Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 23:00 Ofurhlauparinn Mari Järsk. Vísir „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. „Frekar lítið, við komum heim milli tvö og þrjú (á aðfaranótt mánudags) og svo er búinn að vera gestagangur í allan dag,“ sagði ofurhlauparinn aðspurð hvort hún hefði sofið eitthvað síðan keppni lauk. Ósátt með hlaupið þrátt fyrir magnaðan árangur „Þetta hlaup byrjaði hræðilega hjá mér, var hræðilegt alveg frá byrjun til enda. Ég var svolítið svona, var eiginlega bara fegin að ég var ekki fyrsta manneskjan til að detta út. Mér leið bara illa allt hlaupið.“ „Það gerðist eitthvað, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Ég gerði fullt af mistökum, til dæmis fór ég af stað fyrstu hringina of hratt fyrir mig og því sem ég er vön að gera. Eftir 50 kílómetra gat ég eiginlega ekki stigið í hælinn þannig að þá mætti sjúkraþjálfarinn minn og bjargaði lífi mínu.“ „Ég var ekki ég sjálf í þessu hlaupi því ég var hálf lasin, mér leið ekki vel allt hlaupið.“ Mari Järsk vakti mikla athygli fyrir mót þegar hún opinberaði að eftir hvern hring í bakgarðshlaupum sem þessum þá fær hún sér eina sígarettu. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnalæknir, birti færslu á Facebook þar sem hann er sannfærður um að ef Mari myndi hætta að reykja yrði hún á heimsmælikvarða. „Ég er það nú þegar, hann veit kannski bara ekki af því,“ sagði Mari og bætti svo við að hún væri ekki viss um að það myndi hjálpa henni að hætta að reykja þar sem hún hefur lengi stundað reykingar og er ekki á þeim buxunum að hætta. „Það tekur langan tíma að ná upp ónæmiskerfinu án þess. Ég er ekki sammála honum. Ég reykti alls ekki mikið, reykti ekki einu sinni heilan pakka. Það er ekki mikið fyrir Mari,“ sagði Mari um sjálfa sig og hló. „Ég gerði mitt allra besta og ég náði ekki að klára [síðasta] hringinn, sem ég vissi ekki því úrið hefur stoppað þegar ég datt. Ég taldi mig hafa tvær mínútur til að ná að klára þegar það voru svona 200 metrar eftir. Þá hefur úrið stoppað þegar ég datt,“ sagði Mari um að hafa ekki unnið mótið. „Það er engin eftirsjá, ekkert. Er aðallega tilfinningadofin. Eins og í vor þegar ég kláraði, var svo meyr. Þegar ég kom heim í morgun leið mér eins og ég hafi gert ekkert.“ Stefnir enn á HM „Ef ég geri vel í Þýskalandi í maí á næsta ári þá get ég enn komist inn á HM sem er í október eftir ár. Það er náttúrulega draumurinn. Ætla bara að einbeita mér að byrja upp á nýtt og ná 50 hringjum þar. Ef ég næ því er ég komin í keppnina sem mig langar í.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
„Frekar lítið, við komum heim milli tvö og þrjú (á aðfaranótt mánudags) og svo er búinn að vera gestagangur í allan dag,“ sagði ofurhlauparinn aðspurð hvort hún hefði sofið eitthvað síðan keppni lauk. Ósátt með hlaupið þrátt fyrir magnaðan árangur „Þetta hlaup byrjaði hræðilega hjá mér, var hræðilegt alveg frá byrjun til enda. Ég var svolítið svona, var eiginlega bara fegin að ég var ekki fyrsta manneskjan til að detta út. Mér leið bara illa allt hlaupið.“ „Það gerðist eitthvað, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Ég gerði fullt af mistökum, til dæmis fór ég af stað fyrstu hringina of hratt fyrir mig og því sem ég er vön að gera. Eftir 50 kílómetra gat ég eiginlega ekki stigið í hælinn þannig að þá mætti sjúkraþjálfarinn minn og bjargaði lífi mínu.“ „Ég var ekki ég sjálf í þessu hlaupi því ég var hálf lasin, mér leið ekki vel allt hlaupið.“ Mari Järsk vakti mikla athygli fyrir mót þegar hún opinberaði að eftir hvern hring í bakgarðshlaupum sem þessum þá fær hún sér eina sígarettu. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnalæknir, birti færslu á Facebook þar sem hann er sannfærður um að ef Mari myndi hætta að reykja yrði hún á heimsmælikvarða. „Ég er það nú þegar, hann veit kannski bara ekki af því,“ sagði Mari og bætti svo við að hún væri ekki viss um að það myndi hjálpa henni að hætta að reykja þar sem hún hefur lengi stundað reykingar og er ekki á þeim buxunum að hætta. „Það tekur langan tíma að ná upp ónæmiskerfinu án þess. Ég er ekki sammála honum. Ég reykti alls ekki mikið, reykti ekki einu sinni heilan pakka. Það er ekki mikið fyrir Mari,“ sagði Mari um sjálfa sig og hló. „Ég gerði mitt allra besta og ég náði ekki að klára [síðasta] hringinn, sem ég vissi ekki því úrið hefur stoppað þegar ég datt. Ég taldi mig hafa tvær mínútur til að ná að klára þegar það voru svona 200 metrar eftir. Þá hefur úrið stoppað þegar ég datt,“ sagði Mari um að hafa ekki unnið mótið. „Það er engin eftirsjá, ekkert. Er aðallega tilfinningadofin. Eins og í vor þegar ég kláraði, var svo meyr. Þegar ég kom heim í morgun leið mér eins og ég hafi gert ekkert.“ Stefnir enn á HM „Ef ég geri vel í Þýskalandi í maí á næsta ári þá get ég enn komist inn á HM sem er í október eftir ár. Það er náttúrulega draumurinn. Ætla bara að einbeita mér að byrja upp á nýtt og ná 50 hringjum þar. Ef ég næ því er ég komin í keppnina sem mig langar í.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn