Lærdómur i hversdagsleikanum Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar 20. október 2022 10:31 Nokkrum dögum fyrir afmælisdag sonar míns kíkti maðurinn minn á veðurspána. Spáð var góðu veðri á afmælisdaginn svo við drifum okkur í að senda út boð í grillveislu sem halda átti á fallegu útisvæði í Kópavogi. Á afmælisdaginn settist ég svo undir stýri, feðgarnir voru í góðum fíling, voru að spjalla, enda mikið tilhlökkunarefni að eiga afmæli. Ég var hins vegar frekar utan við mig. Ég setti í bakkgír og steig varlega á bensíngjöfina. Heyrði bílinn öskra á mig „bíb bíb bíb“ en náði ekki að stoppa í tæka tíð og bakkaði á bíl nágranna míns. Viðbragðið mitt var að hugsa: „Bíddu, bíb hljóðið kom svo seint í bílnum að ég náði ekki að stoppa“. Með þessari hugsun var ég að afsala mér ábyrgð. Ég ákvað þó að spyrja feðgana hvort bíb hljóðið hefði komið seint eða hvort þetta hefðu verið sein viðbrögð hjá mér. Þeir svöruðu báðir að ég hefði verið sein að bregðast við. Viðbragð mannsins míns var rólegt: „Þetta getur alltaf komið fyrir“. Viðbragð sonar míns var að verja mig: „Þessi bíll átti ekki að vera þarna . . . hann er svo stór . . . mamma þetta er allt í lagi þetta var ekki þér að kenna“. Þarna var sonur minn að verja mig og vildi koma ábyrgðinni af mér. Ég náði að svara honum rólega: „Veistu, þetta var mér að kenna og það er allt í lagi“. Ég sýndi honum skilning og þakkaði fyrir að hann hafi viljað vernda mig. Sagði honum að þetta voru mín mistök og að ég tæki ábyrgðina. Í framhaldi hringdum við þau símtöl sem við þurftum og héldum svo áfram för okkar í afmælisveisluna. Áþessari stundu tókst mér að grípa kennslustund í hversdagsleikanum. Kennslustundin var mikilvægi þess að taka ábyrgð, þakka fyrir stuðninginn og vera fyrirmynd í því sem við getum. Ég gat ekki breytt því að ég keyrði á en ég gat verið fyrirmynd í því hvernig ég tókst á við það. Þar sem ég hef komið því í vana að skoða tilfinningaviðbrögð mín við aðstæðum, þá varð það til þess að ég náði að bregðast meðvitað við og gat nýtt þessa reynslu sem kennslustund. Þegar ég gaf mér svo tíma til að ígrunda viðbrögð mín og feðganna þá áttaði ég mig betur á því hversu svipuð varnarviðbrögð áttu sér stað hjá okkur mæðginunum. Tekst mér það alltaf? Alls ekki. En með því að skoða samskipti okkar og viðbrögð okkar við þeim aukum við skilning okkar á sjálfum okkur og þeirri sögu sem við komum með í uppeldishlutverkið. Það hjálpar okkur síðan að eiga fleiri augnablik þar sem við náum að grípa okkur í hversdagsleikanum og læra af reynslunni. Hver eru varnarviðbrögð þín og hvað getur þú gert til að vera meðvitaðri um þau? Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Nokkrum dögum fyrir afmælisdag sonar míns kíkti maðurinn minn á veðurspána. Spáð var góðu veðri á afmælisdaginn svo við drifum okkur í að senda út boð í grillveislu sem halda átti á fallegu útisvæði í Kópavogi. Á afmælisdaginn settist ég svo undir stýri, feðgarnir voru í góðum fíling, voru að spjalla, enda mikið tilhlökkunarefni að eiga afmæli. Ég var hins vegar frekar utan við mig. Ég setti í bakkgír og steig varlega á bensíngjöfina. Heyrði bílinn öskra á mig „bíb bíb bíb“ en náði ekki að stoppa í tæka tíð og bakkaði á bíl nágranna míns. Viðbragðið mitt var að hugsa: „Bíddu, bíb hljóðið kom svo seint í bílnum að ég náði ekki að stoppa“. Með þessari hugsun var ég að afsala mér ábyrgð. Ég ákvað þó að spyrja feðgana hvort bíb hljóðið hefði komið seint eða hvort þetta hefðu verið sein viðbrögð hjá mér. Þeir svöruðu báðir að ég hefði verið sein að bregðast við. Viðbragð mannsins míns var rólegt: „Þetta getur alltaf komið fyrir“. Viðbragð sonar míns var að verja mig: „Þessi bíll átti ekki að vera þarna . . . hann er svo stór . . . mamma þetta er allt í lagi þetta var ekki þér að kenna“. Þarna var sonur minn að verja mig og vildi koma ábyrgðinni af mér. Ég náði að svara honum rólega: „Veistu, þetta var mér að kenna og það er allt í lagi“. Ég sýndi honum skilning og þakkaði fyrir að hann hafi viljað vernda mig. Sagði honum að þetta voru mín mistök og að ég tæki ábyrgðina. Í framhaldi hringdum við þau símtöl sem við þurftum og héldum svo áfram för okkar í afmælisveisluna. Áþessari stundu tókst mér að grípa kennslustund í hversdagsleikanum. Kennslustundin var mikilvægi þess að taka ábyrgð, þakka fyrir stuðninginn og vera fyrirmynd í því sem við getum. Ég gat ekki breytt því að ég keyrði á en ég gat verið fyrirmynd í því hvernig ég tókst á við það. Þar sem ég hef komið því í vana að skoða tilfinningaviðbrögð mín við aðstæðum, þá varð það til þess að ég náði að bregðast meðvitað við og gat nýtt þessa reynslu sem kennslustund. Þegar ég gaf mér svo tíma til að ígrunda viðbrögð mín og feðganna þá áttaði ég mig betur á því hversu svipuð varnarviðbrögð áttu sér stað hjá okkur mæðginunum. Tekst mér það alltaf? Alls ekki. En með því að skoða samskipti okkar og viðbrögð okkar við þeim aukum við skilning okkar á sjálfum okkur og þeirri sögu sem við komum með í uppeldishlutverkið. Það hjálpar okkur síðan að eiga fleiri augnablik þar sem við náum að grípa okkur í hversdagsleikanum og læra af reynslunni. Hver eru varnarviðbrögð þín og hvað getur þú gert til að vera meðvitaðri um þau? Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun