Kílómetrahá flóðbylgja við áreksturinn sem grandaði risaeðlunum Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2022 21:00 Loftsteinninn sem grandaði risaeðlunum hefur verið kenndur við Chicxulub í Mexíkó. Vísindamennirnir gáfu sér að hann hefði verið rúmlega fjórtán kílómetrar að þvermáli og eðlismassi hans hafi verið meira en 2,6 tonn á rúmmetra. Vísir/Getty Ógurleg flóðbylgja, hátt í tveggja kílómetra há, fylgdi í kjölfar áreksturs loftsteins við jörðina sem grandaði risaeðlunum fyrir tugum milljóna ára. Ný hermun tölvulíkans bendir til þess að flóðbylgjan hafi náð yfir alla jörðina. Talið er að tími risaeðlanna hafi að mestu liðið undir lok þegar meira en fjórtán kílómetra breiður loftsteinn skall á því sem er nú er hafsbotninn rétt norðan við Yucatán-skaga í Mexíkó fyrir um 66 milljónum ára. Auk þess þurrkaðist um þrír fjórði hluti alls dýra- og plöntulífs út við hamfarirnar. Áreksturinn þeytti gríðarlegu magni ryks og bergs sem gufaði upp í einu vetfangi upp í andrúmsloftið og stormar af völdum brennandi ofurheitra elda kunna að hafa geisað um alla jörð. Rykið, bergagnirnar og sótið frá eldunum skyggðu á sólarljós lengi á eftir og olli kólnun loftslagsins. Höfin súrnuðu þegar brennisteinsríku rykið olli súru regni. Lengi hefur verið vitað að áreksturinn olli flóðbylgjum sem gengu á land um alla jörð en ný rannsókn sem byggði meðal annars á keyrslu tölvulíkans sýnir fram á hversu tröllauknar þær voru. Bylgjan sem myndaðist við áreksturinn sjálfan er þannig talin hafa verið meira en 1,6 kílómetra há. Til samanburðar stendur Eyjafjallajökull rúmlega 1.600 metra yfir sjávarmáli. „Þetta var hnattræn flóðbylgja. Allur heimurinn sá hana,“ segir Molly Range, einn höfunda rannsóknarinnar frá Michigan-háskóla, við Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu AGU Advances. Um 30.000 sinnum öflugri en flóðbylgjan á Súmötru Upphaflega árekstursbylgjan var þó aðeins byrjunin. Um tíu mínútum eftir áreksturinn þegar gígur hafði myndast og allt stærra brakið sem þeyttist upp í andrúmsloftið var fallið niður aftur fór flóðbylgja af stað á hraða sem er sambærilegur við farþegaþotu. Range segir að þegar bylgjan skall á austurströnd Norður-Ameríku og norðurströnd Afríku hafi öldurnar verið að minnsta kosti átta metra háar. Á þessum tíma var ekki land á milli Norður- og Suður-Ameríku þannig að flóðbylgjan barst óhindrað í gegnum Kyrrahafið. Til að setja stærðargráðu flóðbylgjunnar í samhengi grípur Range til samanburðar við þá sem varð fleiri en 200.000 manns að bana eftir jarðskjálfta upp á 9,2 undan vesturströnd norðanveðrar Súmötru árið 2004. Krafturinn sem leyndist í flóðbylgjunni eftir loftsteinsárekturinn var um það bil 30.000 sinnum meiri. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni studdust einnig við jarðfræðirannsóknir um leið og kraft flóðbylgjunnar. Fundu þeir meðal annars merki um að hún hafi verið nógu kröftug til þess að raska verulega setlögum á hásléttum á hafsbotninum og við strandlengjur á fleiri en hundrað stöðum. Þær rannsóknir styðja hermun tölvulíkananna. Ýmsum spurning um áhrif flóðbylgjunnar er enn ósvarað, til dæmis um hversu mikil flóð á landi urðu. Til þess að leggja mat á það þurfa vísindamenn að hafa betri þekkingu á landslagi hafbotnsins og dýpt hafsins á jörðinni á þessum tíma fyrir tugum milljóna ára. Vísindi Risaeðlur Geimurinn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Leifarnar sem fundust í miðvesturhluta Bandaríkjanna eru taldar sýna atburðarásina nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni fyrir um 66 milljónum ára. 30. mars 2019 11:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Talið er að tími risaeðlanna hafi að mestu liðið undir lok þegar meira en fjórtán kílómetra breiður loftsteinn skall á því sem er nú er hafsbotninn rétt norðan við Yucatán-skaga í Mexíkó fyrir um 66 milljónum ára. Auk þess þurrkaðist um þrír fjórði hluti alls dýra- og plöntulífs út við hamfarirnar. Áreksturinn þeytti gríðarlegu magni ryks og bergs sem gufaði upp í einu vetfangi upp í andrúmsloftið og stormar af völdum brennandi ofurheitra elda kunna að hafa geisað um alla jörð. Rykið, bergagnirnar og sótið frá eldunum skyggðu á sólarljós lengi á eftir og olli kólnun loftslagsins. Höfin súrnuðu þegar brennisteinsríku rykið olli súru regni. Lengi hefur verið vitað að áreksturinn olli flóðbylgjum sem gengu á land um alla jörð en ný rannsókn sem byggði meðal annars á keyrslu tölvulíkans sýnir fram á hversu tröllauknar þær voru. Bylgjan sem myndaðist við áreksturinn sjálfan er þannig talin hafa verið meira en 1,6 kílómetra há. Til samanburðar stendur Eyjafjallajökull rúmlega 1.600 metra yfir sjávarmáli. „Þetta var hnattræn flóðbylgja. Allur heimurinn sá hana,“ segir Molly Range, einn höfunda rannsóknarinnar frá Michigan-háskóla, við Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu AGU Advances. Um 30.000 sinnum öflugri en flóðbylgjan á Súmötru Upphaflega árekstursbylgjan var þó aðeins byrjunin. Um tíu mínútum eftir áreksturinn þegar gígur hafði myndast og allt stærra brakið sem þeyttist upp í andrúmsloftið var fallið niður aftur fór flóðbylgja af stað á hraða sem er sambærilegur við farþegaþotu. Range segir að þegar bylgjan skall á austurströnd Norður-Ameríku og norðurströnd Afríku hafi öldurnar verið að minnsta kosti átta metra háar. Á þessum tíma var ekki land á milli Norður- og Suður-Ameríku þannig að flóðbylgjan barst óhindrað í gegnum Kyrrahafið. Til að setja stærðargráðu flóðbylgjunnar í samhengi grípur Range til samanburðar við þá sem varð fleiri en 200.000 manns að bana eftir jarðskjálfta upp á 9,2 undan vesturströnd norðanveðrar Súmötru árið 2004. Krafturinn sem leyndist í flóðbylgjunni eftir loftsteinsárekturinn var um það bil 30.000 sinnum meiri. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni studdust einnig við jarðfræðirannsóknir um leið og kraft flóðbylgjunnar. Fundu þeir meðal annars merki um að hún hafi verið nógu kröftug til þess að raska verulega setlögum á hásléttum á hafsbotninum og við strandlengjur á fleiri en hundrað stöðum. Þær rannsóknir styðja hermun tölvulíkananna. Ýmsum spurning um áhrif flóðbylgjunnar er enn ósvarað, til dæmis um hversu mikil flóð á landi urðu. Til þess að leggja mat á það þurfa vísindamenn að hafa betri þekkingu á landslagi hafbotnsins og dýpt hafsins á jörðinni á þessum tíma fyrir tugum milljóna ára.
Vísindi Risaeðlur Geimurinn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Leifarnar sem fundust í miðvesturhluta Bandaríkjanna eru taldar sýna atburðarásina nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni fyrir um 66 milljónum ára. 30. mars 2019 11:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Leifarnar sem fundust í miðvesturhluta Bandaríkjanna eru taldar sýna atburðarásina nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni fyrir um 66 milljónum ára. 30. mars 2019 11:34