Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2022 21:01 Díana og Guðbjörg en hún er elsti núlifandi Sunnlendingurinn, 103 ára gömul. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina á sjúkrahúsinu á Selfossi. Heimilið er byggt í hring og var engu sparað við byggingu þess en ríkið og sveitarfélögin á svæðinu kosta bygginguna. Fyrstu íbúarnir eru ný fluttir inn en fimm tólf manna deildir verða á heimilinu og munu íbúar flytja inn á þær smátt og smátt næstu vikurnar. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tók tappa úr kampavínsflösku og skálað við tvo af fyrstu heimilismönnunum, sem fluttu inn í Móberg. „Heyrðu, nú erum við bara að skála fyrir þessu dásamlega húsi, sem við erum komin inn í. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að skála þá er það í dag,“ segir Díana kampakát. „Það eru búnar að vera miklar tafir hérna í framkvæmdum og loksins er rekstrarleyfið er komið í hús og fólkið er að streyma hérna inn. Hérna ætlum við að búa, sem heimilisfólk og hafa það gott, hérna verður alltaf fjör og stemming, ekki spurning,“ bætir Díana við. Nýja heimilið, sem er byggt í hring er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvert herbergi er 25 fermetrar á stærð með öllum þægindum, enda er heimilisfólkið í skýjunum með nýju vistaverur sínar. „Þetta eru bara svítur, ekkert annað, þetta er alveg meiriháttar. Hér á eftir að fara vel um mig, hér er ég komin á góðan stað, mjög góðan,“ segir Gestur Sigfús Halldórsson, íbúi á Móbergi, alsæll með aðstöðuna sína. Ölver Bjarnason er líka nýr íbúi á Móbergi. „Ég er á svítu, ekki spurning“, segir Ölver. Gestur (t.h.) og Ölver eru mjög sælir og glaðir að vera komnir á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjörg Eiríksdóttir frá Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er elsti núlifandi íbúi Suðurlands, 103 ára. Hún er flutt inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Mér líst bara vel á mig, það þýðir ekkert annað. Ég er nú orðin óttalega gömul. Þetta er mjög fallegt heimili, ég taldi að ég kæmist aldrei alla leið hingað en það hafðist og þetta er fínasta heimili. En þetta er svolítið skrítið að vera að lifa svona lengi,“ segir Guðbjörg. Árborg Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina á sjúkrahúsinu á Selfossi. Heimilið er byggt í hring og var engu sparað við byggingu þess en ríkið og sveitarfélögin á svæðinu kosta bygginguna. Fyrstu íbúarnir eru ný fluttir inn en fimm tólf manna deildir verða á heimilinu og munu íbúar flytja inn á þær smátt og smátt næstu vikurnar. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tók tappa úr kampavínsflösku og skálað við tvo af fyrstu heimilismönnunum, sem fluttu inn í Móberg. „Heyrðu, nú erum við bara að skála fyrir þessu dásamlega húsi, sem við erum komin inn í. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að skála þá er það í dag,“ segir Díana kampakát. „Það eru búnar að vera miklar tafir hérna í framkvæmdum og loksins er rekstrarleyfið er komið í hús og fólkið er að streyma hérna inn. Hérna ætlum við að búa, sem heimilisfólk og hafa það gott, hérna verður alltaf fjör og stemming, ekki spurning,“ bætir Díana við. Nýja heimilið, sem er byggt í hring er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvert herbergi er 25 fermetrar á stærð með öllum þægindum, enda er heimilisfólkið í skýjunum með nýju vistaverur sínar. „Þetta eru bara svítur, ekkert annað, þetta er alveg meiriháttar. Hér á eftir að fara vel um mig, hér er ég komin á góðan stað, mjög góðan,“ segir Gestur Sigfús Halldórsson, íbúi á Móbergi, alsæll með aðstöðuna sína. Ölver Bjarnason er líka nýr íbúi á Móbergi. „Ég er á svítu, ekki spurning“, segir Ölver. Gestur (t.h.) og Ölver eru mjög sælir og glaðir að vera komnir á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjörg Eiríksdóttir frá Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er elsti núlifandi íbúi Suðurlands, 103 ára. Hún er flutt inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Mér líst bara vel á mig, það þýðir ekkert annað. Ég er nú orðin óttalega gömul. Þetta er mjög fallegt heimili, ég taldi að ég kæmist aldrei alla leið hingað en það hafðist og þetta er fínasta heimili. En þetta er svolítið skrítið að vera að lifa svona lengi,“ segir Guðbjörg.
Árborg Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent