Með stjörnur í útilínunni og sakamann í þjálfarastólnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 14:01 István Pásztor í leik með ungverska landsliðinu. getty/Mike Hewitt Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög auðvelt með að telja upp styrkleika Ferencváros sem er andstæðingur Vals í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þar vann liðið Steaua Búkarest frá Rúmeníu, 66-64 samanlagt. „Ég held að þeir séu bara dúndursterkir og ég átti samt alveg von á því þegar drátturinn kom að þetta væri sterkt lið. Þeir eru stórir, sterkir, þungir og eru með breidd,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær, er hann var spurður út í andstæðinga kvöldsins. Lið Ferencváros er mun sterkara en á síðasta tímabili og munar þar mestu um tvo ungverska landsliðsmenn sem það fékk í sumar. Annars vegar er það örvhenta skyttan Zsolt Balogh sem kom frá Tatabánya. Og hins vegar er það leikstjórnandinn Máté Lékai sem kom frá Veszprém. Vondar minningar frá síðasta Íslandsleik Hinn 34 ára Lékai hefur verið einn besti leikstjórnandi heims undanfarin áratug eða svo. Hann varð fjórum sinnum ungverskur meistari með Veszprém og lenti þrisvar sinnum í 2. sæti Meistaradeildar Evrópu. Lékai var líka í ungverska landsliðinu sem lenti í 4. sæti á Ólympíuleikunum í London og skoraði jöfnunarmarkið í leiknum sem má ekki fjalla um. Balogh og Lékai voru báðir í ungverska landsliðinu sem mætti því íslenska á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Ísland tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna Ungverjaland, 31-30, í lokaumferð riðlakeppninnar. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, tryggði Íslendingum sigurinn með því að verja frá Lékai í lokasókn Ungverjanna. „Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ sagði Björgvin í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Snorri segir að lið Ferencváros sé þó meira en bara Lékai og Balogh. „Lékai er stærstur og kannski Balogh en mér finnst vera góð blanda í þessu liði. Ungir og eldri saman. Í þeim leikjum sem ég hef séð þá hafa þeir verið að nota breiddina vel og rúllað á liðinu. Það á ekki að vera vesen hjá þeim. Þetta er heilsteypt lið sem spilar þétta 6-0 vörn og er með góða markmenn,“ sagði Snorri. Allir í leikmannahópi Ferencváros eru Ungverjar fyrir utan rétthentu skyttuna Jakub Mikita sem er Slóvaki. Þjálfari Ferencváros er handboltaáhugafólki að góðu kunnur, István Pásztor. Hann lék lengst af með Veszprém og á yfir tvö hundruð landsleiki fyrir Ungverjaland á ferilskránni. Varð manni að bana Árið 2010 varð Pásztor áttræðum manni að bana þegar hann keyrði á hann á mótorhjóli sínu. Hann fékk upphaflega átta mánaða fangelsisdóm og háa sekt en hann áfrýjaði og dómnum var snúið við. Honum var svo aftur breytt og Pásztor missti einnig bílprófið í fimm ár og þurfti að greiða allan dómskostnað. Pásztor var meðal annars í liði Veszprém sem tapaði fyrir Ólafi Stefánssyni, Alfreð Gíslasyni og félögum í Magdeburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2002. Pásztor varð tólf sinnum ungverskur meistari og var þrisvar valinn handknattleiksmaður ársins í Ungverjalandi. Í 7. sæti Ferencváros hefur farið nokkuð rólega af stað í ungversku úrvalsdeildinni í vetur. Liðið hefur unnið þrjá af fimm leikjum sínum og er í 7. sæti með sex stig, fjórum stigum frá toppnum. Valur hefur hins vegar unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deildinni og er á toppi hennar. „Við erum með gott lið líka og ég hef alveg trú á því að við getum náð í úrslit á morgun [í kvöld]. Við gerum okkur grein fyrir því að í allri þessari keppni þá þurfum við alltaf góðan leik til að gera eitthvað,“ sagði Snorri. