Stöð 2 Sport
Klukkan 17.10 hefst Subway Körfuboltakvöld kvenna í beinni útsendingu.
Strax í kjölfarið, eða klukkan 18.05, tekur Þór frá Þorlákshöfn á móti Hetti frá Egilsstöðum í Subway-deild karla.
Viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í Subway-deild karla hefst klukkan 20.05 þar sem Jón Axel Guðmundsson leikur sinn fyrsta leik eftir endurkomuna til Grindavíkur.
Tilþrifin gera svo upp báða leiki kvöldsins í Subway-deild karla klukkan 22.00.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 19.15 tekur FH á móti Haukum í Olís-deild karla.
Stöð 2 Sport 5
Mallorca Golf Open á DP World Tour er á dagskrá klukkan 11.30.
Útsending af The CJ Cup á PGA Tour hefst klukkan 19.00.
Klukkan 03:00 eftir miðnætti er BMW Ladies Championship af LPGA Tour í beinni útsendingu.
Stöð 2 eSport
Upphitun 2. dags á BLAST Premier í CS:GO hefst klukkan 14.00
Klukkan 14.30 er svo viðureign BIG og Sangal á BLAST Premier.
Heroic mætir ECSTATIC á sama móti klukkan 17.30.
MIBR og Team oNe mætast í lokaleik dagsins á BLAST Premier klukkan 20.30.