Losun frá tveimur jörðum sögð jafnast á við 800 bíla Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 09:23 Í votum mýrum safnast upp lífrænt efni sökum þess að gróðurleifar rotna ekki vegna skorts á súrefni. Þegar votlendi er ræst fram með skurðum og vatn hverfur frá, hefst niðurbrot eða rotnun þessa lífræna efnis þegar örverur nýta sér orkuna úr því og við það losnar koldíoxíð út í andrúmsloftið. Votlendissjóður Votlendi sem var endurheimt á tveimur jörðum á vestanverðu landinu í haust er sagt hafa stöðvað losun á um 1.600 tonnum af koltvísýringi á ári. Það jafnast á við losun frá 800 fólksbílum árlega. Í tilkynningu frá Votlendissjóði, sem vinnur að því að endurheimta votlendi sem hefur verið ræst fram, kemur fram að áttatíu hektarar votlendis hafi verið endurheimtir á jörðunum Berserkseyri við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi og Móbergi á Rauðasandi á Vestfjörðum í haust. Sú fyrrnefnda er um þrjátíu hektarar en sú síðarnefnda um fimmtíu. Sjóðurinn segist nú bíða samþykkis sveitarstjórna í Flóahrepp og Árborg fyrir endurheimtarverkefnum þar. Í vor var greint frá því að framkvæmdaleyfi hefði fengist fyrir endurheimt á landi Brekku á Ingjaldssandi á Vestfjörðum. Gagnrýndi sjóðurinn þá hversu langur afgreiðslutími á slíkum leyfum væri. Umsóknir fyrir Brekku og Berserkseyri voru báðar sendar inn síðsumars 2021. Framræst votlendi er talið stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þegar mýrarjarðvegur kemst í snertingu við loft þegar votlendi er þurrkað upp byrjar hann að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Þegar vatni er aftur hleypt á votlendi stöðvast niðurbrotið tiltölulega hratt því súrefni er ekki lengur til staðar fyrir örverur sem brjóta jarðveginn niður. Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Í tilkynningu frá Votlendissjóði, sem vinnur að því að endurheimta votlendi sem hefur verið ræst fram, kemur fram að áttatíu hektarar votlendis hafi verið endurheimtir á jörðunum Berserkseyri við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi og Móbergi á Rauðasandi á Vestfjörðum í haust. Sú fyrrnefnda er um þrjátíu hektarar en sú síðarnefnda um fimmtíu. Sjóðurinn segist nú bíða samþykkis sveitarstjórna í Flóahrepp og Árborg fyrir endurheimtarverkefnum þar. Í vor var greint frá því að framkvæmdaleyfi hefði fengist fyrir endurheimt á landi Brekku á Ingjaldssandi á Vestfjörðum. Gagnrýndi sjóðurinn þá hversu langur afgreiðslutími á slíkum leyfum væri. Umsóknir fyrir Brekku og Berserkseyri voru báðar sendar inn síðsumars 2021. Framræst votlendi er talið stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þegar mýrarjarðvegur kemst í snertingu við loft þegar votlendi er þurrkað upp byrjar hann að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Þegar vatni er aftur hleypt á votlendi stöðvast niðurbrotið tiltölulega hratt því súrefni er ekki lengur til staðar fyrir örverur sem brjóta jarðveginn niður.
Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent