Enski boltinn

Greenwood í gæslu­varð­haldi fram að réttar­höldum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mason Greenwood í leik með Manchester United.
Mason Greenwood í leik með Manchester United. Laurence Griffiths/Getty Images

Mason Greenwood, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, verður í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum í máli hans en þau fara fram þann 21. nóvember næstkomandi.

Greenwood var handtekinn í janúar á þessu ári eftir að þáverandi kærasta hans sakaði leikmanninn um kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi sem og að hóta henni lífláti. Hann var í kjölfarið handtekinn og hefur ekki spilað með Man United síðan.

Leikmaðurinn var látinn laus gegn tryggingu en var handtekinn á nýjan leik um liðna helgi vegna brota á skilorði.

Í dag fór hann fyrir dómara sem neitaði að hleypa honum aftur út í samfélagið gegn tryggingu og því verður hinn 21 árs Greenwood bakvið lás og slá þangað til mál hans verður tekið fyrir í næsta mánuði.


Tengdar fréttir

Greenwood hand­tekinn fyrir að rjúfa skil­orð

Mason Greenwood, leikmaður Manhester United hefur verið handtekinn á nýjan leik fyrir brot á skilorði. Greenwood var handtekinn í janúar en var sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hefur verið á skilorði síðan en braut það nýverið og var því handtekinn á nýjan leik.

Greenwood laus gegn tryggingu

Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu.

Greenwood hefur verið handtekinn

Mason Greenwood, fótboltamaður Manchester United, hefur verið handtekinn grunaður um nauðgun og líkamsárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×