„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2022 10:09 Þorleifur Þorleifsson var með frábæran stuðningsmannahóp sem hann var afar þakklátur fyrir. @icelandbackyardultra „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. Þorleifur varð að sætta sig við tap gegn Mari Järsk í vor en að þessu sinni, með frábærum stuðningi sinna aðstandenda, hafði Þorleifur betur og var bara nokkuð hress þegar hann ræddi við Garp Elísabetarson, eftir að hafa hlaupið í einn og hálfan sólarhring. „Ég er feginn að þetta er búið. Það er ansi kalt í brautinni,“ sagði Þorleifur og bað um vettlinga. „Maður rétt stoppaði til að pissa og stífnaði alveg upp,“ bætti hann við. Þorleifur kláraði 37 hringi, eða samtals 247,9 kílómetra, en í bakgarðshlaupi hlaupa keppendur 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og þurfa svo að fara af stað aftur þegar klukkutíminn er liðinn. Þorleifur þurfti því að hlaupa hring eftir hring og vonast jafnframt eftir því að aðrir gæfust upp. Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn sem hann fékk og var ekki í vafa um hvað væri honum efst í huga eftir sigurinn: „Þakklæti til fjölskyldunnar. Í fyrra leið manni vel og svo bara allt í einu var maður stopp, settist niður á stein og fór að gráta. Núna gekk þetta allt upp. Maður fann að maður vildi ekki svíkja alla, fékk geggjaða aðstoð,“ sagði Þorleifur og faðmaði fjölskylduna sína. Brjálað rok og ískalt Hann er nú kominn með farseðilinn á HM í Tennesse á næsta ári, líkt og sigurvegarar í hverju landi. Núna tekur hins vegar við verðskulduð hvíld frá vinnu: „Ég var bara búinn að bóka tvær vikur í frí. Ég er búinn að fá fullan stuðning frá öllum og endalaust af fólki búið að styðja mann, vinnufélagar og fleiri. Þetta skiptir öllu. Síðasta nótt var alveg mjög erfið. Það var brjálað rok hérna á ákveðnum köflum og manni var ískalt. Svo kom maður inn í skóginn, í skjólið, og varð þá allt of heitt. Eins í morgun. Maður var alveg að bugast en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur og viðurkenndi að auðvitað hefði oft hvarflað að sér að hætta. „Myrkrið er ótrúlega bugandi og þetta fannst mér klikka síðast. Að allt í einu vann myrkrið mig og maður var alveg búinn. Systur mínar, konan og dæturnar spurðu hvað þær gætu gert, og það er bara búin að vera hérna sólarhringsvakt fyrir mig,“ sagði Þorleifur og bætti við að sú vakt gilti raunar fram á morgun. „Ég þarf kannski að láta vita að það þurfi ekki að mæta,“ bætti hann við hlæjandi. Hér að neðan má sjá útsendingu þar sem fylgst er með heimsmeistarakeppninni í beinni víðs vegar um heim. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sjá meira
Þorleifur varð að sætta sig við tap gegn Mari Järsk í vor en að þessu sinni, með frábærum stuðningi sinna aðstandenda, hafði Þorleifur betur og var bara nokkuð hress þegar hann ræddi við Garp Elísabetarson, eftir að hafa hlaupið í einn og hálfan sólarhring. „Ég er feginn að þetta er búið. Það er ansi kalt í brautinni,“ sagði Þorleifur og bað um vettlinga. „Maður rétt stoppaði til að pissa og stífnaði alveg upp,“ bætti hann við. Þorleifur kláraði 37 hringi, eða samtals 247,9 kílómetra, en í bakgarðshlaupi hlaupa keppendur 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og þurfa svo að fara af stað aftur þegar klukkutíminn er liðinn. Þorleifur þurfti því að hlaupa hring eftir hring og vonast jafnframt eftir því að aðrir gæfust upp. Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn sem hann fékk og var ekki í vafa um hvað væri honum efst í huga eftir sigurinn: „Þakklæti til fjölskyldunnar. Í fyrra leið manni vel og svo bara allt í einu var maður stopp, settist niður á stein og fór að gráta. Núna gekk þetta allt upp. Maður fann að maður vildi ekki svíkja alla, fékk geggjaða aðstoð,“ sagði Þorleifur og faðmaði fjölskylduna sína. Brjálað rok og ískalt Hann er nú kominn með farseðilinn á HM í Tennesse á næsta ári, líkt og sigurvegarar í hverju landi. Núna tekur hins vegar við verðskulduð hvíld frá vinnu: „Ég var bara búinn að bóka tvær vikur í frí. Ég er búinn að fá fullan stuðning frá öllum og endalaust af fólki búið að styðja mann, vinnufélagar og fleiri. Þetta skiptir öllu. Síðasta nótt var alveg mjög erfið. Það var brjálað rok hérna á ákveðnum köflum og manni var ískalt. Svo kom maður inn í skóginn, í skjólið, og varð þá allt of heitt. Eins í morgun. Maður var alveg að bugast en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur og viðurkenndi að auðvitað hefði oft hvarflað að sér að hætta. „Myrkrið er ótrúlega bugandi og þetta fannst mér klikka síðast. Að allt í einu vann myrkrið mig og maður var alveg búinn. Systur mínar, konan og dæturnar spurðu hvað þær gætu gert, og það er bara búin að vera hérna sólarhringsvakt fyrir mig,“ sagði Þorleifur og bætti við að sú vakt gilti raunar fram á morgun. „Ég þarf kannski að láta vita að það þurfi ekki að mæta,“ bætti hann við hlæjandi. Hér að neðan má sjá útsendingu þar sem fylgst er með heimsmeistarakeppninni í beinni víðs vegar um heim.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sjá meira
Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39