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15. Evrópudeild karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þar vann liðið Steaua Búkarest frá Rúmeníu, 66-64 samanlagt. „Ég held að þeir séu bara dúndursterkir og ég átti samt alveg von á því þegar drátturinn kom að þetta væri sterkt lið. Þeir eru stórir, sterkir, þungir og eru með breidd,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær, er hann var spurður út í andstæðinga kvöldsins. Lið Ferencváros er mun sterkara en á síðasta tímabili og munar þar mestu um tvo ungverska landsliðsmenn sem það fékk í sumar. Annars vegar er það örvhenta skyttan Zsolt Balogh sem kom frá Tatabánya. Og hins vegar er það leikstjórnandinn Máté Lékai sem kom frá Veszprém. Vondar minningar frá síðasta Íslandsleik Hinn 34 ára Lékai hefur verið einn besti leikstjórnandi heims undanfarin áratug eða svo. Hann varð fjórum sinnum ungverskur meistari með Veszprém og lenti þrisvar sinnum í 2. sæti Meistaradeildar Evrópu. Lékai var líka í ungverska landsliðinu sem lenti í 4. sæti á Ólympíuleikunum í London og skoraði jöfnunarmarkið í leiknum sem má ekki fjalla um. Balogh og Lékai voru báðir í ungverska landsliðinu sem mætti því íslenska á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Ísland tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna Ungverjaland, 31-30, í lokaumferð riðlakeppninnar. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, tryggði Íslendingum sigurinn með því að verja frá Lékai í lokasókn Ungverjanna. „Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ sagði Björgvin í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Snorri segir að lið Ferencváros sé þó meira en bara Lékai og Balogh. „Lékai er stærstur og kannski Balogh en mér finnst vera góð blanda í þessu liði. Ungir og eldri saman. Í þeim leikjum sem ég hef séð þá hafa þeir verið að nota breiddina vel og rúllað á liðinu. Það á ekki að vera vesen hjá þeim. Þetta er heilsteypt lið sem spilar þétta 6-0 vörn og er með góða markmenn,“ sagði Snorri. Allir í leikmannahópi Ferencváros eru Ungverjar fyrir utan rétthentu skyttuna Jakub Mikita sem er Slóvaki. Þjálfari Ferencváros er handboltaáhugafólki að góðu kunnur, István Pásztor. Hann lék lengst af með Veszprém og á yfir tvö hundruð landsleiki fyrir Ungverjaland á ferilskránni. Varð manni að bana Árið 2010 varð Pásztor áttræðum manni að bana þegar hann keyrði á hann á mótorhjóli sínu. Hann fékk upphaflega átta mánaða fangelsisdóm og háa sekt en hann áfrýjaði og dómnum var snúið við. Honum var svo aftur breytt og Pásztor missti einnig bílprófið í fimm ár og þurfti að greiða allan dómskostnað. Pásztor var meðal annars í liði Veszprém sem tapaði fyrir Ólafi Stefánssyni, Alfreð Gíslasyni og félögum í Magdeburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2002. Pásztor varð tólf sinnum ungverskur meistari og var þrisvar valinn handknattleiksmaður ársins í Ungverjalandi. Í 7. sæti Ferencváros hefur farið nokkuð rólega af stað í ungversku úrvalsdeildinni í vetur. Liðið hefur unnið þrjá af fimm leikjum sínum og er í 7. sæti með sex stig, fjórum stigum frá toppnum. Valur hefur hins vegar unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deildinni og er á toppi hennar. „Við erum með gott lið líka og ég hef alveg trú á því að við getum náð í úrslit á morgun [í kvöld]. Við gerum okkur grein fyrir því að í allri þessari keppni þá þurfum við alltaf góðan leik til að gera eitthvað,“ sagði Snorri. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15.
Evrópudeild karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira