Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2022 10:19 Úkraínsk börn sem tekin voru frá ríkisstofnun í Donetsk-héraði og flutt til Rússlands. AP Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. Rússar segja að börnin séu munaðarlaus og hafi í mörgum tilfellum engan til sjá um þau eða þá að ekki sé hægt að ná í viðkomandi forráðamenn. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa hins vegar fundið vísbendingar um að börnum hafi beinlínis verið rænt. Í umfangsmikilli grein sem AP birti í gær kemur fram að börn sem hafa misst foreldra sína í árásum Rússa hafi meðal annars verið flutt til Rússlands. Þá hafa börn sem voru vistuð á ríkisstofnunum í Úkraínu verið flutt í massavís til Rússlands þar sem rússneskir foreldrar geta ættleitt þau. Ráðamenn í Úkraínu segja að mörg þeirra barna sem Rússar hafa tekið ekki hafa verið munaðarlaus heldur hafi þau verið á forræði ríkisins vegna erfiðra aðstæðna foreldra þeirra. Logið að börnunum í Rússlandi Í grein AP, sem byggir á gögnum frá bæði Úkraínu og Rússlandi og viðtölum við fjölda fólks í báðum löndum segir einnig að logið hafi verið að börnum um að foreldrar þeirra vildu þau ekki lengur, þau hafi verið notuð við áróður í Rússlandi og gefin rússneskum fjölskyldum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðarmorðs. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Saksóknarar sem AP ræddi við segja mögulegt að beintengja þessi mannrán við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Jafnvel þó foreldrar þeirra séu látnir þá eiga börn að vera áfram í eigin landi, samkvæmt sérfræðingum. Þá meina rússnesk lög foreldrum þar í landi að ættleiða börn frá öðrum ríkjum en Pútín skrifaði undir ný lög í maí sem gerðu ættleiðingar barna frá Úkraínu mögulegar. Lögin gerðu sömuleiðis fjölskyldumeðlimum barnanna og yfirvöldum í Úkraínu erfiðara að fá börnin aftur. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP þar sem meðal annars er fjallað um Olgu Lopatkinu og sex börn hennar sem urðu innlyksa í Maríupól, þar sem þau voru í búðum á vegum ríkisins, þegar borgin var umkringd af rússneskum hersveitum. Börnin voru flutt til Rússlands en eftir fjóra mánuði tókst Olgu að fá þau aftur, með aðstoð hjálparsamtaka. Segja um átta þúsund börnum hafa verið rænt Ráðgjafi borgarstjóra Maríupól sagði AP að hundruð barna hefðu verið tekið þaðan. Í flestum tilfellum væri erfitt að segja til um hvort börnin ættu foreldra og aðra forræðismenn eða ekki, eða hvort þeim hefði einfaldlega verið rænt. Erfitt er að segja til um raunverulegan fjölda barna sem flutt hafa verið til Rússlands. Úkraínumenn segja vitað til þess að nærri því átta þúsund börnum hafi verið rænt en Rússar hafa aldrei gefið upp raunverulegar tölur. Maria Lvova-Belova, sem heldur utan um réttindi barna í Rússlandi, sagði strax í mars að rúmlega þúsund börn frá Úkraínu hefðu verið flutt til Rússlands og að rúmlega 130 hefðu fengið rússneskan ríkisborgararétt. Hún staðhæfði að börnin þyrftu aðstoð Rússa vegna þeirra áfalla sem þau hefðu orðið fyrir. Þau svæfu illa og grétu eftir að hafa þurft að búa í kjöllurum og sprengjuskýlum, sem þau þurftu að gera vegna árása Rússa. Fyrr í haust birtust myndbönd af um þrjátíu barna hópi frá Maríupól syngja úkraínska þjóðsönginn, eftir að þau höfðu verið flutt til Rússlands. Lvova-Belova sagði í september gagnrýni þessara barna hefði breyst í ást í garð Rússlands. Í svari við fyrirspurn AP sem barst frá skrifstofu hennar segir að yfirvöld í Rússlandi væru að „hjálpa börnum“ og tryggja rétt þeirra á að lifa í friði og vera hamingjusöm. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16 Flóttamenn frá Kherson komnir til Rússlands Flóttamenn frá Kherson héraðinu í suðurhluta Úkraínu eru farnir að koma til Rússlands eftir að leppstjórn Rússa í héraðinu hvatti íbúa til að flýja öryggis síns vegna. Sérfræðingar segja þetta benda til þess að heljartak Rússa á héraðinu sé farið að linast. 14. október 2022 06:56 Gasið flæðir frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn Gas er nú byrjað að flæða frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn. Þetta er hluti af aukinni samvinnu ríkjanna í orkumálum vegna orkukreppu í Evrópu. 13. október 2022 22:58 „Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05 „Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Rússar segja að börnin séu munaðarlaus og hafi í mörgum tilfellum engan til sjá um þau eða þá að ekki sé hægt að ná í viðkomandi forráðamenn. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa hins vegar fundið vísbendingar um að börnum hafi beinlínis verið rænt. Í umfangsmikilli grein sem AP birti í gær kemur fram að börn sem hafa misst foreldra sína í árásum Rússa hafi meðal annars verið flutt til Rússlands. Þá hafa börn sem voru vistuð á ríkisstofnunum í Úkraínu verið flutt í massavís til Rússlands þar sem rússneskir foreldrar geta ættleitt þau. Ráðamenn í Úkraínu segja að mörg þeirra barna sem Rússar hafa tekið ekki hafa verið munaðarlaus heldur hafi þau verið á forræði ríkisins vegna erfiðra aðstæðna foreldra þeirra. Logið að börnunum í Rússlandi Í grein AP, sem byggir á gögnum frá bæði Úkraínu og Rússlandi og viðtölum við fjölda fólks í báðum löndum segir einnig að logið hafi verið að börnum um að foreldrar þeirra vildu þau ekki lengur, þau hafi verið notuð við áróður í Rússlandi og gefin rússneskum fjölskyldum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðarmorðs. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Saksóknarar sem AP ræddi við segja mögulegt að beintengja þessi mannrán við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Jafnvel þó foreldrar þeirra séu látnir þá eiga börn að vera áfram í eigin landi, samkvæmt sérfræðingum. Þá meina rússnesk lög foreldrum þar í landi að ættleiða börn frá öðrum ríkjum en Pútín skrifaði undir ný lög í maí sem gerðu ættleiðingar barna frá Úkraínu mögulegar. Lögin gerðu sömuleiðis fjölskyldumeðlimum barnanna og yfirvöldum í Úkraínu erfiðara að fá börnin aftur. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP þar sem meðal annars er fjallað um Olgu Lopatkinu og sex börn hennar sem urðu innlyksa í Maríupól, þar sem þau voru í búðum á vegum ríkisins, þegar borgin var umkringd af rússneskum hersveitum. Börnin voru flutt til Rússlands en eftir fjóra mánuði tókst Olgu að fá þau aftur, með aðstoð hjálparsamtaka. Segja um átta þúsund börnum hafa verið rænt Ráðgjafi borgarstjóra Maríupól sagði AP að hundruð barna hefðu verið tekið þaðan. Í flestum tilfellum væri erfitt að segja til um hvort börnin ættu foreldra og aðra forræðismenn eða ekki, eða hvort þeim hefði einfaldlega verið rænt. Erfitt er að segja til um raunverulegan fjölda barna sem flutt hafa verið til Rússlands. Úkraínumenn segja vitað til þess að nærri því átta þúsund börnum hafi verið rænt en Rússar hafa aldrei gefið upp raunverulegar tölur. Maria Lvova-Belova, sem heldur utan um réttindi barna í Rússlandi, sagði strax í mars að rúmlega þúsund börn frá Úkraínu hefðu verið flutt til Rússlands og að rúmlega 130 hefðu fengið rússneskan ríkisborgararétt. Hún staðhæfði að börnin þyrftu aðstoð Rússa vegna þeirra áfalla sem þau hefðu orðið fyrir. Þau svæfu illa og grétu eftir að hafa þurft að búa í kjöllurum og sprengjuskýlum, sem þau þurftu að gera vegna árása Rússa. Fyrr í haust birtust myndbönd af um þrjátíu barna hópi frá Maríupól syngja úkraínska þjóðsönginn, eftir að þau höfðu verið flutt til Rússlands. Lvova-Belova sagði í september gagnrýni þessara barna hefði breyst í ást í garð Rússlands. Í svari við fyrirspurn AP sem barst frá skrifstofu hennar segir að yfirvöld í Rússlandi væru að „hjálpa börnum“ og tryggja rétt þeirra á að lifa í friði og vera hamingjusöm.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16 Flóttamenn frá Kherson komnir til Rússlands Flóttamenn frá Kherson héraðinu í suðurhluta Úkraínu eru farnir að koma til Rússlands eftir að leppstjórn Rússa í héraðinu hvatti íbúa til að flýja öryggis síns vegna. Sérfræðingar segja þetta benda til þess að heljartak Rússa á héraðinu sé farið að linast. 14. október 2022 06:56 Gasið flæðir frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn Gas er nú byrjað að flæða frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn. Þetta er hluti af aukinni samvinnu ríkjanna í orkumálum vegna orkukreppu í Evrópu. 13. október 2022 22:58 „Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05 „Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16
Flóttamenn frá Kherson komnir til Rússlands Flóttamenn frá Kherson héraðinu í suðurhluta Úkraínu eru farnir að koma til Rússlands eftir að leppstjórn Rússa í héraðinu hvatti íbúa til að flýja öryggis síns vegna. Sérfræðingar segja þetta benda til þess að heljartak Rússa á héraðinu sé farið að linast. 14. október 2022 06:56
Gasið flæðir frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn Gas er nú byrjað að flæða frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn. Þetta er hluti af aukinni samvinnu ríkjanna í orkumálum vegna orkukreppu í Evrópu. 13. október 2022 22:58
„Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05
„Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“