Stefán segir upp hjá Storytel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 16:10 Stefán Hjörleifsson í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Stefán Hjörleifsson hefur sagt upp starfi sínu sem landsstjóri Storytel á Íslandi eftir fimm ára starf. Næstu skref eru óráðin fyrir utan að lækka forgjöfina í golfi á suðrænum slóðum. Stefán, sem margir þekkja sem gítarleikarann í Nýdönsk, greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. „Í þessari viku eru liðin fimm ár síðan ég tók við embætti Landsstjóra Storytel á Íslandi. Fimm gefandi, spennandi, krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg ár þar sem sköpunarkrafturinn hefur fengið að njóta sín. Ég er afar þakklátur og stoltur af því að hafa verið þátttakandi í brautryðjendastarfi Storytel í þeirri vegferð að gera sögur aðgengilegar enn fleira fólki en áður hefur þekkst. Hér heima og heiman,“ segir Stefán. „Þau ykkar sem þekkið mig vitið líklega að ég nærist á því að skapa, umbreyta, byggja upp og koma þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur fyrir vind. Lífið býður upp á endalaus tækifæri og í sérhverju verkefni lærir maður eitthvað nýtt og kynnist nýju fólki.“ Í sumar og það sem af er hausti hafi honum gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg og íhuga næstu skref. „Starf mitt krefst fullrar athygli og ég hef spurt mig hvort ég hafi enn þann eldmóð og hvata til að halda áfram á þessari spennandi vegferð eða hefur hugur minn hugsanlega leitað í átt að nýjum áskorunum?“ segir Stefán. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að nú er rétti tíminn til að leita á ný mið meðan ég hef þrótt til áframhaldandi sköpunar og tel að ég geti látið gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Ég hef þegar tilkynnt stjórn Storytel um ákvörðun mína, vitanlega í mestu vinsemd. Ég er óendanlega þakklátur yndislegu, hæfileikaríku og drífandi starfsfólki Storytel á Íslandi sem hefur staðið mér við hlið og alls þess stuðnings og allrar þeirrar hvatningar sem ég hef fengið frá Storytel fjölskyldunni um víða veröld.“ Allir hans villtustu draumar hafi ræst, þar með talið að eiga þátt í eflingu bókageirans á Íslandi. Nú sé tímabært að ný manneskja taki við keflinu. „Og hvað er þá næst? Hver veit? Akkúrat núna tekur við langþráð verkefni – að reyna loks að lækka forgjöfina á suðrænum slóðum og hlaða batteríin. Þekkjandi mína eirðarlausu frumkvöðlasál, hef ég ákveðið að slaka aðeins á, gefa upphafi nýrra ævintýra góðan tíma, taka mér gott frí og njóta næstu mánaða með fjölskyldu og vinum, og þá mest með Rósu minni sem hefur staðið með mér eins og klettur í gegnum allt mitt brölt.“ Nú taki við nýr kafli en lífið sé núna. „Life is what happens when you´re busy making other plans,“ hefur Stefán eftir John Lennon. Vistaskipti Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stefán, sem margir þekkja sem gítarleikarann í Nýdönsk, greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. „Í þessari viku eru liðin fimm ár síðan ég tók við embætti Landsstjóra Storytel á Íslandi. Fimm gefandi, spennandi, krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg ár þar sem sköpunarkrafturinn hefur fengið að njóta sín. Ég er afar þakklátur og stoltur af því að hafa verið þátttakandi í brautryðjendastarfi Storytel í þeirri vegferð að gera sögur aðgengilegar enn fleira fólki en áður hefur þekkst. Hér heima og heiman,“ segir Stefán. „Þau ykkar sem þekkið mig vitið líklega að ég nærist á því að skapa, umbreyta, byggja upp og koma þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur fyrir vind. Lífið býður upp á endalaus tækifæri og í sérhverju verkefni lærir maður eitthvað nýtt og kynnist nýju fólki.“ Í sumar og það sem af er hausti hafi honum gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg og íhuga næstu skref. „Starf mitt krefst fullrar athygli og ég hef spurt mig hvort ég hafi enn þann eldmóð og hvata til að halda áfram á þessari spennandi vegferð eða hefur hugur minn hugsanlega leitað í átt að nýjum áskorunum?“ segir Stefán. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að nú er rétti tíminn til að leita á ný mið meðan ég hef þrótt til áframhaldandi sköpunar og tel að ég geti látið gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Ég hef þegar tilkynnt stjórn Storytel um ákvörðun mína, vitanlega í mestu vinsemd. Ég er óendanlega þakklátur yndislegu, hæfileikaríku og drífandi starfsfólki Storytel á Íslandi sem hefur staðið mér við hlið og alls þess stuðnings og allrar þeirrar hvatningar sem ég hef fengið frá Storytel fjölskyldunni um víða veröld.“ Allir hans villtustu draumar hafi ræst, þar með talið að eiga þátt í eflingu bókageirans á Íslandi. Nú sé tímabært að ný manneskja taki við keflinu. „Og hvað er þá næst? Hver veit? Akkúrat núna tekur við langþráð verkefni – að reyna loks að lækka forgjöfina á suðrænum slóðum og hlaða batteríin. Þekkjandi mína eirðarlausu frumkvöðlasál, hef ég ákveðið að slaka aðeins á, gefa upphafi nýrra ævintýra góðan tíma, taka mér gott frí og njóta næstu mánaða með fjölskyldu og vinum, og þá mest með Rósu minni sem hefur staðið með mér eins og klettur í gegnum allt mitt brölt.“ Nú taki við nýr kafli en lífið sé núna. „Life is what happens when you´re busy making other plans,“ hefur Stefán eftir John Lennon.
Vistaskipti Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira