Blikar geta fengið sér 40 þúsund króna meistarahringa Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 12:30 Leikmenn Breiðabiks féllust í faðma og fögnuðu Íslandsmeistaratitli fyrir tveimur vikum. Nú geta þeir og aðrir Blikar fengið sér sérhannaða meistarahringa. vísir/diego og skjáskot/Kópacabana Sérhannaðir meistarahringar eru nú í boði fyrir stuðningsmenn Breiðabliks eftir að liðið varð í annað sinn í sögunni Íslandsmeistari í fótbolta karla. Þó að Íslandsmótinu ljúki ekki fyrr en á laugardaginn eru tvær vikur liðnar síðan að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Blikar eru tíu stigum á undan næsta liði, KA, og voru einnig með gott forskot þegar hinum hefðbundnu 22 umferðum var lokið 17. september, áður en úrslitakeppnin tók við. Þeir Blikar sem vilja gera tímabilið enn eftirminnilegra geta núna fjárfest í sérstökum meistarahringum, fyrir 40.000 krónur, úr smiðju Jóhannesar Arnljóts Ottóssonar hjá NOX Gullsmíði. Hringarnir eru úr hreinu silfri en fyrir talsvert hærri upphæð er einnig mögulegt að fá sams konar hringa úr gulli. Slíkur hringur gæti kostað um 280.000 krónur en það fer eftir stærð. Kveðjuverk formannsins Jóhannes og Hilmar Jökull, formaður stuðningsmannasveitarinnar Kópacabana síðustu átta ár, unnu saman að hönnun hringanna. Á þeim er górillan sem var tákn stuðningsmannalagsins Eitt fyrir klúbbinn, úr smiðju Herra Hnetusmjörs, og áletrunin Kópacabana sem er vísun í plötu og lag annars rappara úr Kópavogi, BlazRoca. Á hliðum hringsins eru svo kyndlar líkt og í merki Breiðabliks. „Ég er sem sagt að hætta sem formaður Kópacabana eftir að hafa stýrt sveitinni síðustu 8 tímabil og þegar Jói Nox gullsmiður heyrði í mér fyrir nokkrum vikum með hugmyndina að hringunum þá var ég strax jákvæður fyrir henni,“ segir Hilmar Jökull í samtali við Vísi. „Það sem heillaði mig mest við þetta var auðvitað að þetta tímabil yrði að öllum líkindum litað af okkar fögnuði og þess vegna væri gaman að taka þátt í að gera eitthvað sem fólk gæti átt til minningar um tímabilið. Þannig að við Jói gullsmiður ákváðum að ræða betur saman og hanna þennan hring. Það má með sanni segja að þarna mætist gamla og nýja rappið í Kópavogi, ásamt stemningsmönnum og Breiðabliki,“ segir Hilmar Jökull. Áhugasömum er bent á auglýsinguna hér að neðan en pantanir fara fram hér. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Þó að Íslandsmótinu ljúki ekki fyrr en á laugardaginn eru tvær vikur liðnar síðan að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Blikar eru tíu stigum á undan næsta liði, KA, og voru einnig með gott forskot þegar hinum hefðbundnu 22 umferðum var lokið 17. september, áður en úrslitakeppnin tók við. Þeir Blikar sem vilja gera tímabilið enn eftirminnilegra geta núna fjárfest í sérstökum meistarahringum, fyrir 40.000 krónur, úr smiðju Jóhannesar Arnljóts Ottóssonar hjá NOX Gullsmíði. Hringarnir eru úr hreinu silfri en fyrir talsvert hærri upphæð er einnig mögulegt að fá sams konar hringa úr gulli. Slíkur hringur gæti kostað um 280.000 krónur en það fer eftir stærð. Kveðjuverk formannsins Jóhannes og Hilmar Jökull, formaður stuðningsmannasveitarinnar Kópacabana síðustu átta ár, unnu saman að hönnun hringanna. Á þeim er górillan sem var tákn stuðningsmannalagsins Eitt fyrir klúbbinn, úr smiðju Herra Hnetusmjörs, og áletrunin Kópacabana sem er vísun í plötu og lag annars rappara úr Kópavogi, BlazRoca. Á hliðum hringsins eru svo kyndlar líkt og í merki Breiðabliks. „Ég er sem sagt að hætta sem formaður Kópacabana eftir að hafa stýrt sveitinni síðustu 8 tímabil og þegar Jói Nox gullsmiður heyrði í mér fyrir nokkrum vikum með hugmyndina að hringunum þá var ég strax jákvæður fyrir henni,“ segir Hilmar Jökull í samtali við Vísi. „Það sem heillaði mig mest við þetta var auðvitað að þetta tímabil yrði að öllum líkindum litað af okkar fögnuði og þess vegna væri gaman að taka þátt í að gera eitthvað sem fólk gæti átt til minningar um tímabilið. Þannig að við Jói gullsmiður ákváðum að ræða betur saman og hanna þennan hring. Það má með sanni segja að þarna mætist gamla og nýja rappið í Kópavogi, ásamt stemningsmönnum og Breiðabliki,“ segir Hilmar Jökull. Áhugasömum er bent á auglýsinguna hér að neðan en pantanir fara fram hér.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira