Um fjölmiðla og einkamál Soffía Þorsteinsdóttir skrifar 16. október 2022 18:01 Fyrir viku (9. október) sendi ég, ásamt föður mínum og eiginkonu hans, yfirlýsingu á fjölmiðla í kjölfar þess að systir mín hafði afhent þeim dagbók látinnar móður minnar sem hún hafði skrifað fyrir 52 árum. Þetta gerði systir okkar án samráðs við okkur og í mikilli óþökk. Þegar ég vann á dagblaði á Englandi fyrirmargt löngu síðan, fór allt í uppnám í fréttaherberginu þegar “copy/paste” virkaði ekki einn daginn og engar fréttir hægt sð setja í blaðið! Þetta þótti mjög fyndið og eftir það var fréttaherbergið kallað “copy/paste”. Eitthvað virðist hafa klikkað hjá copy/paste miðlunum á Íslandi í flestum ef ekki öllum fréttum sem byggðar voru á dagbók móður minnar. Fyrst er þó að nefna að Stundin ákvað að birta hálfrar aldar einkadagbækur móður minnar án þess að biðja um viðeigandi leyfi eða álit annara aðstandenda. Einkadagbækur eiga ekki erindi til neins nema þess sem þær skrifar. Ég velti því fyrir hvað Persónuvernd segi við þessu? Og ekki gátu þessar miðlar náð niður á blað einföldustu staðreyndum: Í einni greininni er ég gift stjúpu minni, þar næst heiti ég Sólveig, svo er mamma komin með nýtt eftirnafn. Ein greinin fer svo rangt með yfirlýsingu okkar pabba og gengur svo langt að saka okkur um lygi í yfirlýsingunni, sem er auðvitað ekki, heldur eru þeir að setja útá þeirra eigin rangmæli. Einnig var skrifað einhverstaðar að yfirlýsing okkar pabba hafi verið skrifuð í kaffihittingi með Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem er ekki rétt, því augljóslega var ég ekki viðstödd þann hitting, þar sem ég var ekki stödd á landinu. Engin rannsókn hefur verið lögð í málið, fyrir utan það að Stundin gróf upp einhvern mætingalista frá Hagaskóla sem sannar ekkert annað en að mamma hafi jú gengið í Hagaskóla og mætt í þær kennslustundir sem hún skráði í dagbækur sínar. Var einhver efi á því? Hvar er nú rannsóknarblaðamennskan? Enginn þessara fjölmiðla hefur haft samband við mig um þetta eða leitast eftir álitum, skoðunum né leyfum frá neinum nema systur minni sem afhenti miðlunum dagbókina án nokkurs samráðs við okkur hin. Heimildir eru einungis hafðar frá einni manneskju. Hefur einhver haft fyrir því að rannsaka hennar bakgrunn? Hún lætur í ljós í þeim viðtölum sem henni hafa boðist að hún hafi verið mikil mömmustelpa, hetjan sem talar máli látinnar móður sinnar og birtir eldgamlar myndir af sér og mömmu sinni. Mætti kannski rifja upp minningargreinina sem hún skrifaði ástúðlega um mömmu sína sem hún elskaði svo heitt? Æji úps! Það er engin minningargrein… Ég velti því fyrir mér hvernig er komið fyrir fjölmiðlum á Íslandi. Hvernig á almenningur að treysta því sem þeir birta í sínum blöðum (um hvaðeina) þegar það er ljóst bara í þessu einstaka máli að þeir geta ekki einu sinni náð nöfnum rétt, hvað þá virt þá gullnu blaðamannareglu að það eru tvær hliðar á öllum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir viku (9. október) sendi ég, ásamt föður mínum og eiginkonu hans, yfirlýsingu á fjölmiðla í kjölfar þess að systir mín hafði afhent þeim dagbók látinnar móður minnar sem hún hafði skrifað fyrir 52 árum. Þetta gerði systir okkar án samráðs við okkur og í mikilli óþökk. Þegar ég vann á dagblaði á Englandi fyrirmargt löngu síðan, fór allt í uppnám í fréttaherberginu þegar “copy/paste” virkaði ekki einn daginn og engar fréttir hægt sð setja í blaðið! Þetta þótti mjög fyndið og eftir það var fréttaherbergið kallað “copy/paste”. Eitthvað virðist hafa klikkað hjá copy/paste miðlunum á Íslandi í flestum ef ekki öllum fréttum sem byggðar voru á dagbók móður minnar. Fyrst er þó að nefna að Stundin ákvað að birta hálfrar aldar einkadagbækur móður minnar án þess að biðja um viðeigandi leyfi eða álit annara aðstandenda. Einkadagbækur eiga ekki erindi til neins nema þess sem þær skrifar. Ég velti því fyrir hvað Persónuvernd segi við þessu? Og ekki gátu þessar miðlar náð niður á blað einföldustu staðreyndum: Í einni greininni er ég gift stjúpu minni, þar næst heiti ég Sólveig, svo er mamma komin með nýtt eftirnafn. Ein greinin fer svo rangt með yfirlýsingu okkar pabba og gengur svo langt að saka okkur um lygi í yfirlýsingunni, sem er auðvitað ekki, heldur eru þeir að setja útá þeirra eigin rangmæli. Einnig var skrifað einhverstaðar að yfirlýsing okkar pabba hafi verið skrifuð í kaffihittingi með Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem er ekki rétt, því augljóslega var ég ekki viðstödd þann hitting, þar sem ég var ekki stödd á landinu. Engin rannsókn hefur verið lögð í málið, fyrir utan það að Stundin gróf upp einhvern mætingalista frá Hagaskóla sem sannar ekkert annað en að mamma hafi jú gengið í Hagaskóla og mætt í þær kennslustundir sem hún skráði í dagbækur sínar. Var einhver efi á því? Hvar er nú rannsóknarblaðamennskan? Enginn þessara fjölmiðla hefur haft samband við mig um þetta eða leitast eftir álitum, skoðunum né leyfum frá neinum nema systur minni sem afhenti miðlunum dagbókina án nokkurs samráðs við okkur hin. Heimildir eru einungis hafðar frá einni manneskju. Hefur einhver haft fyrir því að rannsaka hennar bakgrunn? Hún lætur í ljós í þeim viðtölum sem henni hafa boðist að hún hafi verið mikil mömmustelpa, hetjan sem talar máli látinnar móður sinnar og birtir eldgamlar myndir af sér og mömmu sinni. Mætti kannski rifja upp minningargreinina sem hún skrifaði ástúðlega um mömmu sína sem hún elskaði svo heitt? Æji úps! Það er engin minningargrein… Ég velti því fyrir mér hvernig er komið fyrir fjölmiðlum á Íslandi. Hvernig á almenningur að treysta því sem þeir birta í sínum blöðum (um hvaðeina) þegar það er ljóst bara í þessu einstaka máli að þeir geta ekki einu sinni náð nöfnum rétt, hvað þá virt þá gullnu blaðamannareglu að það eru tvær hliðar á öllum málum.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun