50 sjálfboðaliðar muni koma að hverjum leik í umfangsmiklu verkefni Valsara Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2022 22:31 Gísli Gunnlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Vals. Stöð 2 Sport Gísli Gunnlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, segir mikla vinnu hafa farið í undirbúning fyrir fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem fer fram annað kvöld. Valur mætir þá Ferencváros frá Ungverjalandi. „Það er mikil tilhlökkun og búið að vera mikið að gera, eins og þú sérð er salurinn að verða fínn. Það eru mörg handtök eftir en líka mörg búin,“ segir Gísli sem segir undirbúning hafa farið af stað fyrir um tveimur mánuðum síðan. „Það eru einhverjir tveir mánuðir síðan að við byrjuðum en meginþunginn hefur verið síðusta hálfa mánuðinn. Það eru 50 sjálfboðaliðar sem munu koma að hverjum leik,“ Gísli segir þá kröfurnar frá Handknattleikssambandi Evrópu vera töluvert strangari en þær sem Valsmenn eru vanir úr Áskorendabikar Evrópu, hvar þeir hafa keppt undanfarin ár. „Þetta er töluvert meira og dýrara dæmi en að fara eins og í Áskorandabikarinn, hérna þarftu bara að fara eftir ákveðnum reglum og þetta er flóknara,“ segir Gísli. Klippa: Gísli um undirbúning Valsmanna Kostnaður við þátttökuna ef því töluverður og umtalsvert meiri en í Áskorandabikar Evrópu. Það hefur sitt að segja að fimm leikir verða leiknir heima og heiman, í það minnsta, en Gísli segir strákana í liðinu hafa sinnt fjáröflun vel og þá koma fjölmargir kostendur að þátttöku Vals. Evrópuævintýrið hefst að Hlíðarenda annað kvöld og segir Gísli Valsara vera bjartsýna. „Eigum við ekki alltaf að vera það? Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] segir það, við trúum honum,“ segir Gísli. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá leiknum hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:15 annað kvöld. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Það er mikil tilhlökkun og búið að vera mikið að gera, eins og þú sérð er salurinn að verða fínn. Það eru mörg handtök eftir en líka mörg búin,“ segir Gísli sem segir undirbúning hafa farið af stað fyrir um tveimur mánuðum síðan. „Það eru einhverjir tveir mánuðir síðan að við byrjuðum en meginþunginn hefur verið síðusta hálfa mánuðinn. Það eru 50 sjálfboðaliðar sem munu koma að hverjum leik,“ Gísli segir þá kröfurnar frá Handknattleikssambandi Evrópu vera töluvert strangari en þær sem Valsmenn eru vanir úr Áskorendabikar Evrópu, hvar þeir hafa keppt undanfarin ár. „Þetta er töluvert meira og dýrara dæmi en að fara eins og í Áskorandabikarinn, hérna þarftu bara að fara eftir ákveðnum reglum og þetta er flóknara,“ segir Gísli. Klippa: Gísli um undirbúning Valsmanna Kostnaður við þátttökuna ef því töluverður og umtalsvert meiri en í Áskorandabikar Evrópu. Það hefur sitt að segja að fimm leikir verða leiknir heima og heiman, í það minnsta, en Gísli segir strákana í liðinu hafa sinnt fjáröflun vel og þá koma fjölmargir kostendur að þátttöku Vals. Evrópuævintýrið hefst að Hlíðarenda annað kvöld og segir Gísli Valsara vera bjartsýna. „Eigum við ekki alltaf að vera það? Snorri [Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals] segir það, við trúum honum,“ segir Gísli. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá leiknum hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:15 annað kvöld.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni