Handkastið: Getum við ekki lengur treyst á að Aron verði með? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 10:00 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin ár. vísir/hulda margrét Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, segir að þeir dagar að íslenska landsliðið geti treyst á að Aron Pálmarsson verði með því séu líklega liðnir. Aron var ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM 2024 í síðustu viku vegna meiðsla. Hann hefur misst af fjölmörgum leikjum með landsliðinu á undanförnum árum sökum meiðsla og jafnvel heilu mótunum. Í Handkastinu spurði Arnar Daði Arnarsson Einar Örn hvort við værum komin á þann stað að geta ekki lengur treyst á að Aron sé með. Verið notaður alltof mikið „Ég held við þurfum að búa okkur undir að Aron muni ekki spila alla leiki sem við spilum. Þetta er stór og mikill skrokkur og gjarn á að meiðast. Við þurfum allavega að búa okkur undir að hann sé ekki með og finna lausnir á því þegar það gerist,“ sagði Einar Örn. „Hluti af þessum meiðslum á stórmótum hefur verið því hann hefur verið notaður alltof mikið. Það er ekki hægt að láta leikmann eins og Aron, með þennan skrokk, hæfileika og leikstíl, spila vörn og sókn allan tímann í öllum leikjum. Það þarf að finna leiðir til að gefa Aroni pásu innan leikja og jafnvel hvíla hann heilu leikina. Til að eiga hann undir lokin svo við séum ekki búin að hefla hann í gólfið í fyrstu þremur leikjunum.“ Ásgeir Jónsson benti að Ísland væri líka komið í þá stöðu að þurfa ekki að treysta á Aron öllum stundum. „Við getum farið svolítið vel með Porsche-inn okkar með landsliðinu. Treysta eða treysta ekki á Aron; við getum alltaf treyst á hann þegar hann er leikfær. En það er með hann eins og aðra að við vitum að hann getur ekki spilað heilt stórmót og borið liðið algjörlega á herðum sér,“ sagði Ásgeir. „Núna, ef einhvern tímann, getur íslenska landsliðið nýtt sinn besta leikmann þannig. Það eru forréttindi sem íslenskt landslið hefur mjög sjaldan haft, að geta nýtt leikmann eins og Aron á þennan hátt. Við erum komnir með þannig breidd.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Aron var ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM 2024 í síðustu viku vegna meiðsla. Hann hefur misst af fjölmörgum leikjum með landsliðinu á undanförnum árum sökum meiðsla og jafnvel heilu mótunum. Í Handkastinu spurði Arnar Daði Arnarsson Einar Örn hvort við værum komin á þann stað að geta ekki lengur treyst á að Aron sé með. Verið notaður alltof mikið „Ég held við þurfum að búa okkur undir að Aron muni ekki spila alla leiki sem við spilum. Þetta er stór og mikill skrokkur og gjarn á að meiðast. Við þurfum allavega að búa okkur undir að hann sé ekki með og finna lausnir á því þegar það gerist,“ sagði Einar Örn. „Hluti af þessum meiðslum á stórmótum hefur verið því hann hefur verið notaður alltof mikið. Það er ekki hægt að láta leikmann eins og Aron, með þennan skrokk, hæfileika og leikstíl, spila vörn og sókn allan tímann í öllum leikjum. Það þarf að finna leiðir til að gefa Aroni pásu innan leikja og jafnvel hvíla hann heilu leikina. Til að eiga hann undir lokin svo við séum ekki búin að hefla hann í gólfið í fyrstu þremur leikjunum.“ Ásgeir Jónsson benti að Ísland væri líka komið í þá stöðu að þurfa ekki að treysta á Aron öllum stundum. „Við getum farið svolítið vel með Porsche-inn okkar með landsliðinu. Treysta eða treysta ekki á Aron; við getum alltaf treyst á hann þegar hann er leikfær. En það er með hann eins og aðra að við vitum að hann getur ekki spilað heilt stórmót og borið liðið algjörlega á herðum sér,“ sagði Ásgeir. „Núna, ef einhvern tímann, getur íslenska landsliðið nýtt sinn besta leikmann þannig. Það eru forréttindi sem íslenskt landslið hefur mjög sjaldan haft, að geta nýtt leikmann eins og Aron á þennan hátt. Við erum komnir með þannig breidd.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01