Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2022 08:14 Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, á fréttamannafundinum í morgun. AP Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. Leiðtogar Moderaterna, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og Svíþjóðardemókrata greindu frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan átta. Þau kynntu þar um fimmtíu síðna stjórnarsáttmála og sagði Kristersson að flokkarnir fjórir gætu boðið sænsku þjóðinni upp á þá breytingu sem kallað var eftir í kosningunum í síðasta mánuði. Gengur á fund þingforseta Kristersson mun síðar í dag ganga á fund þingforsetans Andreas Norlén til greina honum formlega frá samkomulaginu. Má reikna með að Norlén muni svo tilnefna Kristersson sem nýjan forsætisráðherra og mun sænska þingið greiða atkvæði um hana á mánudaginn. Verði tillagan samþykkt verður í kjölfarið tilkynnt um hverjir munu gegna hvaða ráðherraembættum. Kristersson sagði á blaðamannafundinum að það muni taka tíma að ná þeim breytingum í gegn sem kallað var eftir, meðal annars á sviði orkumála og innflytjendamála. Hann sagði markmið nýrrar stjórnar vera að sameina, en ekki sundra. Leiðtogar hægriflokkanna ganga til fundarins.AP Kristersson sagði að hin nýja ríkisstjórn muni vinna náið með Svíþjóðardemókrötum og sagði Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, að flokkur hans muni, í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn á hægri vændnum, hafa umfangsmikil áhrif á stefnu hinnar nýju stjórnar. Náðu meirihluta Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar hafa alla tíð talað gegn auknum straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Flokkarnir þrír sem munu mynda ríkisstjórn töpuðu allir fylgi milli kosninga, en Svíþjóðardemókratar bættu við sig verulegu fylgi sem gerði það að verkum að hægri blokkin tryggði sér meirihluta þingsæta. Kristersson mun að óbreyttu taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna, sem tók við embættinu fyrir um ári. Jafnaðarmannaflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum í september, en vinstri blokkin tapaði þó samanlögðu fylgi þannig að hægri blokkin náði meirihluta. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Leiðtogar Moderaterna, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og Svíþjóðardemókrata greindu frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan átta. Þau kynntu þar um fimmtíu síðna stjórnarsáttmála og sagði Kristersson að flokkarnir fjórir gætu boðið sænsku þjóðinni upp á þá breytingu sem kallað var eftir í kosningunum í síðasta mánuði. Gengur á fund þingforseta Kristersson mun síðar í dag ganga á fund þingforsetans Andreas Norlén til greina honum formlega frá samkomulaginu. Má reikna með að Norlén muni svo tilnefna Kristersson sem nýjan forsætisráðherra og mun sænska þingið greiða atkvæði um hana á mánudaginn. Verði tillagan samþykkt verður í kjölfarið tilkynnt um hverjir munu gegna hvaða ráðherraembættum. Kristersson sagði á blaðamannafundinum að það muni taka tíma að ná þeim breytingum í gegn sem kallað var eftir, meðal annars á sviði orkumála og innflytjendamála. Hann sagði markmið nýrrar stjórnar vera að sameina, en ekki sundra. Leiðtogar hægriflokkanna ganga til fundarins.AP Kristersson sagði að hin nýja ríkisstjórn muni vinna náið með Svíþjóðardemókrötum og sagði Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, að flokkur hans muni, í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn á hægri vændnum, hafa umfangsmikil áhrif á stefnu hinnar nýju stjórnar. Náðu meirihluta Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar hafa alla tíð talað gegn auknum straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Flokkarnir þrír sem munu mynda ríkisstjórn töpuðu allir fylgi milli kosninga, en Svíþjóðardemókratar bættu við sig verulegu fylgi sem gerði það að verkum að hægri blokkin tryggði sér meirihluta þingsæta. Kristersson mun að óbreyttu taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna, sem tók við embættinu fyrir um ári. Jafnaðarmannaflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum í september, en vinstri blokkin tapaði þó samanlögðu fylgi þannig að hægri blokkin náði meirihluta.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36