Þórunn Sveinbjarnardóttir og Ömurlegir eðalkratar Birgir Dýrfjörð skrifar 23. október 2022 13:02 20.október s.l. var í Fréttablaðinu ógeðfelld grein eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur. Í niðurstöðu greinarinnar segir; „Það er ömurlegt að fylgjast með svokölluðum eðalkrötum leggja lykkju á leið sína til að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.“ Grein sinni lýkur Þórunn með dylgjum að hætti vábeiðu. Hún skrifar; „Ég vona bara að tilvonandi formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, fái að njóta sannmælis“ Mikið er þetta ósmekklegt og ógeðfellt. Þórunn lætur að því liggja að lýðræðis-jafnaðarmenn, sem hún kallar eðalkrata muni ekki láta Kristrúnu Frostadóttir njóta sannamælis sem formaður. 1958 þegar Hermann Jónassonmyndaði ríkisstjórnina, sem færði landhelgina út í 50 mílur, þá sat ég í 25 manna miðstjórn Alþýðuflokksins, og hef starfað í honum og Samfylkingunni alla tíð síðan. Ég er því oft kallaður eðalkrati, og ég biðst því undan ómaklegum dylgjum Þórunnar. Nú er spurt, af hverju lætur Þórunn í það skína að, „svokallaðir eðalkratar“ komi í veg fyrir ,að nýr formaður fá notið sannmælis í starfi. Af hverju gerir hún sig svona smáa frammi fyrir alþjóð? Ég tel mig vita svarið. Það er kunnugt að smár hollustu-hópur heldur því fram að aumur árangur Þórunnar Sveinbjarnardóttur í síðustu Alþingiskosningum sé, „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þeir hafi brugðist. Sú kenning stenst ekki. Til þess eru „eðal-kratarnir“ of fáir. Eftir skipan Þórunnar í efsta sæti þá lýstu margir því yfir, að þeir myndu skila auðu atkvæði á kjördegi. Auðir atkvæðaseðlar reyndust vera 1096. Það var Íslandsmet. Þessu til viðbótar varð flokkurinn að una 28% fylgistapi frá kosningum þar áður. Þær kosningar voru þó grátlega rýrar í kjörfylgi. Fylgishrunið var ekki „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þar var mest um að kenna, að lýðræðið var sniðgengið þegar efsta sæti listans var ákveðið. Venja lýðræðis-krata er, að flokksfólkið fái sjálft að ráða efstu sætum (með prófkjöri). Efsta sæti listans var troðið með handafli upp í flokksfólk. Því var meinað að koma að skipan þess. Stór hluti kjósenda neitaði að kyngja aðferðinni og skilaði auðu. Aðrir kusu annan flokk, því miður. Og það var ekki „eðalkrötum“ að kenna, heldur þeim, sem tóku sér það vald að raða einir á listann. Öll viljum við vera jafnaðarfólk, umburðarlynd og sanngjörn. Gæðaflokkun fólks eftir pólitískum uppruna, að hætti Þórunnar Sveinbjarnardóttur er því ekki bara ósmekkleg. Hún er ógáfuleg og leiðir til sundrungar í flokknum. Höfundur er Lýðræðis-jafnaðarmaður (sósíal-demokrati). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Birgir Dýrfjörð Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
20.október s.l. var í Fréttablaðinu ógeðfelld grein eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur. Í niðurstöðu greinarinnar segir; „Það er ömurlegt að fylgjast með svokölluðum eðalkrötum leggja lykkju á leið sína til að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.“ Grein sinni lýkur Þórunn með dylgjum að hætti vábeiðu. Hún skrifar; „Ég vona bara að tilvonandi formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, fái að njóta sannmælis“ Mikið er þetta ósmekklegt og ógeðfellt. Þórunn lætur að því liggja að lýðræðis-jafnaðarmenn, sem hún kallar eðalkrata muni ekki láta Kristrúnu Frostadóttir njóta sannamælis sem formaður. 1958 þegar Hermann Jónassonmyndaði ríkisstjórnina, sem færði landhelgina út í 50 mílur, þá sat ég í 25 manna miðstjórn Alþýðuflokksins, og hef starfað í honum og Samfylkingunni alla tíð síðan. Ég er því oft kallaður eðalkrati, og ég biðst því undan ómaklegum dylgjum Þórunnar. Nú er spurt, af hverju lætur Þórunn í það skína að, „svokallaðir eðalkratar“ komi í veg fyrir ,að nýr formaður fá notið sannmælis í starfi. Af hverju gerir hún sig svona smáa frammi fyrir alþjóð? Ég tel mig vita svarið. Það er kunnugt að smár hollustu-hópur heldur því fram að aumur árangur Þórunnar Sveinbjarnardóttur í síðustu Alþingiskosningum sé, „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þeir hafi brugðist. Sú kenning stenst ekki. Til þess eru „eðal-kratarnir“ of fáir. Eftir skipan Þórunnar í efsta sæti þá lýstu margir því yfir, að þeir myndu skila auðu atkvæði á kjördegi. Auðir atkvæðaseðlar reyndust vera 1096. Það var Íslandsmet. Þessu til viðbótar varð flokkurinn að una 28% fylgistapi frá kosningum þar áður. Þær kosningar voru þó grátlega rýrar í kjörfylgi. Fylgishrunið var ekki „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þar var mest um að kenna, að lýðræðið var sniðgengið þegar efsta sæti listans var ákveðið. Venja lýðræðis-krata er, að flokksfólkið fái sjálft að ráða efstu sætum (með prófkjöri). Efsta sæti listans var troðið með handafli upp í flokksfólk. Því var meinað að koma að skipan þess. Stór hluti kjósenda neitaði að kyngja aðferðinni og skilaði auðu. Aðrir kusu annan flokk, því miður. Og það var ekki „eðalkrötum“ að kenna, heldur þeim, sem tóku sér það vald að raða einir á listann. Öll viljum við vera jafnaðarfólk, umburðarlynd og sanngjörn. Gæðaflokkun fólks eftir pólitískum uppruna, að hætti Þórunnar Sveinbjarnardóttur er því ekki bara ósmekkleg. Hún er ógáfuleg og leiðir til sundrungar í flokknum. Höfundur er Lýðræðis-jafnaðarmaður (sósíal-demokrati).
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun