„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2022 10:09 Þorleifur Þorleifsson var með frábæran stuðningsmannahóp sem hann var afar þakklátur fyrir. @icelandbackyardultra „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. Þorleifur varð að sætta sig við tap gegn Mari Järsk í vor en að þessu sinni, með frábærum stuðningi sinna aðstandenda, hafði Þorleifur betur og var bara nokkuð hress þegar hann ræddi við Garp Elísabetarson, eftir að hafa hlaupið í einn og hálfan sólarhring. „Ég er feginn að þetta er búið. Það er ansi kalt í brautinni,“ sagði Þorleifur og bað um vettlinga. „Maður rétt stoppaði til að pissa og stífnaði alveg upp,“ bætti hann við. Þorleifur kláraði 37 hringi, eða samtals 247,9 kílómetra, en í bakgarðshlaupi hlaupa keppendur 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og þurfa svo að fara af stað aftur þegar klukkutíminn er liðinn. Þorleifur þurfti því að hlaupa hring eftir hring og vonast jafnframt eftir því að aðrir gæfust upp. Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn sem hann fékk og var ekki í vafa um hvað væri honum efst í huga eftir sigurinn: „Þakklæti til fjölskyldunnar. Í fyrra leið manni vel og svo bara allt í einu var maður stopp, settist niður á stein og fór að gráta. Núna gekk þetta allt upp. Maður fann að maður vildi ekki svíkja alla, fékk geggjaða aðstoð,“ sagði Þorleifur og faðmaði fjölskylduna sína. Brjálað rok og ískalt Hann er nú kominn með farseðilinn á HM í Tennesse á næsta ári, líkt og sigurvegarar í hverju landi. Núna tekur hins vegar við verðskulduð hvíld frá vinnu: „Ég var bara búinn að bóka tvær vikur í frí. Ég er búinn að fá fullan stuðning frá öllum og endalaust af fólki búið að styðja mann, vinnufélagar og fleiri. Þetta skiptir öllu. Síðasta nótt var alveg mjög erfið. Það var brjálað rok hérna á ákveðnum köflum og manni var ískalt. Svo kom maður inn í skóginn, í skjólið, og varð þá allt of heitt. Eins í morgun. Maður var alveg að bugast en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur og viðurkenndi að auðvitað hefði oft hvarflað að sér að hætta. „Myrkrið er ótrúlega bugandi og þetta fannst mér klikka síðast. Að allt í einu vann myrkrið mig og maður var alveg búinn. Systur mínar, konan og dæturnar spurðu hvað þær gætu gert, og það er bara búin að vera hérna sólarhringsvakt fyrir mig,“ sagði Þorleifur og bætti við að sú vakt gilti raunar fram á morgun. „Ég þarf kannski að láta vita að það þurfi ekki að mæta,“ bætti hann við hlæjandi. Hér að neðan má sjá útsendingu þar sem fylgst er með heimsmeistarakeppninni í beinni víðs vegar um heim. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þorleifur varð að sætta sig við tap gegn Mari Järsk í vor en að þessu sinni, með frábærum stuðningi sinna aðstandenda, hafði Þorleifur betur og var bara nokkuð hress þegar hann ræddi við Garp Elísabetarson, eftir að hafa hlaupið í einn og hálfan sólarhring. „Ég er feginn að þetta er búið. Það er ansi kalt í brautinni,“ sagði Þorleifur og bað um vettlinga. „Maður rétt stoppaði til að pissa og stífnaði alveg upp,“ bætti hann við. Þorleifur kláraði 37 hringi, eða samtals 247,9 kílómetra, en í bakgarðshlaupi hlaupa keppendur 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og þurfa svo að fara af stað aftur þegar klukkutíminn er liðinn. Þorleifur þurfti því að hlaupa hring eftir hring og vonast jafnframt eftir því að aðrir gæfust upp. Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn sem hann fékk og var ekki í vafa um hvað væri honum efst í huga eftir sigurinn: „Þakklæti til fjölskyldunnar. Í fyrra leið manni vel og svo bara allt í einu var maður stopp, settist niður á stein og fór að gráta. Núna gekk þetta allt upp. Maður fann að maður vildi ekki svíkja alla, fékk geggjaða aðstoð,“ sagði Þorleifur og faðmaði fjölskylduna sína. Brjálað rok og ískalt Hann er nú kominn með farseðilinn á HM í Tennesse á næsta ári, líkt og sigurvegarar í hverju landi. Núna tekur hins vegar við verðskulduð hvíld frá vinnu: „Ég var bara búinn að bóka tvær vikur í frí. Ég er búinn að fá fullan stuðning frá öllum og endalaust af fólki búið að styðja mann, vinnufélagar og fleiri. Þetta skiptir öllu. Síðasta nótt var alveg mjög erfið. Það var brjálað rok hérna á ákveðnum köflum og manni var ískalt. Svo kom maður inn í skóginn, í skjólið, og varð þá allt of heitt. Eins í morgun. Maður var alveg að bugast en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur og viðurkenndi að auðvitað hefði oft hvarflað að sér að hætta. „Myrkrið er ótrúlega bugandi og þetta fannst mér klikka síðast. Að allt í einu vann myrkrið mig og maður var alveg búinn. Systur mínar, konan og dæturnar spurðu hvað þær gætu gert, og það er bara búin að vera hérna sólarhringsvakt fyrir mig,“ sagði Þorleifur og bætti við að sú vakt gilti raunar fram á morgun. „Ég þarf kannski að láta vita að það þurfi ekki að mæta,“ bætti hann við hlæjandi. Hér að neðan má sjá útsendingu þar sem fylgst er með heimsmeistarakeppninni í beinni víðs vegar um heim.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti