Evrópumeistarar í dýraníði - það er Ísland - fyrri hluti Árni Stefán Árnason skrifar 13. október 2022 16:31 Ef ég ætti, að skilgreina opinbera dýravernd og að nokkru leyti dýravernd umráðamanna hérlendis sækir sú hugsun fyrst að mér að við séum Evrópumeistarar í dýraníði. Þegar dýraníð á sér beinlínis stað með heimild stjórnvalda, afskiptaleysi þingmanna og lögreglu og getur verið afleiðing framtaks- og/eða skeytingaleysis embættismanna og sumra umráðamanna verður fyrirsögnin rökrétt. Verulegt dýraníð á sér stað með leyfi stjórnvalda í ýmsu dýrahaldi og hjá villtum dýrum á Íslandi eins og rökstutt verður í seinni hluta þessara skrifa. Auðmýking dýraverndar er sláandi hérlendis. Athafnir og athafnaleysi íslenskra stjórnvalda eru verk Íslands Ísland leyfir blóðmeraníð áfram, frumvarpi um blóðmerabann var slátrað í nefndarstarfi Alþingis og valdbeiting hins Vinstri græna (VG) matvælaráðherra við framkvæmd dýravelferðarlaga heimilar það áfram þó næstum öll þjóðin sé ósammála honum. Lýðræðislegt umboð hans er með því minnsta, sem þekkist í lýðræðisríki og fylgið við þingflokk hans skv. könnunum í botni. Blóðmeraníðið, fordæmt af þjóðinni og af flestum ríkjum, en matvælaráðherra þykist vita betur. Málamiðlanir eru grundvöllur árangurs er dagskipun forsætisráðherra og formanns VG. Í stefnuskrá hreyfingarinnar um dýravernd segir: Framtíðarsýn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er að landbúnaður á Íslandi verði kolefnishlutlaus, stundaður í sátt við náttúruna með sjálfbæra nýtingu lands og velferð dýra í forgrunni. Hinu undirstrikaða er VG búið að marg nauðga með ítrekuðum svikum í málaflokknum, sem líklega má rekja til undirgefinna málamiðlana við Framsókn og Íhaldið. Hvorugur flokkur má sjá að hreyft sé við hagsmunum búfjárhalds og sjávarútvegs jafnvel þó meint ill meðferð dýra sé undir. Sem fæst sjónarmið að borðinu ,,Sem flest sjónarmið að borðinu" boðaði matvælaráðherra úr ræðustól þingsins eftir stefnuræðu forsætisráðherra við setningu löggjafarþings. Fagurgali, sem virðist hafa það eina markmið að húkka vinsældir í fallandi fylgi og telja kjósendum VG trú um áreiðanleika sinn. Hann minntist t.d. ekki á dýravernd í ræðu sinni eftir setningarræðu forsætisráðherra nýlega, frekar en nokkur annar þingmaður, sem endranær. Þó er framkvæmd laga um velferð dýra, dýravernd, einn af mikilvægustu málaflokkumráðuneytis Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og hún æðst ráðandi á því sviði. Erfitt er að koma auga á fagmennsku í ákvörðunum Svandísar í blóðmeramálinu. Hún hefur, að mínu mati, blaðrar af þekkingarleysi um það, ekki hlustað á þær raddir, sem hún kallar þó eftir og margar eru mjög vel að sér um málið. Framkoma hennar og verklag í því máli hefur mér fundist einkennast af hroka, yfirlæti, virðingarleysi og ótrúverðugleika við velferð dýra. Í verki sýnir hún að sjónarmið dýraverndarsinna fá lítið vægi. Því kynntist ég rækilega þá er hún var umhverfisráðherra kölluð til að reyna að vernda hross í Borgarnesi vegna mengunar frá álveri. Boðaði fund í mikilvægu máli og sendi síðan fulltrúa sinn á fundinn. Fundi, sem var aflýst að kröfu aðila vegna fjarveru hennar, sem vítuðu hana við fundarborð ráðuneytisins og kröfðust nýs fundar og nærveru hennar. Nærvera, sem síðan gerði ekkert gagn því henni var síðar hent í annað ráðuneyti auk þess, sem hún sýndi einungis tilgerðarlegan áhuga á hrossum, sem voru að drepast - hægum dauðdaga - úr flúormengun. Þetta er verklag matvælaráðherra Svandísar Svavarsdóttur í dýravernd. Erfitt er að virða svo ósannfærandi ráðherra, sem aukinheldur gagnrýnir samstarfsflokk sinn grimmt og margsinnis í stjórnarandstöðu en mærir hástemmt korteri seinna í stjórnarsamstarfi. Heimild fyrir málamiðlanaást forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarsamstarfi er auk þess ekki að finna í lögum um velferð dýra. Samt fer Svandís þá leið, beitir valdníðslu á dýrin. Glórulaust. Yfirdýralæknir kóar á rauðu ljósi Yfirdýralæknir, með höfuðstöðvar í hinn umdeildu Matvælastofnun (MAST) kóar á rauðu ljósi með Svandísi yfirmanni sínum þó segi í lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr að dýralæknar og heilbrigðisstarfsmenn dýra skuli standa vörð um heilsu dýra í landinu, stuðla að bættu heilsufari og velferð þeirra, aukinni arðsemi búfjár og góðum aðbúnaði og meðferð dýra. - Hvað segir yfirdýralæknir? Hann segir: ég sé um framkvæmd dýravelferðarlaganna og hef ekki skoðun á framangreindum 1. ml. 2. gr. laga um dýralækna. Þvílík eymd segi ég og siðrof. Langur aðdragandi um mikilvæg málefni dýraníðs á Íslandi Grein með þessari fyrirsögn hefur blundað í mér frá því sl. vori eða þegar nokkrir þingmenn sendu framvindu blóðmeramálsins í aftöku í einni af allt of valdamiklum nefndum þingsins. Þeir geta hindrað framvindu mikilvægra mála, eytt þeim í miðjum meðförum sjálfs löggjafans. Meirihluti lítillar nefndar, máski með verulega takmarkaða þekkingu í málaflokki, getur skert frekara tjáningarfrelsi annara þingmanna í þingsal um mikilvægt mál eftir fyrstu umræðu. Reitt verður hátt til höggs Mörgum mun þykja ég reiða hátt til höggs með fyrirsögninni og efnistökunum. Ástæðan er einföld, ég er fullur langvarandi reiði og þreytu á framgöngu þriggja valdamanna Matvælastofnunar og ráðherrum málaflokksins dýravernd, nú og fyrr. Hrossaníðið í Borgarnesi, blaður stjórnvalda, eftirlits og sinnuleysi í því máli varð þess valdandi að ég stökk loksins á efnið og mun gusta frá mér í þessum skrifum. Skrifin voru snúin enda efnið umfangsmikið og í raun ótrúlegt að maður sjái sig tilneyddan í réttarrríki árið 2022, að setja þetta niður á blað miðað við þá nokkuð nútímalegu löggjöf, sem í gildi er, þó að nokkru sé klædd í búning hagsmunaaðila eða a.m.k. oftast túlkuð þeim í hag og/eða að ekkert er hreinlega farið eftir henni. Ef svo væri, væru t.d. ýmsar greinar búfjárhalds hreinlega ekki leyfðar í landinu ef eða þær a.m.k. stundaðar einungis með öðrum hætti eins og lífrænni vottun. Ástríðan fyrir uppgangi dýraverndar, að mínu mati á hraðri niðurleið, rekur mig áfram ásamt ágætri þekkingu á þessu málum. Ég tel mig eiga fullt erindi með að fjalla um efnið og að það eigi erindi til lesenda. Dýraníð með þöglu samþykki stjórnvalda ,,dýraníð á sér stað með þöglu samþykki stjórnvalda eftirlit MAST er grútmáttlaust. Það er óumdeilt að eftirlit MAST er ekki að virka og kominn tími til að stokka þá starfsemi upp með rótum.“ Þetta er haft eftir Ingu Sæland þingmanni í viðtali við visir.is nýlega o.fl. fleira í þessum dúr var haft eftir öðrum á ýmsum miðlum. - Þetta er rétt. Tilefni orða Ingu er hrossaníð í Borgarnesi. Það sem Inga segir hef ég ég jafnframt marg rökstutt á sl. áratug í umfangsmikilli lögfræðiritgerð um íslenska dýravernd, í óteljandi blaðagreinum og tugum útvarpsviðtala en án nokkurs áhuga né viðbragða Alþingis, þöggunar og áhugaleysis framkvæmdavaldsins auk verulegs sinnuleysis fjórða valdsins, fjölmiðla, þá er á hefur verið bent. Þá hafa dómarar ekki beinlínis beitt fælandi refsingum og sum mál rata hreinlega ekki til dómstóla. Hvað varð t.d. um kærur vegna blóðmeramálsins? Er rannsóknarlögreglan ennþá að velta fyrir sér hvort brotin hafa verið refsiákvæði dýravelferðarlaga og ég leyni ekki forvitni minni, hverjir voru kærðir af MAST í blóðmeramálinu ef í raun einhverjir? Hrottalegasta meðferð á dýrum, sem sést hefur og var opinberuð í heimildakvikmynd um blóðmeramálið. Á sviði dýraverndar er Ísland langt frá því að vera réttarríki Undanfarinn áratug hef ég komið að dýravernd með áberandi hætti, sem lögfræðingur umbjóðenda og áhugamaður. Ég hóf gagnrýni mína á eftirlit MAST fyrir löngu síðan og ætíð reynt að byggja á hlutlægni studda af sérþekkingu minni á dýraverndarlögunum, áralangri reynslu af dýrahaldi og reynslu af samskiptum við stofnunina. Síðan þá hef ég beint spjótum mínum nær linnulaust að yfirdýralækni í ræðu og riti. Hans er að framkvæma lög um dýravelferð og hann er jú dýralæknir, sem ber ríkar skyldur skv. lögum um dýralækna en sniðgengur að mínu mati. Hann ætti að hafa tilfinningu fyrir að bregðast við skrifum um þjáningu dýra á Íslandi. Það hefur hann ekki gert nema endrum og eins og þá oft eftir dúk og disk á meðan dýrin þjást á meðan hann þarf að hugsa sig um gagnvart hinum augljósa. Skrifin hafa aldrei fallið í góðan jarðveg hjá honum. Hann virðist taka þeim persónulega fremur en að hætti vandaðs embættismanns, til skoðunar, tækifæri til sjálfs gagnrýni og jafnvel til eftirbreytni. Einhverntíma sagði háttsettur starfsmaður MAST við mig: reyndu að hjálpa yfirdýralækni fremur en að gagnrýna hann. Gerði slíka tilraun árangurslaus. Yfirdýralæknir reynist vera langrækinn þegar spjótum er að embættisfærslum hans eða athafnaleysi. Það er einhver mesti veikleiki flestra embættismanna, að taka gagnrýni persónulega og draga reiði sína svo með sér árum saman í formi langrækni. Strax í upphafi ferils míns í dýraverndarlögfræði neitaði yfirdýralæknir t.d. að taka á móti mér og einum virtasta blaðamanni landsins, Elínu Hirzt, sem þá var þingmaður og óskaði eftir fundi með yfirdýralækni, þá nýtekin við því embætti. Fundi til fara yfir málefni dýraverndar á Íslandi. Yfirdýralæknir hafnaði því. Hann virðist reyndar þjakaður af svo mikilli innilokunarráttu að hann kemur vart fram í málefnum dýraverndar þó hann eigi að heita kyndilberi íslenskrar dýraverndar að lögum. Hverjir bera ábyrgð og eru valdahafar Áður en lengra er haldið með mál, sem birtast fljótlega í seinni hluta þessara skrifa og ég tel mikilvægt að reifa til að rökstyðja skrif mín, er rétt að varpa ljósi á hverjir bera ábyrgð á eftirliti og framkvæmd dýravelferðarlaganna og eiga þar með að veita velferð dýra brautargengi í þessu svokallað réttarríki okkar. Formlegur yfirstjórnandi er Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Ég skrifa formlegur því spyrja má hvort hún ráði í raun nokkru í ráðuneyti sem fer með málefni landbúnaðar og sjávarútvegs. Þingflokkur hennar nýtur einungis um 9% fylgis skv. skoðanakönnunum, sem kemur ekki á óvart og fer VG ansi frjálslega með stefnu sína í dýravernd. Meirihluti þjóðarinnar er skv. skoðanakönnun ósammála Svandísi í tveimur stærstu dýraverndarmálum samtímans, blóðmera og hvalveiðimálinu, landbúnaðar og sjávarútvegsmál. Hún skeytir litlu um það enda frjáls sannfæringa sinna, sem þingmaður! Gefur út umdeilanlegar reglugerðir, sem engin veit hvort gagn verður af enda eftirlit MAST í molum. Reglugerðaútgáfur til að róa lýðinn. Það virkar, hann þagnar. Hvort hið lága fylgi sé afleiðing þess að Svandís fer þvert gegn lýðræðisviljanum í þeim málum skal látið ósagt en það er umhugsunarefni að ráðherra með svo lítið pólitískt bakland hjá kjósendum skuli fara með svo mikil völd á sviði dýraverndar og bókstaflega vinna gegn lögvörðum hagsmunum dýranna á köflum með verulega slæmum afleiðingum fyrir þau. Það hefur sýnt sig að ávinningur dýranna af Svandísi sem ráðherra dýraverndar er engin. Hún þóknast hagsmunaaðilum og ekki ólíklega fyrirmælum frá samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn langt umfram það sem góðu hófi gegnir á kostnað dýraníðs. Ef Svandís telur sér trú um það að hún hafi fullt vald á málaflokknum dýravernd er hún veruleikafirrt. Það tekur mörg ár að læra á innviði. Svandísi er hent á milli ráðuneyta og brátt verður hún komin í annað ráðuneyti eða hætt á þingi. Það er lýsandi ferill íslenskra stjórnmálamanna. Guðmundi Inga var kippt úr umhverfisráðuneytinu, þar þótti hann óþægilegur. Svona braskar Íhaldið. VG og Framsókn eru uppfyllingarefni, sem finnst stólarnir mikilvægari en öll pólitísk prinsipp. Þar er VG verst. Framkvæmdaábyrgðin Ráðherra felur forstjóra MAST og yfirdýralækni framkvæmd dýravelferðarlaganna. Ábyrgar fyrir því eru dr. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, umhverfisefnafræðingur og forstjóri MAST og Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir. Ábyrgð borgaranna og umráðamanna skv. lögum um velferð dýra er að sama skapi óumdeild. Vopn þessara tveggja aðila til að vinna gegn dýraníði eru settur réttur, sem er lög um velferð dýra og reglugerðir (misgáfulegar) settar með heimild í settum rétti. Settur réttur eru lögin sem Alþingi samþykkir. Röng beiting, jafnvel í átt að valdníðslu eða engin er þekkt. Ritaðar eru reglugerðir með heimild í lögum, sem eiga að heita bein framlenging setts réttar og eiga að vera samhljóða meginefni þeirra og nákvæmari útfærsla á lagaákvæðum en eru oft þvert á meginsjónarmið þeirra laga. Þetta vald veitir Alþingi ráðherrum í allt of ríku mæli að mínu mati þrátt fyrir að augljóslega sé afar lítil þekking á ákveðnum málaflokkum innan ráðuneyta eins og dæmi að hafa sýnt og á við um málefni dýra í matvælaráðuneytinu. Það er reyndar búið að vera vandamál frá upphafi lagasetningar á Íslandi að hið pólitíska framkvæmdavald fær heimild til að fikta í lagasetningu og leiðir oft til þess að útfærðar eru kröfur hagsmunaaðila fremur en að lagatextinn sjálfur, settur réttur, fyrirmæli Alþingis, sé útfærður frekar og af meiri nákvæmni. Þetta krukk krefst síðan engrar umræðu þingsins. Ráðherrar dansa þar semsagt eftir eigin höfði oft með skrautlegri útfærslu hagsmunaaðila, sem þeir virðast oft neyddir til að þjóna. Það á ekki síst við í dýravernd þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eru við völd. Flokkarnir sem ég fullyrði að fjarstýri Matvælaráðuneytinu í landbúnaðar of sjávarútvegsmálum. Dæmi um það eru áðurnefndar nýlegar reglugerðir um blóðmerar og hvalveiðar. Blóðmeraníð og þjáningafullar hvalveiðar skildi nú alls ekki afnema hugsar ráðherrann já og sú ríkisstjórn, sem hann situr í, þó hvorttveggja sé svo augljóslega andstætt lögum um velferð dýra að hver sæmilega læs borgari sér það í fyrsta yfirlestri og þarf ekki minnstu þekkingu í lögfræði. Hinn lögfróði forstjóri/fjölmiðlafulltrúi MAST Forstjóri MAST er nú orðin aðal viðmælandi fjölmiðla í málefnum dýraverndar þ.á. m. RÚV. Hann þótti ekki tækur á móti mér í Kastljósi sl. vetur í umræður vegna blóðmeramálsins. Ritstjórinn þáverandi, framsóknarmaðurinn Einar Þorsteinsson, taldi að sökum menntunar dr. Hrannar, sem umhverfisefnafræðingur, hefði hún ei næga þekkingu. Niðurlægjandi fyrir dr. Hrönn, ef satt er, en ég taldi tilbúning til að forðast umræðuna í Kastljósi, vegna spillingar innan RÚV. Hvorki yfirdýralæknir né staðgengill hans þá þorðu heldur á móti mér þó kallað hefði verið eftir því á samfélagsmiðlum. Kastljósþætti um blóðmeramálið var því aflýst og því aðallega borið við að myndver RÚV í Efstaleiti væri ekki Skype vætt en upphaflega átti að fá Sigríði Björnsdóttur staðgengil yfirdýralæknis, þá staðsett nyrðra, á móti mér. Eymd ríkisfjölmiðilsins hefur reyndar verið svo mikil í þessu stærsta dýraníðsmáli Íslandssögunnar að engin fréttaskýringaþáttur þ.m.t. Edduverðlaunahafinn Kveikur, fékk leyfi til að fjalla um málið og mun ég fjalla sérstaklega um höfnun Kveiks í hluta II. Öðruvísi er ekki hægt að komast að orði því það virðist ríkja spilling og ritskoðun innan RÚV. Einungis hefur dúkkað upp með öllu gagnrýnislaus fréttaflutningur fréttastofu miðilsins. Mál sem er á hörmungarstað í dag og á sama stað og áður. Aftur er verið að níðast á blóðmerum í blóðtöku þrátt fyrir að þjóðarvilji sé gegn enda sýna kannanir að matvælaráðherra hlustar ekki á þjóðina og hann uppsker vinsældir eftir því!Ég þreytist seint að tala um fjölmiðla í samhengi við dýravernd. Ég hef nefnilega þá trú að fjórða valdið sé mjög mikilvægt vald til að þoka málum til réttlætis, sé því beitt af réttum aðilum innan fjölmiðlanna. Það er stundum gert og uppskeran eru verulegar umbætur fyrir dýrin. Dýraníðingar njóti verndar umfram dýrin En allt í einu og þrátt fyrir mat framsóknarstjörnunnar, þáverandi ritstjóra Kastljós er forstjórinn tækur til að tjá sig. Málflutningur hans felst helst í að standa vörð um hagsmuni MAST og verja starfshætti stofnunarinnar, sem engin botnar upp né niður í sbr. viðbrögð Ríkisendurskoðanda og vikið verður að síðar. Eiginhagsmunir forstjórans og vernd MAST eru honum mikilvægastir og lítið ber á áhuga hans á hagsmunum dýra í viðtölum. Dr. Hrönn kemur nú linnulaust fram í miðlum og heldur því fram að persónuvernd gangi framar dýravernd. Að stjórnsýslulög gangi framar lögum um velferð dýra á sama tíma og stjórnsýslulögin kveða á um að aðrar og strangari reglur en þau lög gangi þeim lögum framar. Og dýravelferðarlögin segja: við erum lágmarksreglur. Lesa má úr viðtölum við forstjórann og aðra innan hans kontors vegna flestra dýraverndarmála að meintir dýraníðingar njóti verndar umfram dýrin sjálf. Þetta séu svo óskaplega viðkvæm gerendamál, dýraníðingar séu varðir af perónuverndarlögum og stofnunin tjái sig því ekki um einstök mál. Þau þoli ekki opinbera umfjöllun af tillitsemi við meintan geranda. Þetta láta fjölmiðlar hindra mikilvægar umfjallanir um illa meðferð málleysingjanna. Kaupa þetta. Og hvað hefur forstjórinn fyrir sér í því, eða öllu heldur lögfræðingar MAST, sem hann þiggur ráð frá, að stjórnsýslulögin séu þau lög sem beita skuli fyrst og síðast í málum af þeim toga sem kom upp í Borgarnesi, já eða í blóðmeramálinu? Það er akkúrat ekkert í lögum um velferð dýra sem vísar beinlínis í stjórnsýslulögin um málsmeðferð. Á einum stað er þar nefndur andmælaréttur. Um stjórnsýslulögin segir í þeim sjálfum: Lögin gilda þegar stjórnvöld, þar á meðal þegar stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. - 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga! Hvaða rétt og hvaða skyldur manna er verið að takast á um þegar maður er grunaður um meint brot á refsiákvæðum laga um velferð dýra? Hvað er grunur um meint brot af því tagi sem átti sér staði í Borgarnesi annað en grunur um meint brot á refsiákvæðum laga um velferð dýra og því sakamál, sem MAST ber að kæra til lögreglu? Af hverju hefur lögregla ekki sjálf rannsókn, henni ber það skv. almennum hegningalögum. Hverslags lögfræði er það láta dýrarétt linnulaust víkja fyrir óljósum heimatilbúnum persónuréttindum MAST og það órökstutt og það án nokkurra fyrirmæla í lögum? Hverslags réttargæsla dýra og lögfræði er það að láta dýrin aldrei njóta vafans heldur þann, sem grunaður er um hrottalega meðferð á dýrum og gefa þeim hinum sama séns til úrbóta sem áframhaldandi umráðamaður dýra sem augljóslega þjást? Þetta er undarlegur málatilbúnaður og hugsanavilla að mínu mati, að meintur dýraníðingur njóti réttarstöðu umfram dýr skv. persónuverndar og stjórnsýslulögum í stjórnsýslumáli rökstutt með tilvísun í persónuverndarlög þegar stjórnsýslulög eru skýr um það að strangari reglur en stjórnsýslulögin gangi framar. Þetta getur leitt af sér áframhaldandi dýraníð í tafsömum og undirmönnuðum ferli stjórnsýslumáls hjá MAST og þar með dýraníð með hlutdeild þessara aðila að mínu mati. Þá kem ég ekki auga á þessi sjónarmið í persónuverndarlögum og tel þau heimatilbúinn misskilning í höfuðstöðvum MAST eins og margt annað. Ég hlýt því að spyrja mig, eins og margir aðrir, hvað valdi því að lagaþekking á þessum réttarsviðum sé svo lítil innan stofnunarinnar að það beinlínis leiði til dýraníðs vegna seinagangs og hreins roluháttar. Ástæðan er líklega sú að forstjóri MAST gerir ekki kröfu um það hvorki til lögfræðinga stofnunarinnar, sjálfrar sín né gerir matvælaráðherra þær kröfur til hennar og sín. Réttaráhrif dýravelferðarlaga í molum hjá MAST Dýraeftirlitsþátturinn og þ.m.t. framkvæmd MAST á lögum um velferð dýra er í molum eða grútmáttlaus eins og þingmaðurinn framangreindi sagði réttilega. Svo illa er fyrir henni komið að Ríkisendurskoðandi hefur loksins ákveðið að greina þennan þátt starfsemi MAST. Eðli slíkrar ákvörðunar er að honum er misboðið. Ein ástæða þess, sem ég vil kalla endurtekna handvömm framangreindra, gæti verið að tveir hinir fyrst nefndu hafa hreinlega ekki þekkingu á eðli dýraverndar, eins og lögin kalla eftir henni. Ég nota nafngreiningaaðferðina í þetta skipti því mér finnst mjög ósanngjarnt, eins og fjölmiðlar gera, að fella heila stofnun og þar með tugi starfsmanna hennar undir afmarkað en verulegt vandamál, sem lýtur að lífsgæðum dýra og er í raun er aðeins handvömm fárra aðila. Og þar með fela þeir og hlífa þeim, sem í raun eru ábyrgir, forstjórinn og yfirdýralæknir en sýkja með vissum hætti á sama tíma mannorð allra starfsmanna MAST. Ég leyfi mér að ganga svo langt að fullyrða það sem ég veit að margir kjarnaaðilar í dýravernd hugsa og fylgst hafa með starfsháttum núverandi og fyrrverandi forstjóra MAST, yfirdýralækni og ráðherrum málaflokksins nú og 10 ár aftur í tímann að þessir aðila hafa ekki haft né hafa mikla þekkingu á, hvert lögbundið hlutverk þeirra er þessum efnum eða hreinlega sniðgengið það og þar af leiðandi er hæfni þeirra til að hrynda velferð dýra á Íslandi í framkvæmd lítil. Það sýna einfaldlega verk þeirra. Annar tveggja hinna æðst settu hjá stofnuninni, forstjórinn er umhverfisefnafræðingur og hefur ekki neinn faglegan og akademískan bakgrunn á sviði dýraverndar. Slíkt myndi ekki gerast í einkageiranum en þykir sjálfsagt í vinahygli opinbera geirans. Tekin frá MATÍS yfir til MAST vegna reynslu sinnar frá fyrrnefnda staðnum, skv. rökstuðningi fyrir ráðningu, en tilgangur þess félags er að sinna rannsóknum og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnulífsins o.fl. Ég spyr því sérstaklega í þágu aukinni gæða í íslenskri dýravernd: hvað er sameiginlegt með MAST og MATÍS, sem olli því að núverandi forstjóri þótti sérstaklega heppilegur til að taka við framkvæmd dýraverlferðarlaga skv. lögum um velferð dýra og þar með eftirliti með yfirdýralækni en hann heyrir undir forstjóra skv. 2. mgr. 3. gr. laga um MAST. Framangreindir og forveri núverandi forstjóra hafa oft beitt ýmsum valdheimildum sínum með óskiljanlegum, órökstuddum og vanhugsuðum hætti, séð frá sjónarhóli lögfræðings. Ég hef engra hagsmuna að gæta, en hef mikla ástríðu og verulegan faglegan og fræðilegan áhuga á framkvæmd laganna í samræmi við sjónarmið löggjafans við ritun þeirra og samþykki hans. Þau sjónarmið eru hafin yfir allan vafa við fræðilega skoðun. Framkvæmdin er önnur t.d. í mörgum greinum búfjárhalds. Lágmarksreglur víki fyrir veikari réttarheimildum Framangreindir láta, sem fyrr segir, persónuverndar og stjórnsýslulagasjónarmið ganga framar sjónarmiðum um dýravelferð þrátt fyrir að skýrt sé tekið fram í stjórnsýslulögum að strangari reglur en stjórnsýslulög skuli ganga þeim lögum framar og í dýravelferðarlögum að það séu lágmarksreglur. Sturluð beiting lögfræðinnar. Ríkisendurskoðanda nóg boðið Ríkisendurskoðandi sagði við fréttastofu RÚV að ærið tilefni væri til að skoða eftirlitsþáttinn í starfsemi MAST, ekki síst eftir umræðu síðustu daga um hrossin í Borgarnesi. Loxins segi ég eftir nær linnulaus skrif s.l. áratug um það sem ég vil kalla aðför toppanna í MAST að dýravernd og umráðamönnum dýra. Utan eins dýralæknis hafa þessir aðilar, að mínu mati ekki verið starfi sínu vaxnir. Sá var settur yfirdýralæknir um tíma, Sigurður Sigurðarson. Sigurður ku hafa fengið tiltal frá þáverandi ráðherra fyrir að láta hendur standa of mikið fram úr ermum í eftirliti sínu og athugasemdum við búfjárhald. Ég reikna með að Sigurði hafi stokkið bros á kinn þegar honum urðu áform Ríkisendurskoðanda kunn og orðið hafi til ljóð, ádeila á MAST, en Sigurður er landskunnur hagyrðingur, sem orð fer af. Hvort niðurstaða Ríkisendurskoðanda, sem ég get sagt mér fyrirfram um hver verður af því að ég trúi því að til rannsóknarinnar verði vandað, hafi svo nokkur áhrif þegar þingmenn eru ekki bundnir af neinu öðru en sannfæringu sinni og þrýstingi hagsmunaaðila er svo allt önnur ella og veldur mér fyrirfram áhyggjum. Yfirmannahræðsla innan MAST Dæmið um Sigurð Sigurðarson hér á undan sýnir að drottningarnar yfir MAST og ráðherra ritskoða orð og verk undirmanna sinna. Þá er klárt mál að óstöðugleiki er í mannauði undirmanna MAST vegna þessa og það skerðir t.d. gæði dýraeftirlits og gerir jafnvel ranglátt í garð dýra og umráðamanna. Því hef ég persónulega kynnst þegar ég bað um upplýsingar í eigin máli. Þó ég væri aðili máls þá þorði viðkomandi starfsmaður ekki að veita mér upplýsingar, taldi það gæti haft áhrif á eigin starfsframa en hann var þá á leið til starfa á öðrum vettvangi. Um var að ræða umtalsvert og óþægilegt inngrip yfirdýralæknis í feril máls, sem ég taldi víst að hann hefði gert til að hindra framgang þess af persónulegri illgirni í minn garð. Svo fór að yfirdýralæknir neyddist til að gefa sig enda beitti ég stjórnsýslulögunum af fullum mætti í andmælum. Fleiri dæmi má nefna þar sem dýralæknar MAST hafa reynt að sýnt fádæma ráðríki jafnvel þó mál hafa verið komin á forræði ráðherra með kæru stjórnvaldsákvörðunar. Þeim hefur auðvitað verið snúið niður samstundis og þeir þagnað. Svo mikil og ósanngjörn getur valdníðsla MAST gagnvart einstaklingum verið að þeim nánast blæðir í sál sinni. Um eitt slíkt dæmi mun ég fjalla í hluta II. Mistök að fela MAST eftirlit Það voru misstök að fela MAST eftirlit með velferð dýra. Nokkuð sem þáverandi ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon hafði tröllatrú á þegar hann mælti fyrir frumvarpinu lög um velferð dýra. - Engan afslátt skildi framar gefa af dýravernd. Jafn sannfærður og hann og hans ráðuneyti virtist vera, jafn ósammála var ég honum sem þá var forystumaðuri Vinstri grænna og gerði því ítarleg skil í hundrað blaðsíðna umsögn um frumvarpið enda taldi ég mig og tel ennþá hafa þekkingu a.m.k. á pari við hvern þingmann og örugglega ekki minni þekkingu en er innandyra hjá MAST. En það sem mestu máli skiptir er að afstaða mín er hlutlaus, ég hef engra hagsmuna að gæta annara en rétt dýranna að lögum og ekki geta þau varið sig. Afstaða byggð á tilgangi og markmiðum dýraverndarlaga. Þau eru ótvíræð um efni sitt. Afstaða þeirra sem hér á undan er getið verður aldrei hlutlaus! Hún lyktar yfirleitt af pólitískri spillingu. Um það eru mörg dæmi. Framangreind umsögn virðist ekki einu sinni hafa verið lesin því á daginn hefur komið að gagnrýni mín á fyrirætlanir um að færa eftirlit til MAST, reyndist réttmæt! Hvert málið á fætur öðru sl. áratug er vitnisburður um það og það mun ég reifa í hluta II. Ég læt hér staðar numið að sinni en hvet lesendur, sem ég vona að hafi haft gagn af, til að lesa seinni hluta, sem mun birtast eftir nokkra daga hvar ég reifa sinnuleysi stjórnvalda í alvarlegustu búfjármálunum og málefnum villtra dýra. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Árni Stefán Árnason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ef ég ætti, að skilgreina opinbera dýravernd og að nokkru leyti dýravernd umráðamanna hérlendis sækir sú hugsun fyrst að mér að við séum Evrópumeistarar í dýraníði. Þegar dýraníð á sér beinlínis stað með heimild stjórnvalda, afskiptaleysi þingmanna og lögreglu og getur verið afleiðing framtaks- og/eða skeytingaleysis embættismanna og sumra umráðamanna verður fyrirsögnin rökrétt. Verulegt dýraníð á sér stað með leyfi stjórnvalda í ýmsu dýrahaldi og hjá villtum dýrum á Íslandi eins og rökstutt verður í seinni hluta þessara skrifa. Auðmýking dýraverndar er sláandi hérlendis. Athafnir og athafnaleysi íslenskra stjórnvalda eru verk Íslands Ísland leyfir blóðmeraníð áfram, frumvarpi um blóðmerabann var slátrað í nefndarstarfi Alþingis og valdbeiting hins Vinstri græna (VG) matvælaráðherra við framkvæmd dýravelferðarlaga heimilar það áfram þó næstum öll þjóðin sé ósammála honum. Lýðræðislegt umboð hans er með því minnsta, sem þekkist í lýðræðisríki og fylgið við þingflokk hans skv. könnunum í botni. Blóðmeraníðið, fordæmt af þjóðinni og af flestum ríkjum, en matvælaráðherra þykist vita betur. Málamiðlanir eru grundvöllur árangurs er dagskipun forsætisráðherra og formanns VG. Í stefnuskrá hreyfingarinnar um dýravernd segir: Framtíðarsýn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er að landbúnaður á Íslandi verði kolefnishlutlaus, stundaður í sátt við náttúruna með sjálfbæra nýtingu lands og velferð dýra í forgrunni. Hinu undirstrikaða er VG búið að marg nauðga með ítrekuðum svikum í málaflokknum, sem líklega má rekja til undirgefinna málamiðlana við Framsókn og Íhaldið. Hvorugur flokkur má sjá að hreyft sé við hagsmunum búfjárhalds og sjávarútvegs jafnvel þó meint ill meðferð dýra sé undir. Sem fæst sjónarmið að borðinu ,,Sem flest sjónarmið að borðinu" boðaði matvælaráðherra úr ræðustól þingsins eftir stefnuræðu forsætisráðherra við setningu löggjafarþings. Fagurgali, sem virðist hafa það eina markmið að húkka vinsældir í fallandi fylgi og telja kjósendum VG trú um áreiðanleika sinn. Hann minntist t.d. ekki á dýravernd í ræðu sinni eftir setningarræðu forsætisráðherra nýlega, frekar en nokkur annar þingmaður, sem endranær. Þó er framkvæmd laga um velferð dýra, dýravernd, einn af mikilvægustu málaflokkumráðuneytis Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og hún æðst ráðandi á því sviði. Erfitt er að koma auga á fagmennsku í ákvörðunum Svandísar í blóðmeramálinu. Hún hefur, að mínu mati, blaðrar af þekkingarleysi um það, ekki hlustað á þær raddir, sem hún kallar þó eftir og margar eru mjög vel að sér um málið. Framkoma hennar og verklag í því máli hefur mér fundist einkennast af hroka, yfirlæti, virðingarleysi og ótrúverðugleika við velferð dýra. Í verki sýnir hún að sjónarmið dýraverndarsinna fá lítið vægi. Því kynntist ég rækilega þá er hún var umhverfisráðherra kölluð til að reyna að vernda hross í Borgarnesi vegna mengunar frá álveri. Boðaði fund í mikilvægu máli og sendi síðan fulltrúa sinn á fundinn. Fundi, sem var aflýst að kröfu aðila vegna fjarveru hennar, sem vítuðu hana við fundarborð ráðuneytisins og kröfðust nýs fundar og nærveru hennar. Nærvera, sem síðan gerði ekkert gagn því henni var síðar hent í annað ráðuneyti auk þess, sem hún sýndi einungis tilgerðarlegan áhuga á hrossum, sem voru að drepast - hægum dauðdaga - úr flúormengun. Þetta er verklag matvælaráðherra Svandísar Svavarsdóttur í dýravernd. Erfitt er að virða svo ósannfærandi ráðherra, sem aukinheldur gagnrýnir samstarfsflokk sinn grimmt og margsinnis í stjórnarandstöðu en mærir hástemmt korteri seinna í stjórnarsamstarfi. Heimild fyrir málamiðlanaást forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarsamstarfi er auk þess ekki að finna í lögum um velferð dýra. Samt fer Svandís þá leið, beitir valdníðslu á dýrin. Glórulaust. Yfirdýralæknir kóar á rauðu ljósi Yfirdýralæknir, með höfuðstöðvar í hinn umdeildu Matvælastofnun (MAST) kóar á rauðu ljósi með Svandísi yfirmanni sínum þó segi í lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr að dýralæknar og heilbrigðisstarfsmenn dýra skuli standa vörð um heilsu dýra í landinu, stuðla að bættu heilsufari og velferð þeirra, aukinni arðsemi búfjár og góðum aðbúnaði og meðferð dýra. - Hvað segir yfirdýralæknir? Hann segir: ég sé um framkvæmd dýravelferðarlaganna og hef ekki skoðun á framangreindum 1. ml. 2. gr. laga um dýralækna. Þvílík eymd segi ég og siðrof. Langur aðdragandi um mikilvæg málefni dýraníðs á Íslandi Grein með þessari fyrirsögn hefur blundað í mér frá því sl. vori eða þegar nokkrir þingmenn sendu framvindu blóðmeramálsins í aftöku í einni af allt of valdamiklum nefndum þingsins. Þeir geta hindrað framvindu mikilvægra mála, eytt þeim í miðjum meðförum sjálfs löggjafans. Meirihluti lítillar nefndar, máski með verulega takmarkaða þekkingu í málaflokki, getur skert frekara tjáningarfrelsi annara þingmanna í þingsal um mikilvægt mál eftir fyrstu umræðu. Reitt verður hátt til höggs Mörgum mun þykja ég reiða hátt til höggs með fyrirsögninni og efnistökunum. Ástæðan er einföld, ég er fullur langvarandi reiði og þreytu á framgöngu þriggja valdamanna Matvælastofnunar og ráðherrum málaflokksins dýravernd, nú og fyrr. Hrossaníðið í Borgarnesi, blaður stjórnvalda, eftirlits og sinnuleysi í því máli varð þess valdandi að ég stökk loksins á efnið og mun gusta frá mér í þessum skrifum. Skrifin voru snúin enda efnið umfangsmikið og í raun ótrúlegt að maður sjái sig tilneyddan í réttarrríki árið 2022, að setja þetta niður á blað miðað við þá nokkuð nútímalegu löggjöf, sem í gildi er, þó að nokkru sé klædd í búning hagsmunaaðila eða a.m.k. oftast túlkuð þeim í hag og/eða að ekkert er hreinlega farið eftir henni. Ef svo væri, væru t.d. ýmsar greinar búfjárhalds hreinlega ekki leyfðar í landinu ef eða þær a.m.k. stundaðar einungis með öðrum hætti eins og lífrænni vottun. Ástríðan fyrir uppgangi dýraverndar, að mínu mati á hraðri niðurleið, rekur mig áfram ásamt ágætri þekkingu á þessu málum. Ég tel mig eiga fullt erindi með að fjalla um efnið og að það eigi erindi til lesenda. Dýraníð með þöglu samþykki stjórnvalda ,,dýraníð á sér stað með þöglu samþykki stjórnvalda eftirlit MAST er grútmáttlaust. Það er óumdeilt að eftirlit MAST er ekki að virka og kominn tími til að stokka þá starfsemi upp með rótum.“ Þetta er haft eftir Ingu Sæland þingmanni í viðtali við visir.is nýlega o.fl. fleira í þessum dúr var haft eftir öðrum á ýmsum miðlum. - Þetta er rétt. Tilefni orða Ingu er hrossaníð í Borgarnesi. Það sem Inga segir hef ég ég jafnframt marg rökstutt á sl. áratug í umfangsmikilli lögfræðiritgerð um íslenska dýravernd, í óteljandi blaðagreinum og tugum útvarpsviðtala en án nokkurs áhuga né viðbragða Alþingis, þöggunar og áhugaleysis framkvæmdavaldsins auk verulegs sinnuleysis fjórða valdsins, fjölmiðla, þá er á hefur verið bent. Þá hafa dómarar ekki beinlínis beitt fælandi refsingum og sum mál rata hreinlega ekki til dómstóla. Hvað varð t.d. um kærur vegna blóðmeramálsins? Er rannsóknarlögreglan ennþá að velta fyrir sér hvort brotin hafa verið refsiákvæði dýravelferðarlaga og ég leyni ekki forvitni minni, hverjir voru kærðir af MAST í blóðmeramálinu ef í raun einhverjir? Hrottalegasta meðferð á dýrum, sem sést hefur og var opinberuð í heimildakvikmynd um blóðmeramálið. Á sviði dýraverndar er Ísland langt frá því að vera réttarríki Undanfarinn áratug hef ég komið að dýravernd með áberandi hætti, sem lögfræðingur umbjóðenda og áhugamaður. Ég hóf gagnrýni mína á eftirlit MAST fyrir löngu síðan og ætíð reynt að byggja á hlutlægni studda af sérþekkingu minni á dýraverndarlögunum, áralangri reynslu af dýrahaldi og reynslu af samskiptum við stofnunina. Síðan þá hef ég beint spjótum mínum nær linnulaust að yfirdýralækni í ræðu og riti. Hans er að framkvæma lög um dýravelferð og hann er jú dýralæknir, sem ber ríkar skyldur skv. lögum um dýralækna en sniðgengur að mínu mati. Hann ætti að hafa tilfinningu fyrir að bregðast við skrifum um þjáningu dýra á Íslandi. Það hefur hann ekki gert nema endrum og eins og þá oft eftir dúk og disk á meðan dýrin þjást á meðan hann þarf að hugsa sig um gagnvart hinum augljósa. Skrifin hafa aldrei fallið í góðan jarðveg hjá honum. Hann virðist taka þeim persónulega fremur en að hætti vandaðs embættismanns, til skoðunar, tækifæri til sjálfs gagnrýni og jafnvel til eftirbreytni. Einhverntíma sagði háttsettur starfsmaður MAST við mig: reyndu að hjálpa yfirdýralækni fremur en að gagnrýna hann. Gerði slíka tilraun árangurslaus. Yfirdýralæknir reynist vera langrækinn þegar spjótum er að embættisfærslum hans eða athafnaleysi. Það er einhver mesti veikleiki flestra embættismanna, að taka gagnrýni persónulega og draga reiði sína svo með sér árum saman í formi langrækni. Strax í upphafi ferils míns í dýraverndarlögfræði neitaði yfirdýralæknir t.d. að taka á móti mér og einum virtasta blaðamanni landsins, Elínu Hirzt, sem þá var þingmaður og óskaði eftir fundi með yfirdýralækni, þá nýtekin við því embætti. Fundi til fara yfir málefni dýraverndar á Íslandi. Yfirdýralæknir hafnaði því. Hann virðist reyndar þjakaður af svo mikilli innilokunarráttu að hann kemur vart fram í málefnum dýraverndar þó hann eigi að heita kyndilberi íslenskrar dýraverndar að lögum. Hverjir bera ábyrgð og eru valdahafar Áður en lengra er haldið með mál, sem birtast fljótlega í seinni hluta þessara skrifa og ég tel mikilvægt að reifa til að rökstyðja skrif mín, er rétt að varpa ljósi á hverjir bera ábyrgð á eftirliti og framkvæmd dýravelferðarlaganna og eiga þar með að veita velferð dýra brautargengi í þessu svokallað réttarríki okkar. Formlegur yfirstjórnandi er Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Ég skrifa formlegur því spyrja má hvort hún ráði í raun nokkru í ráðuneyti sem fer með málefni landbúnaðar og sjávarútvegs. Þingflokkur hennar nýtur einungis um 9% fylgis skv. skoðanakönnunum, sem kemur ekki á óvart og fer VG ansi frjálslega með stefnu sína í dýravernd. Meirihluti þjóðarinnar er skv. skoðanakönnun ósammála Svandísi í tveimur stærstu dýraverndarmálum samtímans, blóðmera og hvalveiðimálinu, landbúnaðar og sjávarútvegsmál. Hún skeytir litlu um það enda frjáls sannfæringa sinna, sem þingmaður! Gefur út umdeilanlegar reglugerðir, sem engin veit hvort gagn verður af enda eftirlit MAST í molum. Reglugerðaútgáfur til að róa lýðinn. Það virkar, hann þagnar. Hvort hið lága fylgi sé afleiðing þess að Svandís fer þvert gegn lýðræðisviljanum í þeim málum skal látið ósagt en það er umhugsunarefni að ráðherra með svo lítið pólitískt bakland hjá kjósendum skuli fara með svo mikil völd á sviði dýraverndar og bókstaflega vinna gegn lögvörðum hagsmunum dýranna á köflum með verulega slæmum afleiðingum fyrir þau. Það hefur sýnt sig að ávinningur dýranna af Svandísi sem ráðherra dýraverndar er engin. Hún þóknast hagsmunaaðilum og ekki ólíklega fyrirmælum frá samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn langt umfram það sem góðu hófi gegnir á kostnað dýraníðs. Ef Svandís telur sér trú um það að hún hafi fullt vald á málaflokknum dýravernd er hún veruleikafirrt. Það tekur mörg ár að læra á innviði. Svandísi er hent á milli ráðuneyta og brátt verður hún komin í annað ráðuneyti eða hætt á þingi. Það er lýsandi ferill íslenskra stjórnmálamanna. Guðmundi Inga var kippt úr umhverfisráðuneytinu, þar þótti hann óþægilegur. Svona braskar Íhaldið. VG og Framsókn eru uppfyllingarefni, sem finnst stólarnir mikilvægari en öll pólitísk prinsipp. Þar er VG verst. Framkvæmdaábyrgðin Ráðherra felur forstjóra MAST og yfirdýralækni framkvæmd dýravelferðarlaganna. Ábyrgar fyrir því eru dr. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, umhverfisefnafræðingur og forstjóri MAST og Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir. Ábyrgð borgaranna og umráðamanna skv. lögum um velferð dýra er að sama skapi óumdeild. Vopn þessara tveggja aðila til að vinna gegn dýraníði eru settur réttur, sem er lög um velferð dýra og reglugerðir (misgáfulegar) settar með heimild í settum rétti. Settur réttur eru lögin sem Alþingi samþykkir. Röng beiting, jafnvel í átt að valdníðslu eða engin er þekkt. Ritaðar eru reglugerðir með heimild í lögum, sem eiga að heita bein framlenging setts réttar og eiga að vera samhljóða meginefni þeirra og nákvæmari útfærsla á lagaákvæðum en eru oft þvert á meginsjónarmið þeirra laga. Þetta vald veitir Alþingi ráðherrum í allt of ríku mæli að mínu mati þrátt fyrir að augljóslega sé afar lítil þekking á ákveðnum málaflokkum innan ráðuneyta eins og dæmi að hafa sýnt og á við um málefni dýra í matvælaráðuneytinu. Það er reyndar búið að vera vandamál frá upphafi lagasetningar á Íslandi að hið pólitíska framkvæmdavald fær heimild til að fikta í lagasetningu og leiðir oft til þess að útfærðar eru kröfur hagsmunaaðila fremur en að lagatextinn sjálfur, settur réttur, fyrirmæli Alþingis, sé útfærður frekar og af meiri nákvæmni. Þetta krukk krefst síðan engrar umræðu þingsins. Ráðherrar dansa þar semsagt eftir eigin höfði oft með skrautlegri útfærslu hagsmunaaðila, sem þeir virðast oft neyddir til að þjóna. Það á ekki síst við í dýravernd þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eru við völd. Flokkarnir sem ég fullyrði að fjarstýri Matvælaráðuneytinu í landbúnaðar of sjávarútvegsmálum. Dæmi um það eru áðurnefndar nýlegar reglugerðir um blóðmerar og hvalveiðar. Blóðmeraníð og þjáningafullar hvalveiðar skildi nú alls ekki afnema hugsar ráðherrann já og sú ríkisstjórn, sem hann situr í, þó hvorttveggja sé svo augljóslega andstætt lögum um velferð dýra að hver sæmilega læs borgari sér það í fyrsta yfirlestri og þarf ekki minnstu þekkingu í lögfræði. Hinn lögfróði forstjóri/fjölmiðlafulltrúi MAST Forstjóri MAST er nú orðin aðal viðmælandi fjölmiðla í málefnum dýraverndar þ.á. m. RÚV. Hann þótti ekki tækur á móti mér í Kastljósi sl. vetur í umræður vegna blóðmeramálsins. Ritstjórinn þáverandi, framsóknarmaðurinn Einar Þorsteinsson, taldi að sökum menntunar dr. Hrannar, sem umhverfisefnafræðingur, hefði hún ei næga þekkingu. Niðurlægjandi fyrir dr. Hrönn, ef satt er, en ég taldi tilbúning til að forðast umræðuna í Kastljósi, vegna spillingar innan RÚV. Hvorki yfirdýralæknir né staðgengill hans þá þorðu heldur á móti mér þó kallað hefði verið eftir því á samfélagsmiðlum. Kastljósþætti um blóðmeramálið var því aflýst og því aðallega borið við að myndver RÚV í Efstaleiti væri ekki Skype vætt en upphaflega átti að fá Sigríði Björnsdóttur staðgengil yfirdýralæknis, þá staðsett nyrðra, á móti mér. Eymd ríkisfjölmiðilsins hefur reyndar verið svo mikil í þessu stærsta dýraníðsmáli Íslandssögunnar að engin fréttaskýringaþáttur þ.m.t. Edduverðlaunahafinn Kveikur, fékk leyfi til að fjalla um málið og mun ég fjalla sérstaklega um höfnun Kveiks í hluta II. Öðruvísi er ekki hægt að komast að orði því það virðist ríkja spilling og ritskoðun innan RÚV. Einungis hefur dúkkað upp með öllu gagnrýnislaus fréttaflutningur fréttastofu miðilsins. Mál sem er á hörmungarstað í dag og á sama stað og áður. Aftur er verið að níðast á blóðmerum í blóðtöku þrátt fyrir að þjóðarvilji sé gegn enda sýna kannanir að matvælaráðherra hlustar ekki á þjóðina og hann uppsker vinsældir eftir því!Ég þreytist seint að tala um fjölmiðla í samhengi við dýravernd. Ég hef nefnilega þá trú að fjórða valdið sé mjög mikilvægt vald til að þoka málum til réttlætis, sé því beitt af réttum aðilum innan fjölmiðlanna. Það er stundum gert og uppskeran eru verulegar umbætur fyrir dýrin. Dýraníðingar njóti verndar umfram dýrin En allt í einu og þrátt fyrir mat framsóknarstjörnunnar, þáverandi ritstjóra Kastljós er forstjórinn tækur til að tjá sig. Málflutningur hans felst helst í að standa vörð um hagsmuni MAST og verja starfshætti stofnunarinnar, sem engin botnar upp né niður í sbr. viðbrögð Ríkisendurskoðanda og vikið verður að síðar. Eiginhagsmunir forstjórans og vernd MAST eru honum mikilvægastir og lítið ber á áhuga hans á hagsmunum dýra í viðtölum. Dr. Hrönn kemur nú linnulaust fram í miðlum og heldur því fram að persónuvernd gangi framar dýravernd. Að stjórnsýslulög gangi framar lögum um velferð dýra á sama tíma og stjórnsýslulögin kveða á um að aðrar og strangari reglur en þau lög gangi þeim lögum framar. Og dýravelferðarlögin segja: við erum lágmarksreglur. Lesa má úr viðtölum við forstjórann og aðra innan hans kontors vegna flestra dýraverndarmála að meintir dýraníðingar njóti verndar umfram dýrin sjálf. Þetta séu svo óskaplega viðkvæm gerendamál, dýraníðingar séu varðir af perónuverndarlögum og stofnunin tjái sig því ekki um einstök mál. Þau þoli ekki opinbera umfjöllun af tillitsemi við meintan geranda. Þetta láta fjölmiðlar hindra mikilvægar umfjallanir um illa meðferð málleysingjanna. Kaupa þetta. Og hvað hefur forstjórinn fyrir sér í því, eða öllu heldur lögfræðingar MAST, sem hann þiggur ráð frá, að stjórnsýslulögin séu þau lög sem beita skuli fyrst og síðast í málum af þeim toga sem kom upp í Borgarnesi, já eða í blóðmeramálinu? Það er akkúrat ekkert í lögum um velferð dýra sem vísar beinlínis í stjórnsýslulögin um málsmeðferð. Á einum stað er þar nefndur andmælaréttur. Um stjórnsýslulögin segir í þeim sjálfum: Lögin gilda þegar stjórnvöld, þar á meðal þegar stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. - 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga! Hvaða rétt og hvaða skyldur manna er verið að takast á um þegar maður er grunaður um meint brot á refsiákvæðum laga um velferð dýra? Hvað er grunur um meint brot af því tagi sem átti sér staði í Borgarnesi annað en grunur um meint brot á refsiákvæðum laga um velferð dýra og því sakamál, sem MAST ber að kæra til lögreglu? Af hverju hefur lögregla ekki sjálf rannsókn, henni ber það skv. almennum hegningalögum. Hverslags lögfræði er það láta dýrarétt linnulaust víkja fyrir óljósum heimatilbúnum persónuréttindum MAST og það órökstutt og það án nokkurra fyrirmæla í lögum? Hverslags réttargæsla dýra og lögfræði er það að láta dýrin aldrei njóta vafans heldur þann, sem grunaður er um hrottalega meðferð á dýrum og gefa þeim hinum sama séns til úrbóta sem áframhaldandi umráðamaður dýra sem augljóslega þjást? Þetta er undarlegur málatilbúnaður og hugsanavilla að mínu mati, að meintur dýraníðingur njóti réttarstöðu umfram dýr skv. persónuverndar og stjórnsýslulögum í stjórnsýslumáli rökstutt með tilvísun í persónuverndarlög þegar stjórnsýslulög eru skýr um það að strangari reglur en stjórnsýslulögin gangi framar. Þetta getur leitt af sér áframhaldandi dýraníð í tafsömum og undirmönnuðum ferli stjórnsýslumáls hjá MAST og þar með dýraníð með hlutdeild þessara aðila að mínu mati. Þá kem ég ekki auga á þessi sjónarmið í persónuverndarlögum og tel þau heimatilbúinn misskilning í höfuðstöðvum MAST eins og margt annað. Ég hlýt því að spyrja mig, eins og margir aðrir, hvað valdi því að lagaþekking á þessum réttarsviðum sé svo lítil innan stofnunarinnar að það beinlínis leiði til dýraníðs vegna seinagangs og hreins roluháttar. Ástæðan er líklega sú að forstjóri MAST gerir ekki kröfu um það hvorki til lögfræðinga stofnunarinnar, sjálfrar sín né gerir matvælaráðherra þær kröfur til hennar og sín. Réttaráhrif dýravelferðarlaga í molum hjá MAST Dýraeftirlitsþátturinn og þ.m.t. framkvæmd MAST á lögum um velferð dýra er í molum eða grútmáttlaus eins og þingmaðurinn framangreindi sagði réttilega. Svo illa er fyrir henni komið að Ríkisendurskoðandi hefur loksins ákveðið að greina þennan þátt starfsemi MAST. Eðli slíkrar ákvörðunar er að honum er misboðið. Ein ástæða þess, sem ég vil kalla endurtekna handvömm framangreindra, gæti verið að tveir hinir fyrst nefndu hafa hreinlega ekki þekkingu á eðli dýraverndar, eins og lögin kalla eftir henni. Ég nota nafngreiningaaðferðina í þetta skipti því mér finnst mjög ósanngjarnt, eins og fjölmiðlar gera, að fella heila stofnun og þar með tugi starfsmanna hennar undir afmarkað en verulegt vandamál, sem lýtur að lífsgæðum dýra og er í raun er aðeins handvömm fárra aðila. Og þar með fela þeir og hlífa þeim, sem í raun eru ábyrgir, forstjórinn og yfirdýralæknir en sýkja með vissum hætti á sama tíma mannorð allra starfsmanna MAST. Ég leyfi mér að ganga svo langt að fullyrða það sem ég veit að margir kjarnaaðilar í dýravernd hugsa og fylgst hafa með starfsháttum núverandi og fyrrverandi forstjóra MAST, yfirdýralækni og ráðherrum málaflokksins nú og 10 ár aftur í tímann að þessir aðila hafa ekki haft né hafa mikla þekkingu á, hvert lögbundið hlutverk þeirra er þessum efnum eða hreinlega sniðgengið það og þar af leiðandi er hæfni þeirra til að hrynda velferð dýra á Íslandi í framkvæmd lítil. Það sýna einfaldlega verk þeirra. Annar tveggja hinna æðst settu hjá stofnuninni, forstjórinn er umhverfisefnafræðingur og hefur ekki neinn faglegan og akademískan bakgrunn á sviði dýraverndar. Slíkt myndi ekki gerast í einkageiranum en þykir sjálfsagt í vinahygli opinbera geirans. Tekin frá MATÍS yfir til MAST vegna reynslu sinnar frá fyrrnefnda staðnum, skv. rökstuðningi fyrir ráðningu, en tilgangur þess félags er að sinna rannsóknum og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnulífsins o.fl. Ég spyr því sérstaklega í þágu aukinni gæða í íslenskri dýravernd: hvað er sameiginlegt með MAST og MATÍS, sem olli því að núverandi forstjóri þótti sérstaklega heppilegur til að taka við framkvæmd dýraverlferðarlaga skv. lögum um velferð dýra og þar með eftirliti með yfirdýralækni en hann heyrir undir forstjóra skv. 2. mgr. 3. gr. laga um MAST. Framangreindir og forveri núverandi forstjóra hafa oft beitt ýmsum valdheimildum sínum með óskiljanlegum, órökstuddum og vanhugsuðum hætti, séð frá sjónarhóli lögfræðings. Ég hef engra hagsmuna að gæta, en hef mikla ástríðu og verulegan faglegan og fræðilegan áhuga á framkvæmd laganna í samræmi við sjónarmið löggjafans við ritun þeirra og samþykki hans. Þau sjónarmið eru hafin yfir allan vafa við fræðilega skoðun. Framkvæmdin er önnur t.d. í mörgum greinum búfjárhalds. Lágmarksreglur víki fyrir veikari réttarheimildum Framangreindir láta, sem fyrr segir, persónuverndar og stjórnsýslulagasjónarmið ganga framar sjónarmiðum um dýravelferð þrátt fyrir að skýrt sé tekið fram í stjórnsýslulögum að strangari reglur en stjórnsýslulög skuli ganga þeim lögum framar og í dýravelferðarlögum að það séu lágmarksreglur. Sturluð beiting lögfræðinnar. Ríkisendurskoðanda nóg boðið Ríkisendurskoðandi sagði við fréttastofu RÚV að ærið tilefni væri til að skoða eftirlitsþáttinn í starfsemi MAST, ekki síst eftir umræðu síðustu daga um hrossin í Borgarnesi. Loxins segi ég eftir nær linnulaus skrif s.l. áratug um það sem ég vil kalla aðför toppanna í MAST að dýravernd og umráðamönnum dýra. Utan eins dýralæknis hafa þessir aðilar, að mínu mati ekki verið starfi sínu vaxnir. Sá var settur yfirdýralæknir um tíma, Sigurður Sigurðarson. Sigurður ku hafa fengið tiltal frá þáverandi ráðherra fyrir að láta hendur standa of mikið fram úr ermum í eftirliti sínu og athugasemdum við búfjárhald. Ég reikna með að Sigurði hafi stokkið bros á kinn þegar honum urðu áform Ríkisendurskoðanda kunn og orðið hafi til ljóð, ádeila á MAST, en Sigurður er landskunnur hagyrðingur, sem orð fer af. Hvort niðurstaða Ríkisendurskoðanda, sem ég get sagt mér fyrirfram um hver verður af því að ég trúi því að til rannsóknarinnar verði vandað, hafi svo nokkur áhrif þegar þingmenn eru ekki bundnir af neinu öðru en sannfæringu sinni og þrýstingi hagsmunaaðila er svo allt önnur ella og veldur mér fyrirfram áhyggjum. Yfirmannahræðsla innan MAST Dæmið um Sigurð Sigurðarson hér á undan sýnir að drottningarnar yfir MAST og ráðherra ritskoða orð og verk undirmanna sinna. Þá er klárt mál að óstöðugleiki er í mannauði undirmanna MAST vegna þessa og það skerðir t.d. gæði dýraeftirlits og gerir jafnvel ranglátt í garð dýra og umráðamanna. Því hef ég persónulega kynnst þegar ég bað um upplýsingar í eigin máli. Þó ég væri aðili máls þá þorði viðkomandi starfsmaður ekki að veita mér upplýsingar, taldi það gæti haft áhrif á eigin starfsframa en hann var þá á leið til starfa á öðrum vettvangi. Um var að ræða umtalsvert og óþægilegt inngrip yfirdýralæknis í feril máls, sem ég taldi víst að hann hefði gert til að hindra framgang þess af persónulegri illgirni í minn garð. Svo fór að yfirdýralæknir neyddist til að gefa sig enda beitti ég stjórnsýslulögunum af fullum mætti í andmælum. Fleiri dæmi má nefna þar sem dýralæknar MAST hafa reynt að sýnt fádæma ráðríki jafnvel þó mál hafa verið komin á forræði ráðherra með kæru stjórnvaldsákvörðunar. Þeim hefur auðvitað verið snúið niður samstundis og þeir þagnað. Svo mikil og ósanngjörn getur valdníðsla MAST gagnvart einstaklingum verið að þeim nánast blæðir í sál sinni. Um eitt slíkt dæmi mun ég fjalla í hluta II. Mistök að fela MAST eftirlit Það voru misstök að fela MAST eftirlit með velferð dýra. Nokkuð sem þáverandi ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon hafði tröllatrú á þegar hann mælti fyrir frumvarpinu lög um velferð dýra. - Engan afslátt skildi framar gefa af dýravernd. Jafn sannfærður og hann og hans ráðuneyti virtist vera, jafn ósammála var ég honum sem þá var forystumaðuri Vinstri grænna og gerði því ítarleg skil í hundrað blaðsíðna umsögn um frumvarpið enda taldi ég mig og tel ennþá hafa þekkingu a.m.k. á pari við hvern þingmann og örugglega ekki minni þekkingu en er innandyra hjá MAST. En það sem mestu máli skiptir er að afstaða mín er hlutlaus, ég hef engra hagsmuna að gæta annara en rétt dýranna að lögum og ekki geta þau varið sig. Afstaða byggð á tilgangi og markmiðum dýraverndarlaga. Þau eru ótvíræð um efni sitt. Afstaða þeirra sem hér á undan er getið verður aldrei hlutlaus! Hún lyktar yfirleitt af pólitískri spillingu. Um það eru mörg dæmi. Framangreind umsögn virðist ekki einu sinni hafa verið lesin því á daginn hefur komið að gagnrýni mín á fyrirætlanir um að færa eftirlit til MAST, reyndist réttmæt! Hvert málið á fætur öðru sl. áratug er vitnisburður um það og það mun ég reifa í hluta II. Ég læt hér staðar numið að sinni en hvet lesendur, sem ég vona að hafi haft gagn af, til að lesa seinni hluta, sem mun birtast eftir nokkra daga hvar ég reifa sinnuleysi stjórnvalda í alvarlegustu búfjármálunum og málefnum villtra dýra. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun