríkisins kemur fram að: „Mikilvægt er að öll börn fái næringarríka fæðu óháð efnahag foreldra. Hollur matur hefur áhrif á og eykur þroska, vellíðan, námsárangur og einbeitingu.“ D-vítamín er eina bætiefnið sem er hluti af fæðuráðleggingum Íslendinga og er það því eitt af því sem mikilvægt er að tryggja börnum óháð efnahag foreldra. Hvar eiga þá óheppnu börnin að fá D-vítamín? Höfundur er doktor í næringarfræði og starfar sem verkefnastjóri matarstefnu hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þá er veturinn formlega hafinn og honum fylgir skammdegið. Þá er lítið um sólarljós... ekki að það hafi verið rosalega mikið um sól í sumar heldur. Án sólarinnar myndast ekki D-vítamín í líkamanum okkar. Það er því afar mikilvægt að taka inn D-vítamín fæðubótarefni, því það er lítið um það í fæðunni. D-vítamín er eina fæðubótarefnið sem okkur Íslendingum er ráðlagt að taka reglulega, því önnur vítamín, stein- og snefilefni ættum við að geta fengið úr fjölbreyttu fæði. D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir kalkbúskap líkamans og þar af leiðandi mikilvægt fyrir beinmyndun. Fjöldi nýlegra rannsókna benda þó til þess að D-vítamín gegni fleiri mikilvægum hlutverkum í líkamanum, eins og til dæmis í ónæmiskerfinu. Dagleg neysla D-vítamíns virðist sem dæmi geta dregið úr sýkingum í öndunarfærum. Skortur á D-vítamíni hefur verið tengdur við auknar líkur á ýmsum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og sykursýki I og II. Hvernig er það, tekur þú lýsi eða D-vítamín? Samkvæmt niðurstöðum nýjustu Landskönnunar á mataræði fullorðinna Íslendinga, tóku um 40% þátttakenda ekki D-vítamín. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, eins og að kannski hafa sumir aldrei vanið sig á það, fólk áttar sig kannski ekki á mikilvægi þess, aðrir hafa takmarkað heilsulæsi eða hafa hreinlega ekki efni á því. Á endanum ákveður fullorðið fólk sjálft hvort það taki inn þetta mikilvæga fæðubótarefni. En hvað með börnin? Lítil börn eru sem betur fer heppin og fá lýsi eða D-vítamín hjá dagmömmum og í leikskólanum. En þegar þau komast á skólaaldur, geta aðstandendur ekki gert ráð fyrir að börnunum sé boðið upp á það lengur. Börn eru upp á aðra komin varðandi inntöku á D-vítamín bætiefni og því eru það væntanlega bara heppnu börnin sem fá D-vítamín. Ef foreldri eða ábyrgðaraðili hefur ekki tök á að bjóða barni upp á reglulega inntöku D-vítamíns, hefur barnið engin önnur úrræði til þess. Þar sem afar stórt hlutfall fullorðinna á Íslandi virðist ekki taka inn D-vítamín bætiefni, er líklegt að börnum viðkomandi sé ekki boðið upp á það heldur.Nýleg íslensk rannsókn kannaði D-vítamínstöðu barna í grunnskólum Reykjavíkur. Mælingar voru gerðar hjá úrtaki barna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Styrkur D-vítamíns í blóði var skilgreindur sem ófullnægjandi (<50 nmól/L) í 60% tilvika. Þessi börn gætu talist óheppin, því rannsóknir erlendis, þar sem meðalstyrkur D-vítamíns var þó hærri en hér, hafa bent til þess að með því að hækka styrk D-vítamíns megi draga úr tíðni ýmissa sjúkdóma og þannig minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Í aðgerðaáætlun Lýðheilsustefnu ríkisins kemur fram að: „Mikilvægt er að öll börn fái næringarríka fæðu óháð efnahag foreldra. Hollur matur hefur áhrif á og eykur þroska, vellíðan, námsárangur og einbeitingu.“ D-vítamín er eina bætiefnið sem er hluti af fæðuráðleggingum Íslendinga og er það því eitt af því sem mikilvægt er að tryggja börnum óháð efnahag foreldra. Hvar eiga þá óheppnu börnin að fá D-vítamín? Höfundur er doktor í næringarfræði og starfar sem verkefnastjóri matarstefnu hjá Reykjavíkurborg.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun