„Ekki hægt að vera úti í garði því þig langar bara að æla yfir lyktinni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. október 2022 20:18 Jökull Bergmann segir lyktina, þegar hún sé sem verst, þess eðlis að ekki sé hægt að opna glugga í grennd við fiskiþurrkunarstöð Samherja á Dalvík. Vísir/samsett Þegar hún er sem verst er lyktinni frá fiskþurrkun Samherja á Dalvík lýst þannig að ekki sé hægt að opna glugga fyrir fiskifýlu. Ekki sé um hefðbundna peningalykt að ræða heldur lykt þar sem ætla mætti að fiskurinn sé úldinn. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir bæjarbúa virðist það ekki í áætlunum Samherja að gera neitt í málinu. „Þú verður að athuga það að ég vann sjálfur við að þrífa beinagrindur af dauðum dýrum, þannig ég er öllu vanur þegar það kemur að vondri lykt,“ segir Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður sem er búsettur á Dalvík. Hann hefur ítrekað kvartað yfir lyktinni. Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður.vísir „Þetta er aðallega bara hvimleitt og lítið sem hefur gerst í því og lítið gengið að eiga við Samherja eða Heilbrigðiseftirlitið,“ segir Jökull í samtali við fréttastofu. Í byrjun októbermánaðar samþykkti Byggðarráð Dalvíkurbyggðar að taka saman drög að svarbréfi við kvörtun sem barst vegna ólyktarinnar. Verður það unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Eins og að geyma fisk undir sófa Þá lá næst við að spyrja hvort um óþarfa væl sé að ræða, er ekki bara um hefðbundna fiskilykt að ræða í sjávarþorpi? „Þetta er ekki svona peningalykt eins og hún er kölluð, þar sem bræðslur eru og annað slíkt,“ svarar Jökull. „Þetta er í rauninni bara úldin fiskifýla, eins og þú myndir drepa fisk og geyma hann undir sófanum heima hjá þér í hálfan mánuð. Þannig getur þú ímyndað þér lyktina.“ Lyktin sé þó misslæm eftir því hversu ferskur fiskurinn er. „En það kemur reglulega upp að það sé algjörlega ólíft. Ekki hægt að hengja föt upp á snúru. Á sumrin er ekki hægt að vera úti í garði og grilla því þig langar bara að æla yfir lyktinni,“ segir Jökull. Samherji ríki í ríkinu Jökull segir fátt um svör hjá Samherja þegar kvartað hefur verið yfir lyktinni. Öllum hans erindum, á ýmsa starfsmenn, hefur ekki verið svarað. „Þú veist hvernig þetta er með Samherja, þetta er ríki í ríkinu.“ Hann segir marga bæjarbúa þó ekki kvarta mikið enda sé um helmingur íbúa sem hafi sitt lífsviðurværi af sjávarútvegsrisanum. Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. „Manni finnst þetta vera svo mikill óþarfi, það er aðallega það sem fer í taugarnar á manni. Vitandi það að þetta fyrirtæki hefur algjörlega bolmagn til að flytja þessa starfsemi eitthvert þar sem þetta truflar engan. Þó það kosti eitthvað þá er alveg nóg til.“ Slík aðgerð myndi leysa öll þessi vandamál, segir Jökull, en ítrekar að erfitt reynist oft að eiga í samskiptum við stórfyrirtækið. „Maður fær það alveg á tilfinninguna með Samherja að ef það er ekki þeirra hugmynd eða algjörlega á þeirra forsendum, þá sé ekki séns að hluturinn sé gerður. Smá svona bully-stemning, en það getur bara verið ímyndunarveiki. Ætli þetta sé ekki bara svo lítið mál í þeirra huga að þeir séu ekkert að spá í þetta. Þeir hafa eflaust þarfari hnöppum að hneppa.“ Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þú verður að athuga það að ég vann sjálfur við að þrífa beinagrindur af dauðum dýrum, þannig ég er öllu vanur þegar það kemur að vondri lykt,“ segir Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður sem er búsettur á Dalvík. Hann hefur ítrekað kvartað yfir lyktinni. Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður.vísir „Þetta er aðallega bara hvimleitt og lítið sem hefur gerst í því og lítið gengið að eiga við Samherja eða Heilbrigðiseftirlitið,“ segir Jökull í samtali við fréttastofu. Í byrjun októbermánaðar samþykkti Byggðarráð Dalvíkurbyggðar að taka saman drög að svarbréfi við kvörtun sem barst vegna ólyktarinnar. Verður það unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Eins og að geyma fisk undir sófa Þá lá næst við að spyrja hvort um óþarfa væl sé að ræða, er ekki bara um hefðbundna fiskilykt að ræða í sjávarþorpi? „Þetta er ekki svona peningalykt eins og hún er kölluð, þar sem bræðslur eru og annað slíkt,“ svarar Jökull. „Þetta er í rauninni bara úldin fiskifýla, eins og þú myndir drepa fisk og geyma hann undir sófanum heima hjá þér í hálfan mánuð. Þannig getur þú ímyndað þér lyktina.“ Lyktin sé þó misslæm eftir því hversu ferskur fiskurinn er. „En það kemur reglulega upp að það sé algjörlega ólíft. Ekki hægt að hengja föt upp á snúru. Á sumrin er ekki hægt að vera úti í garði og grilla því þig langar bara að æla yfir lyktinni,“ segir Jökull. Samherji ríki í ríkinu Jökull segir fátt um svör hjá Samherja þegar kvartað hefur verið yfir lyktinni. Öllum hans erindum, á ýmsa starfsmenn, hefur ekki verið svarað. „Þú veist hvernig þetta er með Samherja, þetta er ríki í ríkinu.“ Hann segir marga bæjarbúa þó ekki kvarta mikið enda sé um helmingur íbúa sem hafi sitt lífsviðurværi af sjávarútvegsrisanum. Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. „Manni finnst þetta vera svo mikill óþarfi, það er aðallega það sem fer í taugarnar á manni. Vitandi það að þetta fyrirtæki hefur algjörlega bolmagn til að flytja þessa starfsemi eitthvert þar sem þetta truflar engan. Þó það kosti eitthvað þá er alveg nóg til.“ Slík aðgerð myndi leysa öll þessi vandamál, segir Jökull, en ítrekar að erfitt reynist oft að eiga í samskiptum við stórfyrirtækið. „Maður fær það alveg á tilfinninguna með Samherja að ef það er ekki þeirra hugmynd eða algjörlega á þeirra forsendum, þá sé ekki séns að hluturinn sé gerður. Smá svona bully-stemning, en það getur bara verið ímyndunarveiki. Ætli þetta sé ekki bara svo lítið mál í þeirra huga að þeir séu ekkert að spá í þetta. Þeir hafa eflaust þarfari hnöppum að hneppa.“
Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira