„Ætlum við að vera fiskur dagsins?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2022 11:55 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að eldisafurðir séu að taka yfir neytendamarkað á fiski. Skilaboðin frá erlendum verslunarkeðjum séu að fyrirsjáanleiki og tryggt aðgengi skipti öllu máli. Varaði hann við því að ef íslenskur sjávarútvegur gæti ekki tryggt vörur 365 daga ársins yrði þorskurinn að fiski dagsins í erlendum verslunarkeðjum. Þorsteinn Már hélt erindi á fundi í morgun tengslum við Sjávarútvegsdaginn, sem haldinn er í dag í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins. Þrír þorskar á móti einum laxi Á fundinum fór Þorsteinn Már yfir þróun viðskipta með fisk á undanförnum árum. Kom fram í máli hans að fiskur sem á uppruna í eldi væri að fá æ meira hillupláss og væri einnig að verða æ verðmætari. „Það sem hefur verið að gerast að við sjáum að eldisafurðir eru að hluta til að taka yfir stóran hluta af þessum neytendamarkaði. Það er að segja að það eru eldisafurðirnar sem að hafa meira og meira pláss í hillunum,“ sagði Þorsteinn Már. Horfa má á erindi Þorsteins Más hér að neðan. Það hefst þegar um 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Rakti hann þetta meðal annars til þess að verslanakeðjur og neytendur verðmeti fyrirsjáanleika æ hærra, það að geta gengið að ákveðnum vörum sem vísum. Þar hefðu eldisafurðirnar forskotið hvað varðar villta fiskinn. „Í vetur var þetta þannig að við þurftum þrjá þorska á móti einum laxi. Þetta finnst mér vera stóra spurningin: Af hverju er þetta orðið svona? Það er ljóst að þarna er verið að kaupa og menn borga fyrir þennan stöðugleika. Það er að segja að laxinn er þarna 365 daga á ári. Hann er alltaf þarna. Menn vilja að það sé pláss alltaf hillunni, neytandinn geti gengið að sömu hillunni og náð sér í vöru. Það er það sem menn hafa í raun fram yfir villtan fisk.“ Segir Tesco hafa breytt leiknum á einni nóttu Þorsteinn Már rakti einnig breytingar sem hafi orðið á Bretlandi. Þar hafi verslunarkeðjan Tesco breytt markaðnum á einni nóttu með því að færa sig frekar í uppþýddan unnin fisk, það sem hefur verið kallað re-fresh vörur. Þorsteinn Már Baldvinsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, á fundinum í dag.Vísir/Vilhelm „Þarna er enn og aftur dæmi um að menn eru tilbúnir til að borga mjög hátt verð fyrir heilfrystan fisk frá Rússlandi og Noregi, óuninn frystan út á sjó. Svo er hann unnin nálægt markaðnum. Menn hafa þennnan stöðugleika. Menn nenna ekki að eltast við: Kemur fiskurinn eða kemur fiskurinn ekki?“ Áhersla á ferskan fisk komi samkeppnisaðilum vel Vísaði Þorsteinn Már einnig í umræðu um að breyta úthlutun veiðiheimilda til að færa þau í auknum mæli til smærri báta yfir sumarið. Virtist Þorsteinn Már vara við því og sýndi á glæru máli sínu til stuðnings þar sem fram kom að á strandveiðitímabilum hér á landi ykist útflutningur á ferskum þorski. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á fundinum í dag.Vísir/Vilhelm Þetta kæmi að mati Þorsteins Más samkeppnisaðilum íslensks sjávarútvegs vel þar sem hver sem er gæti keypt þennan ferska fisk og flutt í erlendar vinnslur, nálægt heimamörkuðum, til að vinna vörur sem erlendu verslunarkeðjurnar væru að sækjast eftir. „Ef að við ætlum að fara að hreyfa þetta mikið verður fiskvinnsla á Íslandi 365 dagar eða verður hún ekki 365 dagar. Ætlum við að vera fiskur dagsins? Þegar þorskurinn er til þá verður hann fiskur dagsins.“ Iðnaður og fyrirsjáanleiki Sagði hann Samherja stefna að, til dæmis með nýju frystihúsi á Dalvík, því að sinna þeim markaði sem verslunarkeðjurnar sækja í. Þannig mætti mæta þeim fyrirsjáanleika sem verslunarkeðjur og neytendur sækist í. Þetta er þorskur.Vísir/Vilhelm „Það sem við erum að reyna að stefna að er að þetta sé iðnaður. Það sé mætt klukkan átta á morguni mánudegi, það er farið klukkan fjögur á föstudag.“ Áður hafði Þorsteinn Már minnst á að stefnt væri í Noregi á að vinna þrjár milljónir tonna af eldislaxi. Varaði hann við því að hlutur íslensks sjávarútvegs af markaðinum gæti minnkað yrðu áætlanir Norðmanna að veruleika. „Við þurfum að hafa fyrir því að vera til. Við erum litlir. Ef að maður tekur árið 2030 og segir að veiðiheimildir í bolfiski séu svipaðar, laxinn í Noregi fer í þrjár milljónir, þá verður okkur hlutur í bolfiski og laxi svona 3-4 prósent. Okkar hlutur í dag í þessum verðmætum er eitthvað 7-7,5 prósent. Þess vegna segi ég, ef að þetta heldur svona áfram. Norðmennirnir vaxa, við erum kyrrstæð. Missum jafn vel það forskot sem við höfum. Þá held ég að við getum endað sem þrjú prósent.“ Sjávarútvegur Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þorsteinn Már hélt erindi á fundi í morgun tengslum við Sjávarútvegsdaginn, sem haldinn er í dag í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins. Þrír þorskar á móti einum laxi Á fundinum fór Þorsteinn Már yfir þróun viðskipta með fisk á undanförnum árum. Kom fram í máli hans að fiskur sem á uppruna í eldi væri að fá æ meira hillupláss og væri einnig að verða æ verðmætari. „Það sem hefur verið að gerast að við sjáum að eldisafurðir eru að hluta til að taka yfir stóran hluta af þessum neytendamarkaði. Það er að segja að það eru eldisafurðirnar sem að hafa meira og meira pláss í hillunum,“ sagði Þorsteinn Már. Horfa má á erindi Þorsteins Más hér að neðan. Það hefst þegar um 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Rakti hann þetta meðal annars til þess að verslanakeðjur og neytendur verðmeti fyrirsjáanleika æ hærra, það að geta gengið að ákveðnum vörum sem vísum. Þar hefðu eldisafurðirnar forskotið hvað varðar villta fiskinn. „Í vetur var þetta þannig að við þurftum þrjá þorska á móti einum laxi. Þetta finnst mér vera stóra spurningin: Af hverju er þetta orðið svona? Það er ljóst að þarna er verið að kaupa og menn borga fyrir þennan stöðugleika. Það er að segja að laxinn er þarna 365 daga á ári. Hann er alltaf þarna. Menn vilja að það sé pláss alltaf hillunni, neytandinn geti gengið að sömu hillunni og náð sér í vöru. Það er það sem menn hafa í raun fram yfir villtan fisk.“ Segir Tesco hafa breytt leiknum á einni nóttu Þorsteinn Már rakti einnig breytingar sem hafi orðið á Bretlandi. Þar hafi verslunarkeðjan Tesco breytt markaðnum á einni nóttu með því að færa sig frekar í uppþýddan unnin fisk, það sem hefur verið kallað re-fresh vörur. Þorsteinn Már Baldvinsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, á fundinum í dag.Vísir/Vilhelm „Þarna er enn og aftur dæmi um að menn eru tilbúnir til að borga mjög hátt verð fyrir heilfrystan fisk frá Rússlandi og Noregi, óuninn frystan út á sjó. Svo er hann unnin nálægt markaðnum. Menn hafa þennnan stöðugleika. Menn nenna ekki að eltast við: Kemur fiskurinn eða kemur fiskurinn ekki?“ Áhersla á ferskan fisk komi samkeppnisaðilum vel Vísaði Þorsteinn Már einnig í umræðu um að breyta úthlutun veiðiheimilda til að færa þau í auknum mæli til smærri báta yfir sumarið. Virtist Þorsteinn Már vara við því og sýndi á glæru máli sínu til stuðnings þar sem fram kom að á strandveiðitímabilum hér á landi ykist útflutningur á ferskum þorski. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á fundinum í dag.Vísir/Vilhelm Þetta kæmi að mati Þorsteins Más samkeppnisaðilum íslensks sjávarútvegs vel þar sem hver sem er gæti keypt þennan ferska fisk og flutt í erlendar vinnslur, nálægt heimamörkuðum, til að vinna vörur sem erlendu verslunarkeðjurnar væru að sækjast eftir. „Ef að við ætlum að fara að hreyfa þetta mikið verður fiskvinnsla á Íslandi 365 dagar eða verður hún ekki 365 dagar. Ætlum við að vera fiskur dagsins? Þegar þorskurinn er til þá verður hann fiskur dagsins.“ Iðnaður og fyrirsjáanleiki Sagði hann Samherja stefna að, til dæmis með nýju frystihúsi á Dalvík, því að sinna þeim markaði sem verslunarkeðjurnar sækja í. Þannig mætti mæta þeim fyrirsjáanleika sem verslunarkeðjur og neytendur sækist í. Þetta er þorskur.Vísir/Vilhelm „Það sem við erum að reyna að stefna að er að þetta sé iðnaður. Það sé mætt klukkan átta á morguni mánudegi, það er farið klukkan fjögur á föstudag.“ Áður hafði Þorsteinn Már minnst á að stefnt væri í Noregi á að vinna þrjár milljónir tonna af eldislaxi. Varaði hann við því að hlutur íslensks sjávarútvegs af markaðinum gæti minnkað yrðu áætlanir Norðmanna að veruleika. „Við þurfum að hafa fyrir því að vera til. Við erum litlir. Ef að maður tekur árið 2030 og segir að veiðiheimildir í bolfiski séu svipaðar, laxinn í Noregi fer í þrjár milljónir, þá verður okkur hlutur í bolfiski og laxi svona 3-4 prósent. Okkar hlutur í dag í þessum verðmætum er eitthvað 7-7,5 prósent. Þess vegna segi ég, ef að þetta heldur svona áfram. Norðmennirnir vaxa, við erum kyrrstæð. Missum jafn vel það forskot sem við höfum. Þá held ég að við getum endað sem þrjú prósent.“
Sjávarútvegur Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira