Fótbolti

Jón Þór mun stýra Skaga­mönnum á­fram á næsta tíma­bili

Atli Arason skrifar
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, á hliðarlínunni gegn Leikni í dag.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, á hliðarlínunni gegn Leikni í dag. Hulda Margrét

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, verður áfram við stjórnvölinn hjá félaginu sama hvort liðið falli úr efstu deild eða ekki.

Jón Þór staðfesti þetta í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Leikni í Bestu-deildinni í dag.

ÍA hefur verið í efstu deild síðustu fjögur tímabil eða allt frá því að liðið vann 1. deildina árið 2018.

Staða Skagamanna í deildinni er ansi dökk eftir úrslit dagsins en liðið er í neðsta sæti með 19 stig, sex stigum frá öruggu sæti þegar einungis tvær umferðir eru eftir.

Til þess að bjarga sæti sínu í efstu deild þurfa Skagamenn að vinna síðustu tvo leiki sína gegn ásamt því að vinna upp þann 23 marka mismun sem er á milli þeirra og FH.

ÍA leikur gegn ÍBV í næstu umferð en lokaleikur þeirra er svo gegn FH þann 29 október.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×