Skoðun

Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt

Tryggvi Magnússon skrifar

Enn rennur upp þessi dagur og ekki að undra fátækt er til bæði í okkar landi og öðrum. Mér finnst að við verðum hvert og eitt það sem í okkar valdi stendur til minnka og eyða fátækt. Ég er ekki hagfræðingur en sýnist þó að ef bætur og lægstu launyrði hækkað myndu þeir peningar koma mjög fljótt í veltu. Líklegt er að fólk myndi líka þurfa að hafa minni áhyggjur að framfærslu frá degi til dags og liði líka betur í sálinni. Afkomukvíði er orð sem stundum er notað manneskja sem á bágt með að ná endum saman þetta er vond tilfinning. Eins er talið að veikindi geti beinlíns orðið til vegna fátæktar það kostar pening sem gæti máske sparast. Börnin okkarsum hver líða fyrir fátækt er það ásættanlegt?

Fátækt meiðir

Það velur væntanlega engin að búa við fátækt. Áhrifin geta verið mjög alvarleg andlega líkamlega og félagslega fólk upplifir allskonar vondar tilfynningar sem meiða. Væri ekki gott að koma í veg fyrir það.

Eru til lausnir?

Mín skoðun er sú að í okkar samfélagi sé þetta vel að laga fátæktina. Þetta er spurning um nýja hugsum og viðhorf þeirra sem á spilunum halda. Veita þarf öllum þegnum landsins sömu tækifæri hvað fjárhagslega afkomu varðar. Svo er það hvers og eins að ákveða hvernig úr er spilað.

Eigum við ekki að taka höndum saman og lagfæra ástandið?

Enn og aftur fólk velur ekki fátækt það er samfélag okkar sem ber mikla ábyrgð.

Höfundur er stjórnarmaður í EAPN.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×