Gidsel skoraði átta mörk í níu skotum en hann hefur komið sterkur til baka eftir að hafa meiðst á hné á miðju Evrópmóti.
Gidsel er mjög hraður og skemmtilegur leikmaður og hann fagnaði sérstaklega nýrri reglubreytingu í handboltanum.
Is he the king of breakthroughs? Mathias Gidsel with his signature move finished off with a great spin goal #ehfeurocup2024 #heretoplay @dhf_haandbold pic.twitter.com/PWsDUjbZJg
— EHF EURO (@EHFEURO) October 12, 2022
Í aðdraganda leiksins talaði þessi 23 ára hægri skytta um þessa reglu sem snýr að því að taka miðjuna eftir skoruð mörk.
„Nýja reglan snýst um hraða miðju og hún hefur nýst mér mjög vel. Hún gerir það líka að verkum að ég gæti líka fengið aðeins að standa í vörninni líka. Handboltinn verður enn hraðari með þessari reglu og því fagna leikmaður eins og ég,“ sagði Mathias Gidsel við TV2.
„Það mætti jafnvel halda það að ég sjálfur hefði sent Moustafa bréf,“ sagði Gidsel léttur en þar er hann að tala um Hassan Moustafa, forseta Alþjóða handboltasambandsins.
Breytingin snýst um að nú má taka miðjuna hvar sem er í hring á miðju vallarins og leikmaðurinn sem tekur miðjuna má vera á ferðinni.
Leikmenn geta nú verið allt að tveimur metrum frá miðlínunni þegar þeir koma boltanum aftur í leik sem opnar möguleika á að enn hraðari sóknum eftir skoruð mörk.