Að gefa fágæta og forna gjöf sem nýtist alla daga ársins í öllum veðrum Eva María Jónsdóttir skrifar 26. október 2022 08:31 Þeir eru margir sem vilja búa á Íslandi, hér er oft rigning og rok en hér ríkir sæmilegur friður og hefur svo verið um langt skeið. Að taka myndarlega á móti fólki sem kemur til landsins til að vinna eða mennta sig ætti að vera okkur öllum mikið metnaðarmál. Seint á síðustu öld fór undirrituð sem skiptistúdent til Frakklands í eitt skólaár. Minnisstætt er hvað mótttökurnar voru hlýlegar því mér bauðst (að því er virtist sjálfkrafa) að læra frönsku frá fyrstu dögum dvalarinnar í landinu, mér að kostnaðarlausu, um nokkurra vikna skeið til að mér gengi betur að aðlagast samfélaginu. Frakkar voru heldur tregir til að tala ensku við aðkomufólk á þessum árum og þetta var þeirra leið til að auka samskiptamöguleika þeirra sem höfðu annað móðurmál en frönsku og hvetja þá til dáða á velli franskrar tungu. Víst er að það er allra hagur að hingað komi fleiri vinnandi hendur og fólk sem vill lifa við frið hvort sem sólin skín eða vindar næða. En ef fólk fær ekki allt jöfn tækifæri til að læra það tungumál sem hér er opinbert er ekki von á að það upplifi sig velkomið að öllu leyti. Það má ekki verða tilviljanakennt hver fær að læra og hver verður útundan. Atvinnulífið þarf að taka höndum saman við stéttarfélög, stjórnvöld og menntastofnanir og leysa þessa hlið móttöku farsællega í eitt skipti fyrir öll. Víst er verkefnið nokkuð flókið en nú höfum við reynslu af framförum á sviði máltækni þar sem atvinnulífið og opinberir aðilar hafa þegar sameinast um máltækniáætlun (2018-2022) með eftirtektarverðum árangri. Er hægt að byggja á þeirri reynslu við að hrinda íslenskukennsluáætlun starfandi fólks í framkvæmd? Mikilvægt er að umrætt átak verði að veruleika í þeim anda að nýir íbúar fái þá dýrmætu gjöf við komuna til landsins, að læra gamalt og fágætt tungumál sem auk þess geymir einstakan fornan bókmenntaarf og veitir lykil að íslenskum samfélagi. Þessi gjöf sýnir bæði virðingu fyrir íslenskunni og þeim sem hingað koma til að taka þátt í samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru margir sem vilja búa á Íslandi, hér er oft rigning og rok en hér ríkir sæmilegur friður og hefur svo verið um langt skeið. Að taka myndarlega á móti fólki sem kemur til landsins til að vinna eða mennta sig ætti að vera okkur öllum mikið metnaðarmál. Seint á síðustu öld fór undirrituð sem skiptistúdent til Frakklands í eitt skólaár. Minnisstætt er hvað mótttökurnar voru hlýlegar því mér bauðst (að því er virtist sjálfkrafa) að læra frönsku frá fyrstu dögum dvalarinnar í landinu, mér að kostnaðarlausu, um nokkurra vikna skeið til að mér gengi betur að aðlagast samfélaginu. Frakkar voru heldur tregir til að tala ensku við aðkomufólk á þessum árum og þetta var þeirra leið til að auka samskiptamöguleika þeirra sem höfðu annað móðurmál en frönsku og hvetja þá til dáða á velli franskrar tungu. Víst er að það er allra hagur að hingað komi fleiri vinnandi hendur og fólk sem vill lifa við frið hvort sem sólin skín eða vindar næða. En ef fólk fær ekki allt jöfn tækifæri til að læra það tungumál sem hér er opinbert er ekki von á að það upplifi sig velkomið að öllu leyti. Það má ekki verða tilviljanakennt hver fær að læra og hver verður útundan. Atvinnulífið þarf að taka höndum saman við stéttarfélög, stjórnvöld og menntastofnanir og leysa þessa hlið móttöku farsællega í eitt skipti fyrir öll. Víst er verkefnið nokkuð flókið en nú höfum við reynslu af framförum á sviði máltækni þar sem atvinnulífið og opinberir aðilar hafa þegar sameinast um máltækniáætlun (2018-2022) með eftirtektarverðum árangri. Er hægt að byggja á þeirri reynslu við að hrinda íslenskukennsluáætlun starfandi fólks í framkvæmd? Mikilvægt er að umrætt átak verði að veruleika í þeim anda að nýir íbúar fái þá dýrmætu gjöf við komuna til landsins, að læra gamalt og fágætt tungumál sem auk þess geymir einstakan fornan bókmenntaarf og veitir lykil að íslenskum samfélagi. Þessi gjöf sýnir bæði virðingu fyrir íslenskunni og þeim sem hingað koma til að taka þátt í samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun