Brjálað að gera á skriðsundnámskeiðum á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2022 20:06 Viktor Emil, sem er stoltur og ánægður með hvað námskeiðin hans hafa slegið í gegn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og tveggja ára sundkappi hefur slegið í gegn í Sundlaug Akureyrar því þar er hann með námskeið fyrir fullorðna í skriðsundi og komast færri að en vilja. Það eru margir í erfiðleikum að ná tækninni í skriðsundi á meðan aðrir fara létt með það og geta synt sundið endalaust. Viktor Emil Sigtryggsson æfði sund í mörg ár á Akureyri en nú hefur hann tekið upp á því að bjóða fólki að skrá sig á skriðsundsnámskeið hjá sér, sjö skipti í einu, til að ná tækninni fyrir fullt og allt. „Ég var beðin um að halda svona námskeið þegar ég var í pottinum einn daginn. Kona kom til mín og spurði hvort ég væri ekki sundþjálfari og hvort ég væri ekki til í að halda skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna og ég sló til og gerði það. Þetta hefur slegið í gegn. Ég auglýsti þetta fyrst og fékk 30 eða 40 fyrirspurnir og síðan hefur þetta bara hrannast upp, ég hef verið að halda námskeið mjög reglulega á Akureyri,“ segir Viktor Emil. En er skriðsund flókið sund? „Það er ekkert sérstaklega flókið þegar maður er búin að ná því en það getur reynst svolítið flókið ef maður hefur ekki réttu tæknina,“ segir hann. Hvað er það sem er svona flóknast við það? „Flestir segja að anda, já, ætli það sé ekki bara að anda, að ná því að halda hendinni frammi, við erum að slaka á í hverju taki, það getur reynst svolítið flókið,“ segir Viktor Emil. Mikil ánægja er með námskeiðin hjá Viktori. „Ég er mjög ánægður, það þýðir ekkert annað, nóg borgar maður, strákurinn er góður kennari,“ segir Þórður Snæbjörnsson þátttakandi á námskeiðinu og skellihlær. „Hann stendur sig vel í öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur, við erum mjög stolt og ánægð með Viktor,“ segir Birna Ingólfsdóttir þátttakandi á námskeiðinu. Þátttakendur eru mjög ánægðir með Viktor Emil, kennara á námskeiðunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Sund Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Það eru margir í erfiðleikum að ná tækninni í skriðsundi á meðan aðrir fara létt með það og geta synt sundið endalaust. Viktor Emil Sigtryggsson æfði sund í mörg ár á Akureyri en nú hefur hann tekið upp á því að bjóða fólki að skrá sig á skriðsundsnámskeið hjá sér, sjö skipti í einu, til að ná tækninni fyrir fullt og allt. „Ég var beðin um að halda svona námskeið þegar ég var í pottinum einn daginn. Kona kom til mín og spurði hvort ég væri ekki sundþjálfari og hvort ég væri ekki til í að halda skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna og ég sló til og gerði það. Þetta hefur slegið í gegn. Ég auglýsti þetta fyrst og fékk 30 eða 40 fyrirspurnir og síðan hefur þetta bara hrannast upp, ég hef verið að halda námskeið mjög reglulega á Akureyri,“ segir Viktor Emil. En er skriðsund flókið sund? „Það er ekkert sérstaklega flókið þegar maður er búin að ná því en það getur reynst svolítið flókið ef maður hefur ekki réttu tæknina,“ segir hann. Hvað er það sem er svona flóknast við það? „Flestir segja að anda, já, ætli það sé ekki bara að anda, að ná því að halda hendinni frammi, við erum að slaka á í hverju taki, það getur reynst svolítið flókið,“ segir Viktor Emil. Mikil ánægja er með námskeiðin hjá Viktori. „Ég er mjög ánægður, það þýðir ekkert annað, nóg borgar maður, strákurinn er góður kennari,“ segir Þórður Snæbjörnsson þátttakandi á námskeiðinu og skellihlær. „Hann stendur sig vel í öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur, við erum mjög stolt og ánægð með Viktor,“ segir Birna Ingólfsdóttir þátttakandi á námskeiðinu. Þátttakendur eru mjög ánægðir með Viktor Emil, kennara á námskeiðunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Sund Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira