Segir fjandinn hafi það og heldur áfram að greiða fyrir internetið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2022 16:22 Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði í vikunni að Musk væri einn stærsti bakhjarl Úkraínu og að Starlink væri Úkraínumönnum gífurlega mikilvægt. Getty/Gonzalez Auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að halda áfram að greiða fyrir internet Úkraínumanna. Musk bað varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna að greiða fyrir netþjónustuna í vikunni. SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, hefur verið að veita netþjónustuna í Úkraínu í gegnum Starlink-gervihnetti fyrirtækisins. Ríflega 2.200 gervihnettir fyrirtækisins eru á sporbraut jarðar og veita aðgang að interneti á jörðu niðri. Í upphafi innrásarinnar lokuðu Rússar á aðgang Úkraínumanna að netinu víða með tölvuárásum. Starlink hefur þar af leiðandi skipt sköpum fyrir úkraínska herinn og samskipti Úkraínumanna. Musk segir fyrirtækið tapa tæpum þremur milljörðum á mánuði vegna þjónustunnar. Honum þykir ósanngjarnt að fyrirtæki á borð við Boeing og Lockheed Martin hafi fengið milljarðatugi í niðurgreiðslur, samkvæmt Guardian. Musk tísti í gær að hann hygðist halda áfram að veita þjónustuna: „Fjandinn hafi það. Þó að Starlink sé að tapa peningum og önnur fyrirtæki fá milljarðatugi í boði skattgreiðenda - við höldum bara áfram að fjármagna ríkisstjórn Úkraínu.“ The hell with it … even though Starlink is still losing money & other companies are getting billions of taxpayer $, we’ll just keep funding Ukraine govt for free— Elon Musk (@elonmusk) October 15, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. 3. október 2022 17:48 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, hefur verið að veita netþjónustuna í Úkraínu í gegnum Starlink-gervihnetti fyrirtækisins. Ríflega 2.200 gervihnettir fyrirtækisins eru á sporbraut jarðar og veita aðgang að interneti á jörðu niðri. Í upphafi innrásarinnar lokuðu Rússar á aðgang Úkraínumanna að netinu víða með tölvuárásum. Starlink hefur þar af leiðandi skipt sköpum fyrir úkraínska herinn og samskipti Úkraínumanna. Musk segir fyrirtækið tapa tæpum þremur milljörðum á mánuði vegna þjónustunnar. Honum þykir ósanngjarnt að fyrirtæki á borð við Boeing og Lockheed Martin hafi fengið milljarðatugi í niðurgreiðslur, samkvæmt Guardian. Musk tísti í gær að hann hygðist halda áfram að veita þjónustuna: „Fjandinn hafi það. Þó að Starlink sé að tapa peningum og önnur fyrirtæki fá milljarðatugi í boði skattgreiðenda - við höldum bara áfram að fjármagna ríkisstjórn Úkraínu.“ The hell with it … even though Starlink is still losing money & other companies are getting billions of taxpayer $, we’ll just keep funding Ukraine govt for free— Elon Musk (@elonmusk) October 15, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. 3. október 2022 17:48 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20
Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. 3. október 2022 17:48