Utan vallar: Hvað er í gangi hjá KR? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 10:00 Kjartan Henry virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir KR. Vísir/Hulda Margrét Sumarið hjá meistaraflokkum KR í knattspyrnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Mikið gekk á hjá kvennaliði félagsins sem endaði í neðsta sæti Bestu deildar og leikur því í Lengjudeildinni að ári. Hjá körlunum hefur einnig mikið gengið á en liðið getur þó endað í fjórða sæti þrátt fyrir að lykilmenn hafi misst mikið úr vegna meiðsla. Framkoma félagsins í garð Kjartans Henry Finnbogasonar hefur hins vegar vakið upp hörð viðbrögð. Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni kvennaliðs KR í sumar. Gagnrýnisraddir hafa verið háværar og virðist sem þær hafi töluvert til síns máls. Jóhannes Karl Sigursteinsson gagnrýndi stjórn félagsins í upphafi leiktíðar og sagði svo starfi sínu lausu skömmu síðar. Chris Harrington og Arnar Páll Garðarsson tóku við stjórnartaumunum en hvorugur mun vera áfram í Vesturbænum. Sjá einnig: Harrington hættur hjá KR eftir stormasamt sumar Sjá einnig: Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Sjá einnig: Segir formanninum að mæta á leiki áður en hann tjáir sig Einnig hefur gustað um karlalið félagsins. Fjármál KR í heild hafa mikið verið til umræðu, sérstaklega í ljósi umræðunnar um Kjartan Henry Finnbogason. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vísaði því á bug að um pólitíska ákvörðun væri að ræða og sagði að hann einn tæki ákvörðun varðandi spiltíma leikmanna. Sjá einnig: Rúnar um fjarveru Kjartans Henry: „Ég þurfti að skilja þrjá eftir“ Samkvæmt upplýsingum Vísis var uppsagnarákvæði í samningi Kjartans Henry og ákvað KR að nýta sér það í gær, föstudag. Félagið virðist þó hafa viljað endursemja við leikmanninn. Þær viðræður virðast hafa siglt í strand frekar fljótt og birti Kjartan Henry áhugavert myndbrot á Twitter. Um er að ræða frægt atriði úr Steypustöðinni, með færslunni skrifar framherjinn svo einfaldlega „…“ Fjöldinn allur hefur líkað (e. Like) við færslu framherjans á Twitter. Þar á meðal er fjöldi fólks sem hefur tengingu við félagið, þar má til að mynda nefna: Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi leikmaður KR sem og íslenska landsliðsins Einstaklingur sem er í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins Hjalti Sigurðsson, leikmaður Leiknis R. sem er uppalinn í KR Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður ÍBV og fyrrverandi leikmaður KR Arnar Páll Garðarsson, hluti af þjálfarateymi KR í Bestu deild kvenna í sumar Ásdís Karen Halldórsdóttir, Íslandsmeistari með Val og fyrrverandi leikmaður KR Birgir Steinn Styrmisson, fyrrverandi leikmaður KR – fæddur 2004 – sem spilar í dag á Ítalíu Hinn 36 ára gamli Kjartan Henry er KR-ingur í húð og hár. Hann ólst upp hjá KR, fór ungur að árum í atvinnumennsku en sneri svo heim og var hluti af sigursælasta liði KR á þessari öld. Varð hann tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Hann hélt svo aftur á vit ævintýranna og sneri heim sumarið 2021. Þá skrifaði hann undir samning þangað til eftir tímabilið 2023 en nú virðist sem hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Vissulega má setja spurningamerki við að gefa leikmanni á þessum aldri jafn langan samning og raun ber vitni. Nú virðist sem hann hafi verið uppsegjanlegur að loknum tveimur árum og þá ræður KR að sjálfsögðu hvað það gerir. Það eru tvær hliðar á öllum málum en fyrir þau okkar sem standa fyrir utan Frostaskjól og horfa inn þá virðist sem KR sé að sparka einum af sínum dáðustu sonum út á götu. Með þeirri ákvörðun gæti félagið jafnframt skaðað tengsl við fjölskyldu hans, vini og vandamenn. Eins og kemur fram hér að ofan er víða pottur brotinn á Meistaravöllum, sérstaklega hjá knattspyrnudeild félagsins virðist vera. Það er deginum ljósara að félagið hefur verið á betri stað fjárhagslega en það þýðir ekki að öll umgjörð þurfi að fara fjandans til. Það virðist nokkuð langt í það að KR fari að ógna toppliðum Bestu deildanna en þangað til er allavega hægt að sýna þeim sem þá eru hjá félaginu þá virðingu sem þau eiga skilið. Ef öll standa saman sem eitt þá gæti KR ef til vill aftur komist á þann stall sem félagið vill vera í íslenskri knattspyrnu. Höfundur er íþróttablaðamaður og KR-ingur. Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni kvennaliðs KR í sumar. Gagnrýnisraddir hafa verið háværar og virðist sem þær hafi töluvert til síns máls. Jóhannes Karl Sigursteinsson gagnrýndi stjórn félagsins í upphafi leiktíðar og sagði svo starfi sínu lausu skömmu síðar. Chris Harrington og Arnar Páll Garðarsson tóku við stjórnartaumunum en hvorugur mun vera áfram í Vesturbænum. Sjá einnig: Harrington hættur hjá KR eftir stormasamt sumar Sjá einnig: Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Sjá einnig: Segir formanninum að mæta á leiki áður en hann tjáir sig Einnig hefur gustað um karlalið félagsins. Fjármál KR í heild hafa mikið verið til umræðu, sérstaklega í ljósi umræðunnar um Kjartan Henry Finnbogason. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vísaði því á bug að um pólitíska ákvörðun væri að ræða og sagði að hann einn tæki ákvörðun varðandi spiltíma leikmanna. Sjá einnig: Rúnar um fjarveru Kjartans Henry: „Ég þurfti að skilja þrjá eftir“ Samkvæmt upplýsingum Vísis var uppsagnarákvæði í samningi Kjartans Henry og ákvað KR að nýta sér það í gær, föstudag. Félagið virðist þó hafa viljað endursemja við leikmanninn. Þær viðræður virðast hafa siglt í strand frekar fljótt og birti Kjartan Henry áhugavert myndbrot á Twitter. Um er að ræða frægt atriði úr Steypustöðinni, með færslunni skrifar framherjinn svo einfaldlega „…“ Fjöldinn allur hefur líkað (e. Like) við færslu framherjans á Twitter. Þar á meðal er fjöldi fólks sem hefur tengingu við félagið, þar má til að mynda nefna: Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi leikmaður KR sem og íslenska landsliðsins Einstaklingur sem er í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins Hjalti Sigurðsson, leikmaður Leiknis R. sem er uppalinn í KR Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður ÍBV og fyrrverandi leikmaður KR Arnar Páll Garðarsson, hluti af þjálfarateymi KR í Bestu deild kvenna í sumar Ásdís Karen Halldórsdóttir, Íslandsmeistari með Val og fyrrverandi leikmaður KR Birgir Steinn Styrmisson, fyrrverandi leikmaður KR – fæddur 2004 – sem spilar í dag á Ítalíu Hinn 36 ára gamli Kjartan Henry er KR-ingur í húð og hár. Hann ólst upp hjá KR, fór ungur að árum í atvinnumennsku en sneri svo heim og var hluti af sigursælasta liði KR á þessari öld. Varð hann tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Hann hélt svo aftur á vit ævintýranna og sneri heim sumarið 2021. Þá skrifaði hann undir samning þangað til eftir tímabilið 2023 en nú virðist sem hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Vissulega má setja spurningamerki við að gefa leikmanni á þessum aldri jafn langan samning og raun ber vitni. Nú virðist sem hann hafi verið uppsegjanlegur að loknum tveimur árum og þá ræður KR að sjálfsögðu hvað það gerir. Það eru tvær hliðar á öllum málum en fyrir þau okkar sem standa fyrir utan Frostaskjól og horfa inn þá virðist sem KR sé að sparka einum af sínum dáðustu sonum út á götu. Með þeirri ákvörðun gæti félagið jafnframt skaðað tengsl við fjölskyldu hans, vini og vandamenn. Eins og kemur fram hér að ofan er víða pottur brotinn á Meistaravöllum, sérstaklega hjá knattspyrnudeild félagsins virðist vera. Það er deginum ljósara að félagið hefur verið á betri stað fjárhagslega en það þýðir ekki að öll umgjörð þurfi að fara fjandans til. Það virðist nokkuð langt í það að KR fari að ógna toppliðum Bestu deildanna en þangað til er allavega hægt að sýna þeim sem þá eru hjá félaginu þá virðingu sem þau eiga skilið. Ef öll standa saman sem eitt þá gæti KR ef til vill aftur komist á þann stall sem félagið vill vera í íslenskri knattspyrnu. Höfundur er íþróttablaðamaður og KR-ingur.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira