Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 18:14 Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30. Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að réttindi þeirra sem fá synjun um alþjóðlega vernd falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og margt fleira. Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúnginshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að enginn eigi að þurfa að ganga í gegnum það sem Ísabella Von, fórnarlamb hrottalegs eineltis í Hraunvallaskóla, hefur gengið í gegnum. Katrín hefur rætt það við mennta- og menningarmálaráðherra hvernig styðja megi betur við sveitarfélög og skóla til þess að sinna þessum málum betur. Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra. Þjóðernispopúlistinn Giorgia Meloni er orðinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hún myndaði formlega ríkisstjórn síðdegis í dag ásamt félögum sínum af hægri væng, Silvio Berlusconi og Matteo Salvini. Ríkisstjórnarmyndunin á sér stað í skugga mikils hitamáls sem skekið hefur ítölsk stjórnmál síðustu daga, sem hófst þegar upptöku af samtölum Berlusconi var lekið. Þar lofaði Berlusconi í hástert góðvin sinn Vladimír Pútín Rússlandsforseta og greindi frá því að Pútín hefði sent honum tuttugu vodkaflöskur í afmælisgjöf í september. Bæði Berlusconi og Salvini hafa, þrátt fyrir að vera sagðir hallir undir Rússa, ítrekað að þeir fylgi stefnu stjórnarinnar um að styðja Úkraínu í stríðinu. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og margt fleira. Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúnginshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að enginn eigi að þurfa að ganga í gegnum það sem Ísabella Von, fórnarlamb hrottalegs eineltis í Hraunvallaskóla, hefur gengið í gegnum. Katrín hefur rætt það við mennta- og menningarmálaráðherra hvernig styðja megi betur við sveitarfélög og skóla til þess að sinna þessum málum betur. Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra. Þjóðernispopúlistinn Giorgia Meloni er orðinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hún myndaði formlega ríkisstjórn síðdegis í dag ásamt félögum sínum af hægri væng, Silvio Berlusconi og Matteo Salvini. Ríkisstjórnarmyndunin á sér stað í skugga mikils hitamáls sem skekið hefur ítölsk stjórnmál síðustu daga, sem hófst þegar upptöku af samtölum Berlusconi var lekið. Þar lofaði Berlusconi í hástert góðvin sinn Vladimír Pútín Rússlandsforseta og greindi frá því að Pútín hefði sent honum tuttugu vodkaflöskur í afmælisgjöf í september. Bæði Berlusconi og Salvini hafa, þrátt fyrir að vera sagðir hallir undir Rússa, ítrekað að þeir fylgi stefnu stjórnarinnar um að styðja Úkraínu í stríðinu.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira