Vildi skipuleggja flug í frí en fékk bara miða í aðra áttina: „Þetta var algjört áfall“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 10:01 Jesper Juelsgård hefur leikið nánast alla leiki Vals á tímabilinu, frá upphafi til enda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård segir að sér hafi verið illa brugðið þegar hann fékk að vita það fyrir rúmri viku að hann yrði ekki áfram leikmaður knattspyrnuliðs Vals. Börn hans þrjú hafi verið komin inn í íslenska skólakerfið og hann reiknað með að búa áfram á Íslandi. Jesper fékk tíðindin fyrir rúmri viku, þegar hann hafði fengið fund til að ákveða dagsetningar fyrir flug heim til Danmerkur í frí eftir leiktíðina. „Áður en að við komumst í að ræða það var pappírunum fleygt á borðið og mér sagt að komið væri að leiðarlokum. Ég gæti skipulagt flug til Danmerkur en ekki til baka. Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu,“ segir Jesper í samtali við Vísi. Jesper gekk í raðir Vals í febrúar og skrifaði undir samning sem gilti út leiktíðina 2023. Valur nýtti hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum. Því er ljóst að þessi reynslumikli varnarmaður, sem á að baki tvo A-landsleiki fyrir Danmörku, yfirgefur félagið í lok leiktíðar en tvær umferðir eru enn eftir af Bestu deildinni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég mjög undrandi á þessu. Þetta var algjört áfall. Ég veit að það er ýmislegt að gerast og nýr þjálfari að mæta, en ég tel mig persónulega hafa átt mjög gott tímabil, þar sem ég spilaði nánast hverja mínútu, í mismunandi stöðum,“ segir Jesper sem spilað hefur undir stjórn Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar á leiktíðinni, nánast hvern einasta leik frá upphafi til enda. Jesper Juelsgård fagnar laglegu marki sínu gegn Víkingi fyrr í þessum mánuði.vísir/vilhelm Ekkert rætt við þriðja þjálfarann Valur er aðeins í 5. sæti Bestu deildarinnar og fyrir nokkru orðið ljóst að liðið nær ekki Evrópusæti, annað árið í röð. Arnar Grétarsson tekur við liðinu eftir tímabilið en Jesper segir nýja þjálfarann ekkert hafa rætt við sig. „Auðvitað er tímabilið sjálft ekki búið að vera nógu gott hjá liðinu, en mér finnst ég hafa sjálfur átt gott tímabil og þetta [að samningnum skyldi rift] kom mér því mjög á óvart.“ Börnin byrjuð í skóla Eins og fyrr segir hafði Jesper komið sér vel fyrir á Íslandi með sinni fjölskyldu en nú lítur út fyrir að þau haldi til Danmerkur. Ekki nema að íslenskt félag hafi samband á allra næstu dögum, með nægilega freistandi tilboð. „Það tók sinn tíma að koma sér fyrir á Íslandi en börnin eru byrjuð í leikskóla og grunnskóla og kunna vel við sig. Við vorum ekki með annað í huga en að vera hér áfram svo að þessi niðurstaða er sjokk. Við þurfum núna að ganga frá mörgum hlutum til að geta flutt heim til Danmerkur í lok október, ef þetta fer þannig. Ef að það hefur eitthvað félag samband [í dag] þá væri það bara frábært. Ég hef verið að skoða stöðuna með umboðsmanni mínum en eins og staðan er núna þá erum við bara að fara að byrja að pakka,“ segir Jesper sem er einn af nokkrum leikmönnum sem Valur hefur ákveðið að kveðja eftir tímabilið. Besta deildin framar væntingum Jesper á að baki yfir 100 leiki fyrir AGF í Danmörku og hefur einnig spilað með Midtjylland, Skive, Bröndby og Evian í Frakklandi. Hann segir styrkleika Bestu deildarinnar á Íslandi hafa verið meiri en hann reiknaði með: „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast þegar ég kom en getustigið hérna er nokkuð hátt. Mér finnst Valsliðið vera mjög gott, þó að við höfum ekki náð því sem við ætluðum okkur, en það hafa verið stórir og flottir leikir hérna og liðin virðast öll geta unnið hvert annað. Þetta fór fram úr mínum væntingum.“ Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Jesper fékk tíðindin fyrir rúmri viku, þegar hann hafði fengið fund til að ákveða dagsetningar fyrir flug heim til Danmerkur í frí eftir leiktíðina. „Áður en að við komumst í að ræða það var pappírunum fleygt á borðið og mér sagt að komið væri að leiðarlokum. Ég gæti skipulagt flug til Danmerkur en ekki til baka. Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu,“ segir Jesper í samtali við Vísi. Jesper gekk í raðir Vals í febrúar og skrifaði undir samning sem gilti út leiktíðina 2023. Valur nýtti hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum. Því er ljóst að þessi reynslumikli varnarmaður, sem á að baki tvo A-landsleiki fyrir Danmörku, yfirgefur félagið í lok leiktíðar en tvær umferðir eru enn eftir af Bestu deildinni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég mjög undrandi á þessu. Þetta var algjört áfall. Ég veit að það er ýmislegt að gerast og nýr þjálfari að mæta, en ég tel mig persónulega hafa átt mjög gott tímabil, þar sem ég spilaði nánast hverja mínútu, í mismunandi stöðum,“ segir Jesper sem spilað hefur undir stjórn Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar á leiktíðinni, nánast hvern einasta leik frá upphafi til enda. Jesper Juelsgård fagnar laglegu marki sínu gegn Víkingi fyrr í þessum mánuði.vísir/vilhelm Ekkert rætt við þriðja þjálfarann Valur er aðeins í 5. sæti Bestu deildarinnar og fyrir nokkru orðið ljóst að liðið nær ekki Evrópusæti, annað árið í röð. Arnar Grétarsson tekur við liðinu eftir tímabilið en Jesper segir nýja þjálfarann ekkert hafa rætt við sig. „Auðvitað er tímabilið sjálft ekki búið að vera nógu gott hjá liðinu, en mér finnst ég hafa sjálfur átt gott tímabil og þetta [að samningnum skyldi rift] kom mér því mjög á óvart.“ Börnin byrjuð í skóla Eins og fyrr segir hafði Jesper komið sér vel fyrir á Íslandi með sinni fjölskyldu en nú lítur út fyrir að þau haldi til Danmerkur. Ekki nema að íslenskt félag hafi samband á allra næstu dögum, með nægilega freistandi tilboð. „Það tók sinn tíma að koma sér fyrir á Íslandi en börnin eru byrjuð í leikskóla og grunnskóla og kunna vel við sig. Við vorum ekki með annað í huga en að vera hér áfram svo að þessi niðurstaða er sjokk. Við þurfum núna að ganga frá mörgum hlutum til að geta flutt heim til Danmerkur í lok október, ef þetta fer þannig. Ef að það hefur eitthvað félag samband [í dag] þá væri það bara frábært. Ég hef verið að skoða stöðuna með umboðsmanni mínum en eins og staðan er núna þá erum við bara að fara að byrja að pakka,“ segir Jesper sem er einn af nokkrum leikmönnum sem Valur hefur ákveðið að kveðja eftir tímabilið. Besta deildin framar væntingum Jesper á að baki yfir 100 leiki fyrir AGF í Danmörku og hefur einnig spilað með Midtjylland, Skive, Bröndby og Evian í Frakklandi. Hann segir styrkleika Bestu deildarinnar á Íslandi hafa verið meiri en hann reiknaði með: „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast þegar ég kom en getustigið hérna er nokkuð hátt. Mér finnst Valsliðið vera mjög gott, þó að við höfum ekki náð því sem við ætluðum okkur, en það hafa verið stórir og flottir leikir hérna og liðin virðast öll geta unnið hvert annað. Þetta fór fram úr mínum væntingum.“
Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira