Tveir bleikjustofnar taldir bestir til að þróa áfram sem eldisfisk Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2022 22:52 Einar Svavarsson er stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum. Sigurjón Ólason Eftir áratugarannsóknir á bleikjustofnum Íslands hefur kynbótastöðin á Hólum komist að þeirri niðurstöðu að tveir stofnar teljist bestir til fiskeldis. Annar kemur úr vatni á Norðurlandi en hinn úr vatnasvæði á Suðurlandi. Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Við háskólann þar, áður bændaskólann, hefur undanfarna þrjá áratugi verið unnið að kynbótum á bleikju. Markmiðið er að þróa stofn sem sameinar það að vera hagkvæmur í eldi og bragðgóður matfiskur fyrir neytendur. „Við erum búnir að ná verulegum árangri í vaxtarhraða. Það er sennilega um það bil búið að tvöfalda vaxtarhraða bleikjunnar á þessum árum,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum. Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason „Þetta byggir allt saman á því að Ísland er mjög auðugt af bleikju. Það eru ábyggilega um þúsund villtir bleikjustofnar á landinu. Þetta er auðlind sem við getum gengið í og náð í besta efniviðinn til að þróa svo áfram sem eldisfisk,“ segir stöðvarstjórinn. Auk þess að kynbæta stofninn framleiðir stöðin bleikjuhrogn til að skila árangrinum áfram. Þannig selur kynbótastöðin um 900 lítra af hrognum á ári til eldisstöðvanna í landinu. „Það er verið að framleiða um sex þúsund tonn á ári af bleikju. Það byggir á þessum kynbætta eldisstofni,“ segir Einar. Bleikja í eldiskeri.Einar Árnason En hvaða kemur þá besta bleikjan? „Sko, við eigum ábyggilega langt í land með að finna besta náttúrulega stofninn til eldis. Þeir eru svo margir að það eru ekki tök á því að bera það allt saman saman,“ svarar Einar. Menn hafi í upphafi byrjað með fimmtán bleikjustofna. Síðan hafi bestu sjö stofnarnir af þeim verið notaðir. Tveir þeirra þyki núna bera af. „Í þessum samanburði, þá komu tveir stofnar mjög vel út. Það var Ölvesvatnsstofn á Skaga hér í Skagafirði. Og hins vegar Grenlækjarstofn á Suðurlandi. Þessir stofnar, já, þeir stóðu svolítið upp úr.“ Bleikjustofnar úr Ölvesvatni og Grenlæk þykja standa upp úr við kynbætur á eldisbleikju.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt þessir tveir myndi kjarnann er öðrum stofnum jafnframt blandað inn. „Þessir stofnar eru allir búnir að blandast saman inn í kynbótaverkefninu og við köllum þetta svona kynbótastofninn,“ segir stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar á Hólum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað verður um Hóla í Hjaltadal í þættinum Um land allt næstkomandi mánudag. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Fiskeldi Skagafjörður Háskólar Vísindi Stangveiði Matvælaframleiðsla Matur Um land allt Landbúnaður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Við háskólann þar, áður bændaskólann, hefur undanfarna þrjá áratugi verið unnið að kynbótum á bleikju. Markmiðið er að þróa stofn sem sameinar það að vera hagkvæmur í eldi og bragðgóður matfiskur fyrir neytendur. „Við erum búnir að ná verulegum árangri í vaxtarhraða. Það er sennilega um það bil búið að tvöfalda vaxtarhraða bleikjunnar á þessum árum,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum. Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason „Þetta byggir allt saman á því að Ísland er mjög auðugt af bleikju. Það eru ábyggilega um þúsund villtir bleikjustofnar á landinu. Þetta er auðlind sem við getum gengið í og náð í besta efniviðinn til að þróa svo áfram sem eldisfisk,“ segir stöðvarstjórinn. Auk þess að kynbæta stofninn framleiðir stöðin bleikjuhrogn til að skila árangrinum áfram. Þannig selur kynbótastöðin um 900 lítra af hrognum á ári til eldisstöðvanna í landinu. „Það er verið að framleiða um sex þúsund tonn á ári af bleikju. Það byggir á þessum kynbætta eldisstofni,“ segir Einar. Bleikja í eldiskeri.Einar Árnason En hvaða kemur þá besta bleikjan? „Sko, við eigum ábyggilega langt í land með að finna besta náttúrulega stofninn til eldis. Þeir eru svo margir að það eru ekki tök á því að bera það allt saman saman,“ svarar Einar. Menn hafi í upphafi byrjað með fimmtán bleikjustofna. Síðan hafi bestu sjö stofnarnir af þeim verið notaðir. Tveir þeirra þyki núna bera af. „Í þessum samanburði, þá komu tveir stofnar mjög vel út. Það var Ölvesvatnsstofn á Skaga hér í Skagafirði. Og hins vegar Grenlækjarstofn á Suðurlandi. Þessir stofnar, já, þeir stóðu svolítið upp úr.“ Bleikjustofnar úr Ölvesvatni og Grenlæk þykja standa upp úr við kynbætur á eldisbleikju.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt þessir tveir myndi kjarnann er öðrum stofnum jafnframt blandað inn. „Þessir stofnar eru allir búnir að blandast saman inn í kynbótaverkefninu og við köllum þetta svona kynbótastofninn,“ segir stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar á Hólum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað verður um Hóla í Hjaltadal í þættinum Um land allt næstkomandi mánudag. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Fiskeldi Skagafjörður Háskólar Vísindi Stangveiði Matvælaframleiðsla Matur Um land allt Landbúnaður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13
Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11
Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent