Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2022 13:01 Haukur Þrastarson fylgdist með síðustu landsleikjum úr sjónvarpinu. vísir/vilhelm Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. Ísland vann Ísrael og Eistland með samtals 27 marka mun í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM 2024. Haukur var ekki í íslenska hópnum sem vakti athygli Handkastara. Þeir veltu því fyrir sér hvort Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, muni nota hann á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar. „Ég á mjög erfitt með að finna einhverja skýringu aðra en þá að Gummi finnur að hann treystir þessum strákum sem voru á EM í janúar. Þá var Haukur meiddur og ekki með. Gummi er auðvitað íhaldssamur og stundum bítur hann eitthvað í sig. Og núna hefur hann bitið í sig að Haukur væri ekki á þeim stað að ógna þeim sem eru í hópnum og komu svona sterkir inn í janúar,“ sagði Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. „Ég held að þetta sé ekkert gegn Hauki heldur með þeim strákum sem hann hefur treyst á hingað til. Því getulega á Haukur alltaf að vera inni í hópnum, alveg 120 prósent. Ég vona að hann verði með í janúar því Haukur er strákur sem getur gert hluti sem mjög fáir aðrir í þessum hóp, utan byrjunarliðsins, geta gert. Það getur verið dýrmætt í janúar og svo þurfum við að fara að fá Hauk aftur inn í landsliðið til að byggja hann upp í að verða leiðtoginn sem við vonumst til að hann verði.“ Einar hefði viljað sjá Hauk í landsliðinu í leikjunum í síðustu viku, þar sem þetta voru síðustu alvöru leikir Íslands fyrir HM. „Þess vegna var ég mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna, með fullri virðingu fyrir Daníel Þór [Ingasyni]. Hann er traustur og hefur spilað vel með Balingen en Haukur er okkar vonarstjarna til framtíðar.“ Haukur spilar sem leikstjórnandi með Kielce í Póllandi og Ásgeir Jónsson kveðst halda að hann eigi í samkeppni við Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daða Smárason um stöðu miðjumanns í landsliðinu. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins, spurði Ásgeir hvort Haukur yrði með á HM í janúar. „Það er erfitt að segja. Gummi og hans þjálfarateymi taka þá ákvörðun. En ég held að allir handboltaunnendur séu sammála um að Haukur á heima í þessum hópi. Vandamálið er hins vegar að þetta eru allt frábærir leikmenn sem hann er að keppa. Þetta er ekki beint auðvelt val,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Handkastið EM 2024 í handbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Ísland vann Ísrael og Eistland með samtals 27 marka mun í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM 2024. Haukur var ekki í íslenska hópnum sem vakti athygli Handkastara. Þeir veltu því fyrir sér hvort Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, muni nota hann á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar. „Ég á mjög erfitt með að finna einhverja skýringu aðra en þá að Gummi finnur að hann treystir þessum strákum sem voru á EM í janúar. Þá var Haukur meiddur og ekki með. Gummi er auðvitað íhaldssamur og stundum bítur hann eitthvað í sig. Og núna hefur hann bitið í sig að Haukur væri ekki á þeim stað að ógna þeim sem eru í hópnum og komu svona sterkir inn í janúar,“ sagði Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. „Ég held að þetta sé ekkert gegn Hauki heldur með þeim strákum sem hann hefur treyst á hingað til. Því getulega á Haukur alltaf að vera inni í hópnum, alveg 120 prósent. Ég vona að hann verði með í janúar því Haukur er strákur sem getur gert hluti sem mjög fáir aðrir í þessum hóp, utan byrjunarliðsins, geta gert. Það getur verið dýrmætt í janúar og svo þurfum við að fara að fá Hauk aftur inn í landsliðið til að byggja hann upp í að verða leiðtoginn sem við vonumst til að hann verði.“ Einar hefði viljað sjá Hauk í landsliðinu í leikjunum í síðustu viku, þar sem þetta voru síðustu alvöru leikir Íslands fyrir HM. „Þess vegna var ég mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna, með fullri virðingu fyrir Daníel Þór [Ingasyni]. Hann er traustur og hefur spilað vel með Balingen en Haukur er okkar vonarstjarna til framtíðar.“ Haukur spilar sem leikstjórnandi með Kielce í Póllandi og Ásgeir Jónsson kveðst halda að hann eigi í samkeppni við Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daða Smárason um stöðu miðjumanns í landsliðinu. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins, spurði Ásgeir hvort Haukur yrði með á HM í janúar. „Það er erfitt að segja. Gummi og hans þjálfarateymi taka þá ákvörðun. En ég held að allir handboltaunnendur séu sammála um að Haukur á heima í þessum hópi. Vandamálið er hins vegar að þetta eru allt frábærir leikmenn sem hann er að keppa. Þetta er ekki beint auðvelt val,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Handkastið EM 2024 í handbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira