Sport

Dagskráin í dag: Alfons mætir toppliði ensku úrvalsdeildarinnar

Atli Arason skrifar
Alfons Sampsted, leikmaður Bodø/Glimt, í glímu við Bukayo Saka, leikmann Arsenal, í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í London.
Alfons Sampsted, leikmaður Bodø/Glimt, í glímu við Bukayo Saka, leikmann Arsenal, í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í London. Getty/Vincent Mignott

Það verða heilar 13 beinar útsendingar í dag á sport rásum Stöðvar 2 Sport í körfubolta, fótbolta, rafíþróttum og golfi.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.10 hefst Subway Körfuboltakvöld kvenna þar sem leikir síðustu umferðar verða gerðir upp.

Breiðablik og KR mætast í Subway-deild karla í beinni útsendingu klukkan 18.05.

Strax að þeim leik loknum, eða klukkan 20.05, hefst viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur í Subway-deild karla.

Tilþrifin gera svo upp leiki kvöldsins í Subway-deildinni klukkan 22.00.

Stöð 2 Sport 2

Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt taka á móti Arsenal í Evrópudeildinni í fótbolta klukkan 16.35.

Klukkan 18.50 hefst svo viðureign Ferencvaros og Rauðu Stjörnunnar í Evrópudeildinni.

Stöð 2 Sport 3

Leikur Real Betis og Roma í Evrópudeildinni er í beinni útsendingu klukkan 16.35.

Stefán Teitur Þórðarson mætir með Silkeborg í heimsókn til rúmenska liðsins FCSB í Sambandsdeildinni klukkan 18.50.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 16.35 fer af stað viðureign Fiorentina og Hearts í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta.

Stöð 2 Sport 5

Andalucía Masters golf mótið á DP World Tour er í beinni útsendingu frá 12.00.

Aramco Team Series á LET Tour fer af stað klukkan 17.00.

ZOZO Championnship á PGA mótaröðinni er á dagskrá klukkan 03.00 eftir miðnætti.

Stöð 2 eSport

Ljósleiðaradeildin í CS:GO heldur áfram sinni göngu í beinni útsendingu klukkan 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×