„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. október 2022 19:45 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og tryggði sér því öruggt sæti í Bestu deildinni að ári. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur í leikslok. „Tilfinningin er góð. Við erum hrikalega kátir með leikinn og sérstaklega frammistöðuna í fyrri hálfleik þar sem að við lögðum grunninn að þessum sigri. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ég verð að gefa öllum klefanum og strákunum þvílíkt credit að fara inn í þessa úrslitakeppni og það eru komnir þrír leikir og þrír sigrar. Það er þvílíkur karakter í liðinu og kraftur og stemmning. Nú er bara eitt markmið eftir og það er að klára síðustu tvo leikina og vinna alla leikina í þessari keppni.“ Hermann gerði breytingu á sínu liði fyrir leikinn og spilaði með fimm manna vörn, setti Sigurð Arnar á miðjuna sem var gríðarlega öflugur og skoraði tvö mörk. „Við vorum að reyna stoppa þá svolítið í skyndisóknunum sínum og eins og ég segi þá eru þeir með sterkt sóknarlið og við vildum fyrst og fremst stoppa það og leggja grunn að því að vera sterkari að pressa þá og vinna boltann hátt á vellinum, það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik. Það var svona aðal uppleggið í þessu, að stoppa þá hátt á vellinum.“ Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir ÍBV og þurftu þeir því að skipuleggja sig betur og standa varnarleikinn vel. „Það fór rosa orka og kraftur í þetta. Þú verður ekki jafn djarfur í pressunni og droppar aðeins. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og þeir eru góðir í því. Þá þurftum við að vera skipulagðir og sterkir til baka sem heppnaðist að megninu til. Það var bara að reyna að sjá sigurinn í höfn.“ Hermann segir strákana stefna á að vinna þessa úrslitakeppni. Þeir hafa nú þegar unnið alla þrjá leikina og því aðeins tveir eftir. „Við ætlum að halda þessum dampi. Við ætlum að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og vinna þessa úrslitakeppni. Við erum með það markmið og vorum með það fyrir hana. Við erum komnir með þrjá sigra í þremur og okkur líður vel. “ Besta deild karla Íslenski boltinn ÍBV Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
„Tilfinningin er góð. Við erum hrikalega kátir með leikinn og sérstaklega frammistöðuna í fyrri hálfleik þar sem að við lögðum grunninn að þessum sigri. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ég verð að gefa öllum klefanum og strákunum þvílíkt credit að fara inn í þessa úrslitakeppni og það eru komnir þrír leikir og þrír sigrar. Það er þvílíkur karakter í liðinu og kraftur og stemmning. Nú er bara eitt markmið eftir og það er að klára síðustu tvo leikina og vinna alla leikina í þessari keppni.“ Hermann gerði breytingu á sínu liði fyrir leikinn og spilaði með fimm manna vörn, setti Sigurð Arnar á miðjuna sem var gríðarlega öflugur og skoraði tvö mörk. „Við vorum að reyna stoppa þá svolítið í skyndisóknunum sínum og eins og ég segi þá eru þeir með sterkt sóknarlið og við vildum fyrst og fremst stoppa það og leggja grunn að því að vera sterkari að pressa þá og vinna boltann hátt á vellinum, það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik. Það var svona aðal uppleggið í þessu, að stoppa þá hátt á vellinum.“ Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir ÍBV og þurftu þeir því að skipuleggja sig betur og standa varnarleikinn vel. „Það fór rosa orka og kraftur í þetta. Þú verður ekki jafn djarfur í pressunni og droppar aðeins. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og þeir eru góðir í því. Þá þurftum við að vera skipulagðir og sterkir til baka sem heppnaðist að megninu til. Það var bara að reyna að sjá sigurinn í höfn.“ Hermann segir strákana stefna á að vinna þessa úrslitakeppni. Þeir hafa nú þegar unnið alla þrjá leikina og því aðeins tveir eftir. „Við ætlum að halda þessum dampi. Við ætlum að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og vinna þessa úrslitakeppni. Við erum með það markmið og vorum með það fyrir hana. Við erum komnir með þrjá sigra í þremur og okkur líður vel. “
Besta deild karla Íslenski boltinn ÍBV Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00