Skessuhorn greinir frá því að ekki standi til að framleiða meira ál á Grundartanga. Stækkunin verði hins vegar nýtt til áframvinnslu áls í verinu.
Áður hafði álið verið flutt til Evrópu, brætt og mótað í sívalninga. Með stækkuninni verði hins vegar hægt að móta álið strax hér á landi. Talið er að með áframvinnslunni verði orkusparnaður allt að 40 prósent.
Ístak er aðalverktaki og Arion banki fjármagnar framkvæmdina. Samkvæmt frétt Skessuhorns mun framkvæmdin skapa um 40 störf hjá fyrirtækinu.