Ráðherrar maki krókinn í gegnum dagpeningakerfið Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2022 10:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Björn Leví Gunnarsson sem telur einsýnt að dagpeningakerfið sé misnotað af ráðherrum. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir blasa við að ráðherrar landsins eru að fá ofgreidda dagpeninga. Almenningur tvígreiði til að mynda ferðir ráðherra til og frá flugvelli. „Eina niðurstaðan miðað við fyrirliggjandi gögn er að verið sé að ofgreiða ráðherrum í gegnum dagpeninga – hvort ráðherrar greiði tekjuskatt af þeirri greiðslu er óljóst,“ segir Björn Leví. Björn Leví lagði fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem snýr að greiðslu dagpeninga til ráðherra. Hann leggur út af svörum á Facebook-síðu sinni. Reglur um dagpeninga vegna ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna fela í sér atriði sem Björn Leví telur stinga í stúf: „Ferðakostnað að og frá flugvöllum“. Engin dæmi um endurgreiðslu dagpeninga Björn Leví vitnar í nýfengin svör við fyrirspurn sinni um það í hversu mörgum tilfellum ráðherra hins til þess að gera nýstofnaða ráðuneytis, stofnað 1. febrúar 2022, hafi verið ekið á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins? Svörin eru þau að ekki hafi komið til endurgreiðslu á dagpeningum. Björn Leví vitnar til sérstakra reglna fyrir ráðherra vegna ferðakostnaðar í embættisferðum: „Fæðis- og gistikostnaður er greiddur af hlutaðeigandi ráðuneyti fyrir ráðherra vegna ferðalaga sem tengjast störfum hans sem ráðherra vegna ferða hérlendis og erlendis. Um ferðakostnað og önnur útgjöld, frádrátt og tryggingar, gilda ákvæði reglna fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins.“ Tvígreitt fyrir ferðir ráðherra Björn Leví segir þetta þýða að ráðherra fái greidda dagpeninga fyrir ferðakostnað að og frá flugvöllum. „Ráðherra fær einnig skutl í ráðherrabíl til og frá flugvöllum. Sá kostnaður er ekki greiddur af dagpeningum ráðherra heldur af ráðuneytinu. Við erum sem sagt að tvíborga fyrir þessa ferð.“ Björn Leví segir dagpeninga virka þannig að þá eigi að nota til að borga fyrir máltíð. Ef ráðherra fái gefins máltíð beri að endurgreiða þann hluta dagpeninga. Annars beri að reikna þá sem hlunnindi og greiða tekjuskatt af þeim. „Svar ráðherra: Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum“. Fram kemur í svari Áslaugar Örnu að ráðherra hafi farið í þrjár utanlandsferðir tengdar starfinu. Dagpeningagreiðslur vegna þeirra nemi 543 þúsund krónum fyrir hótelgistingu, fæði og annan kostnað. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
„Eina niðurstaðan miðað við fyrirliggjandi gögn er að verið sé að ofgreiða ráðherrum í gegnum dagpeninga – hvort ráðherrar greiði tekjuskatt af þeirri greiðslu er óljóst,“ segir Björn Leví. Björn Leví lagði fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem snýr að greiðslu dagpeninga til ráðherra. Hann leggur út af svörum á Facebook-síðu sinni. Reglur um dagpeninga vegna ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna fela í sér atriði sem Björn Leví telur stinga í stúf: „Ferðakostnað að og frá flugvöllum“. Engin dæmi um endurgreiðslu dagpeninga Björn Leví vitnar í nýfengin svör við fyrirspurn sinni um það í hversu mörgum tilfellum ráðherra hins til þess að gera nýstofnaða ráðuneytis, stofnað 1. febrúar 2022, hafi verið ekið á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins? Svörin eru þau að ekki hafi komið til endurgreiðslu á dagpeningum. Björn Leví vitnar til sérstakra reglna fyrir ráðherra vegna ferðakostnaðar í embættisferðum: „Fæðis- og gistikostnaður er greiddur af hlutaðeigandi ráðuneyti fyrir ráðherra vegna ferðalaga sem tengjast störfum hans sem ráðherra vegna ferða hérlendis og erlendis. Um ferðakostnað og önnur útgjöld, frádrátt og tryggingar, gilda ákvæði reglna fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins.“ Tvígreitt fyrir ferðir ráðherra Björn Leví segir þetta þýða að ráðherra fái greidda dagpeninga fyrir ferðakostnað að og frá flugvöllum. „Ráðherra fær einnig skutl í ráðherrabíl til og frá flugvöllum. Sá kostnaður er ekki greiddur af dagpeningum ráðherra heldur af ráðuneytinu. Við erum sem sagt að tvíborga fyrir þessa ferð.“ Björn Leví segir dagpeninga virka þannig að þá eigi að nota til að borga fyrir máltíð. Ef ráðherra fái gefins máltíð beri að endurgreiða þann hluta dagpeninga. Annars beri að reikna þá sem hlunnindi og greiða tekjuskatt af þeim. „Svar ráðherra: Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum“. Fram kemur í svari Áslaugar Örnu að ráðherra hafi farið í þrjár utanlandsferðir tengdar starfinu. Dagpeningagreiðslur vegna þeirra nemi 543 þúsund krónum fyrir hótelgistingu, fæði og annan kostnað.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira