Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2022 11:29 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segist telja óliklegt að mennirnir verði ákærðir fyrir annað en vopnalagabrot. Vísir Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. Landsréttur staðfesti í fyrradag úrskurð héraðsdóms um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur en þeir voru handteknir fyrir fjórum vikum. Mennirnir eru grunaðir um vopnalagabrot, fyrir að hafa framleitt skotvopn með þrívíddarprentara, og fyrir að hafa rætt sín á milli í gegn um netskilaboð að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Meðal þeirra sem mennirnir eru sagðir hafa rætt um að myrða eru Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hafi þegar gengist við vopnalagabroti „Eftir samtöl við minn umbjóðanda sýnist mér að það hafi verið farið fullgeyst af stað í þessu máli með blaðamannafundum og öðru slíku og efnisatriði málsins sýnist mér vera þannig að þarna er um að ræða vopnalagabrot,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannanna. Umbjóðandi hans hafi gengist við vopnalagabroti en mennirnir hafi ekki verið farnir að grípa til raunverulegra undirbúningsaðgerða. Aðeins sé til staðar spjall þeirra á milli. „Og misheppnað grín hjá þessum tveimur drengjum. En að um sé að ræða skipulag hryðjuverka á opinni spjallrás, það stenst engan vegin,“ segir Sveinn Andri. Píratar séu sjóræningjar „Minn umbjóðandi er meinleysisgrey og og gerir ekki flugu mein og eins langt frá því að vera efni í hryðjuverkamann og hugsast getur. Hann hefur engan áhuga á stjórnmálum, heldur að Píratar séu sjóræningjar en ekki stjórnmálaflokkur og svo framvegis.“ Inntur að því hvort hann telji það verða meginefni fyrir dómstólum hvort spjall mannanna hafi verið grín eða ekki segir Sveinn að hann sé almennt óviss að mennirnir verði ákærðir fyrir hryðjuverk. „Ég er ekki viss að það nái svo langt að þeir verði ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Ég efast að málið nái svo langt. Mín tilfinning er sú að þeir endi á að verða ákærðir fyrir vopnalagabrot og þeir muni játa þau.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40 Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45 Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Landsréttur staðfesti í fyrradag úrskurð héraðsdóms um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur en þeir voru handteknir fyrir fjórum vikum. Mennirnir eru grunaðir um vopnalagabrot, fyrir að hafa framleitt skotvopn með þrívíddarprentara, og fyrir að hafa rætt sín á milli í gegn um netskilaboð að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Meðal þeirra sem mennirnir eru sagðir hafa rætt um að myrða eru Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hafi þegar gengist við vopnalagabroti „Eftir samtöl við minn umbjóðanda sýnist mér að það hafi verið farið fullgeyst af stað í þessu máli með blaðamannafundum og öðru slíku og efnisatriði málsins sýnist mér vera þannig að þarna er um að ræða vopnalagabrot,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannanna. Umbjóðandi hans hafi gengist við vopnalagabroti en mennirnir hafi ekki verið farnir að grípa til raunverulegra undirbúningsaðgerða. Aðeins sé til staðar spjall þeirra á milli. „Og misheppnað grín hjá þessum tveimur drengjum. En að um sé að ræða skipulag hryðjuverka á opinni spjallrás, það stenst engan vegin,“ segir Sveinn Andri. Píratar séu sjóræningjar „Minn umbjóðandi er meinleysisgrey og og gerir ekki flugu mein og eins langt frá því að vera efni í hryðjuverkamann og hugsast getur. Hann hefur engan áhuga á stjórnmálum, heldur að Píratar séu sjóræningjar en ekki stjórnmálaflokkur og svo framvegis.“ Inntur að því hvort hann telji það verða meginefni fyrir dómstólum hvort spjall mannanna hafi verið grín eða ekki segir Sveinn að hann sé almennt óviss að mennirnir verði ákærðir fyrir hryðjuverk. „Ég er ekki viss að það nái svo langt að þeir verði ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Ég efast að málið nái svo langt. Mín tilfinning er sú að þeir endi á að verða ákærðir fyrir vopnalagabrot og þeir muni játa þau.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40 Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45 Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18. október 2022 23:40
Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18. október 2022 17:45
Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18. október 2022 15:43
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent