Karen Knúts um Theu Imani: Yfirburðarleikmaður í þessari deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 12:01 Thea Imani Sturludóttir í leik með Val á móti Fram. Vísir/Hulda Margrét Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær þar sem farið var yfir gang mála í fimmtu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Karen er lykilmaður í Fram og íslenska landsliðinu en hún er nú í barneignarleyfi fram á næsta sumar hið minnsta. Karen á von á barni um páskana. Thea Imani Sturludóttir átti stórleik í toppslag deildarinnar en hún skoraði sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar þegar Valur vann 25-23 sigur á Stjörnunni. Það sem meira er að Thea klikkaði bara á einu skoti og tapaði bara einum bolta. Karen þekkir Theu vel enda hefur hún margoft spilað á móti henni með Fram og auðvitað hafa þær einnig spilað saman í íslenska landsliðinu. Theu hornið komið til að vera Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar, bauð upp á Theu hornið enda að nóg að taka af tilþrifum frá Theu Imani. Klippa: Seinni bylgjan: Theu hornið „Hér er Theu hornið. Við hótuðum því í síðasta þætti og það lítur út fyrir að við verðum bara með Theu hornið í þessum þætti í vetur. Hún gefur ekkert eftir. Karen, hvernig leikmaður er þetta,“ spurði Svava Kristín. „Hún er yfirburðar besti alhliða leikmaðurinn finnst mér í þessari deild. Hún er með mikið meiri kraft geldur en við hinar. Hún er fljót á löppunum, getur fintað í báðar áttir,“ sagði Karen Knútsdóttir. Heldur með henni þótt hún sé í Val „Ég þekki hana líka með landsliðinu og hún er frábær karakter. Hún er alltaf hundrað prósent. Þetta er svona týpa sem er mjög pirrandi að maður heldur með henni þótt hún sé í Val,“ sagði Karen. „Þótt ég hafi verið að keppa á móti henni þá þykir manni svo vænt um hana. Hún er svo frábær karakter. Hún er alltaf jákvæð og gefur af sér,“ sagði Karen sem sagðist hafa áttað sig á því þegar hún horfði á leik Fram og Val hvað Thea skýtur fast. Betri í ár heldur en í fyrra „Þetta eru þvílíkar neglur hjá henni upp í samskeytin. Markmennirnir eru bara ekkert að ná þessu,“ spurði Svava Kristín. „Mér finnst hún betri í ár heldur en í fyrra. Það er betri holning á henni og hún er í betra standi. Skotin hennar eru miklu öflugri, hreyfingarnar kraftmeiri og það er betri ára yfir henni finnst mér,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Það má sjá alla umfjölluna um Theu hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Sjá meira
Karen er lykilmaður í Fram og íslenska landsliðinu en hún er nú í barneignarleyfi fram á næsta sumar hið minnsta. Karen á von á barni um páskana. Thea Imani Sturludóttir átti stórleik í toppslag deildarinnar en hún skoraði sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar þegar Valur vann 25-23 sigur á Stjörnunni. Það sem meira er að Thea klikkaði bara á einu skoti og tapaði bara einum bolta. Karen þekkir Theu vel enda hefur hún margoft spilað á móti henni með Fram og auðvitað hafa þær einnig spilað saman í íslenska landsliðinu. Theu hornið komið til að vera Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar, bauð upp á Theu hornið enda að nóg að taka af tilþrifum frá Theu Imani. Klippa: Seinni bylgjan: Theu hornið „Hér er Theu hornið. Við hótuðum því í síðasta þætti og það lítur út fyrir að við verðum bara með Theu hornið í þessum þætti í vetur. Hún gefur ekkert eftir. Karen, hvernig leikmaður er þetta,“ spurði Svava Kristín. „Hún er yfirburðar besti alhliða leikmaðurinn finnst mér í þessari deild. Hún er með mikið meiri kraft geldur en við hinar. Hún er fljót á löppunum, getur fintað í báðar áttir,“ sagði Karen Knútsdóttir. Heldur með henni þótt hún sé í Val „Ég þekki hana líka með landsliðinu og hún er frábær karakter. Hún er alltaf hundrað prósent. Þetta er svona týpa sem er mjög pirrandi að maður heldur með henni þótt hún sé í Val,“ sagði Karen. „Þótt ég hafi verið að keppa á móti henni þá þykir manni svo vænt um hana. Hún er svo frábær karakter. Hún er alltaf jákvæð og gefur af sér,“ sagði Karen sem sagðist hafa áttað sig á því þegar hún horfði á leik Fram og Val hvað Thea skýtur fast. Betri í ár heldur en í fyrra „Þetta eru þvílíkar neglur hjá henni upp í samskeytin. Markmennirnir eru bara ekkert að ná þessu,“ spurði Svava Kristín. „Mér finnst hún betri í ár heldur en í fyrra. Það er betri holning á henni og hún er í betra standi. Skotin hennar eru miklu öflugri, hreyfingarnar kraftmeiri og það er betri ára yfir henni finnst mér,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Það má sjá alla umfjölluna um Theu hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Sjá meira