„Vona að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 08:02 Á myndinni sést að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar á sama tíma, eitt augnablik gegn Haukum. Það er brot á reglum um fjölda erlenda leikmanna í meistaraflokki á Íslandi. Skjáskot/RÚV Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur. Tindastóll vann öruggan sigur á Haukum í bikarleik liðanna á Sauðárkróki á mánudag og væri að óbreyttu að fara að mæta Njarðvík í 16-liða úrslitum eftir viku. Í leiknum kom hins vegar upp atvik um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, þar sem að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum á sama tíma. Það gerðist þegar Adomas Drungilas skipti sér inn á fyrir Sigurð Gunnar Þorsteinsson. Bæði vítaskot Hilmars Smára Henningssonar fóru ofan í körfuna og því leið enginn tími af leikklukkunni áður en Tindastóll gat leiðrétt skiptinguna, í samræmi við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þar sem segir að hið minnsta tveir íslenskir leikmenn þurfi að vera inn á í hvoru liði hverju sinni. Leikur telst engu að síður í gangi þegar verið er að taka vítaskot. Stjórn KKÍ ákvað eftir fund sinn í hádeginu á fimmtudag að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar og má ætla að það taki í minnsta lagi 2-3 vikur að fá niðurstöðu í málið. Verði úrskurðurinn Tindastóli í óhag fá Haukar 20-0 sigur og farseðil í leikinn við Njarðvík í 16-liða úrslitum. Ljóst er að leik Njarðvíkinga verður frestað þar til að niðurstaða fæst um hverjir andstæðingar liðsins verða. Segist virða það við Hauka að hafa ekki kært Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, segir óskandi að aganefnd hafi svigrúm til þess að úrskurða „á þann eina veg sem vit er í“. Hann lýsir þó ekki yfir neinni óánægju með ákvörðun stjórnar KKÍ um að vísa málinu til aganefndar: „Við getum í sjálfu sér ekki gert neinar athugasemdir við hana en virðum það auðvitað við Haukana að þeir hafi ekki kært vegna þessara mistaka okkar sem voru gerð eftir að vallarklukka var stöðvuð og leiðrétt áður hún var sett í gang aftur.“ Viðurkenna brot en óvíst hvernig brugðist yrði við refsingu En hvernig ætla Sauðkrækingar að bregðast við? Viðurkenna þeir brot á reglum um körfuknattleiksmót? „Við viðurkennum brotið á þessu nýja ákvæði í reglunum. Brotið var reynt að leiðrétta strax þegar vítaskotin voru tekin, án árangurs, og það var síðan leiðrétt án þess að ein sekúnda liði af leiklukku. Svo er annað mál hvort þetta útlendingaákvæði standist reglur,“ segir Dagur. Tindastólsmenn gera sér því fulla grein fyrir því að mistökin séu þeirra, en ítreka að þau hafi engin áhrif haft á leikinn: „Við gerðum mistökin. Aganefnd verður hins vegar að meta samskiptin okkar við dómara þegar við reyndum að leiðrétta þau áður en leikur hæfist að nýju,“ segir Dagur. Dagur segir of snemmt að segja til um það hvernig Tindastólsmenn myndu bregðast við ef að aganefnd úrskurðaði Haukum 20-0 sigur. „Ég vona samt að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för,“ segir Dagur. VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Tindastóll vann öruggan sigur á Haukum í bikarleik liðanna á Sauðárkróki á mánudag og væri að óbreyttu að fara að mæta Njarðvík í 16-liða úrslitum eftir viku. Í leiknum kom hins vegar upp atvik um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, þar sem að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum á sama tíma. Það gerðist þegar Adomas Drungilas skipti sér inn á fyrir Sigurð Gunnar Þorsteinsson. Bæði vítaskot Hilmars Smára Henningssonar fóru ofan í körfuna og því leið enginn tími af leikklukkunni áður en Tindastóll gat leiðrétt skiptinguna, í samræmi við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þar sem segir að hið minnsta tveir íslenskir leikmenn þurfi að vera inn á í hvoru liði hverju sinni. Leikur telst engu að síður í gangi þegar verið er að taka vítaskot. Stjórn KKÍ ákvað eftir fund sinn í hádeginu á fimmtudag að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar og má ætla að það taki í minnsta lagi 2-3 vikur að fá niðurstöðu í málið. Verði úrskurðurinn Tindastóli í óhag fá Haukar 20-0 sigur og farseðil í leikinn við Njarðvík í 16-liða úrslitum. Ljóst er að leik Njarðvíkinga verður frestað þar til að niðurstaða fæst um hverjir andstæðingar liðsins verða. Segist virða það við Hauka að hafa ekki kært Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, segir óskandi að aganefnd hafi svigrúm til þess að úrskurða „á þann eina veg sem vit er í“. Hann lýsir þó ekki yfir neinni óánægju með ákvörðun stjórnar KKÍ um að vísa málinu til aganefndar: „Við getum í sjálfu sér ekki gert neinar athugasemdir við hana en virðum það auðvitað við Haukana að þeir hafi ekki kært vegna þessara mistaka okkar sem voru gerð eftir að vallarklukka var stöðvuð og leiðrétt áður hún var sett í gang aftur.“ Viðurkenna brot en óvíst hvernig brugðist yrði við refsingu En hvernig ætla Sauðkrækingar að bregðast við? Viðurkenna þeir brot á reglum um körfuknattleiksmót? „Við viðurkennum brotið á þessu nýja ákvæði í reglunum. Brotið var reynt að leiðrétta strax þegar vítaskotin voru tekin, án árangurs, og það var síðan leiðrétt án þess að ein sekúnda liði af leiklukku. Svo er annað mál hvort þetta útlendingaákvæði standist reglur,“ segir Dagur. Tindastólsmenn gera sér því fulla grein fyrir því að mistökin séu þeirra, en ítreka að þau hafi engin áhrif haft á leikinn: „Við gerðum mistökin. Aganefnd verður hins vegar að meta samskiptin okkar við dómara þegar við reyndum að leiðrétta þau áður en leikur hæfist að nýju,“ segir Dagur. Dagur segir of snemmt að segja til um það hvernig Tindastólsmenn myndu bregðast við ef að aganefnd úrskurðaði Haukum 20-0 sigur. „Ég vona samt að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för,“ segir Dagur.
VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins